Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skrifstofustjóri Alþingis: „Alveg fráleitt“ að halda því fram að þingmenn hafi brotið siðareglur

„All­ir reikn­ing­ar voru greidd­ir, skv. ákvörð­un skrif­stof­unn­ar og eft­ir yf­ir­ferð henn­ar, með­an hið nýja fyr­ir­komu­lag var að kom­ast á. Í því fólust eng­in brot á siða­regl­um,“ seg­ir Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.

Skrifstofustjóri Alþingis: „Alveg fráleitt“ að halda því fram að þingmenn hafi brotið siðareglur
Helgi Bernódusson er skrifstofustjóri Alþingis. Mynd: Pressphotos.biz

Það er fráleitt að halda því fram að þingmenn sem fengu meira en 30 þúsund kílómetra aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi í fyrra hafi gerst brotlegir við siðareglur. Þetta segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Í 6. gr. reglna um þingfararkostnað sem tóku gildi síðla árs 2016 segir: Þegar alþingismaður þarf að aka meira en 15.000 km á ári í starfi sínu skal hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggur til

Samkvæmt siðareglum þingmanna ber þeim að sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld þeirra sé í fullkomnu samræmi við reglur sem settar eru um slík mál, þ.e. reglur um þingfararkostnað.

Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og fleiri þingmenn keyrðu hins vegar um tvöfalt lengri vegalengdir á eigin bifreiðum í fyrra og fengu kostnaðinn endurgreiddan.

Helgi Bernódusson og forsætisnefnd telja að líta verði til þess að þá hafi enn hafi verið í gangi innleiðing á reglum um bílaleigubíla, reglum sem voru settar árið 2016.

Innleiðingunni hafi ekki lokið fyrr en í febrúar 2018 og þingmenn hafi á þessu tímabili átt í samskiptum við þingskrifstofuna um framkvæmd reglnanna.

Helgi Bernódusson segir að eftir því sem skrifstofu Alþingis sé kunnugt um hafi enginn þingmaður gert tilraun til að fá endurgreiðslu fyrir akstur sem hann átti ekki rétt á samkvæmt lögum og reglum, enda hefði slíkt aldrei viðgengist athugasemdalaust. 

Hann bendir á að alls kyns spurningar hafi vaknað um framkvæmd reglna um notkun bílaleigubíla, svo sem hvað varðar tryggingar, einkanot, tegundir bíla, notkunartíma og eldsneytiskaup. Jafnframt hafi þótt rétt að miða breyttar reglur við þingkosningar og því hafi verið unnið að setningu vinnureglna eftir kosningarnar 2017 þar sem úr vafaatriðum væri skorið.

„Allir reikningar þeirra voru greiddir, skv. ákvörðun skrifstofunnar og eftir yfirferð hennar, meðan hið nýja fyrirkomulag var að komast á. Í því fólust engin brot á siðareglum“

„Það er alveg fráleitt að þeir þingmenn, og þeir voru þó nokkrir, sem héldu áfram akstri á eigin bílum eftir kosningarnar 2017, hvort sem var í heimanakstri eða tilfallandi akstri, hafi með því brotið siðareglur. Allir reikningar þeirra voru greiddir, skv. ákvörðun skrifstofunnar og eftir yfirferð hennar, meðan hið nýja fyrirkomulag var að komast á. Í því fólust engin brot á siðareglum, enda stóðu yfir samtöl og samskipti milli viðkomandi þingmanna og skrifstofunnar á þessum tíma. Um þetta má lesa í greinargerð þeirri sem skrifstofan tók saman í lok febrúar á þessu ári að beiðni forsætisnefndar og lesa má á vef Alþingi.“

Helgi bendir á að í meginreglum Alþingis um þingfararkostnað segi að jafnan skuli leita hagkvæmustu leiða í ferðakostnaði, bæði innan lands og utan. Alþingismenn eigi lögbundinn rétt á að þeim sé endurgreiddur ferðakostnaður „í tengslum við störf“ þeirra. „Innan þess ramma er unnið,“ segir Helgi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár