Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sanna gagnrýnir að borgin setji upp jólakött en skeyti engu um fátækt

Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista gagn­rýn­ir að ekki sé rætt í einu né neinu um fá­tækt á sama tíma og Reykja­vík­ur­borg hamp­ar jóla­kett­in­um. Kött­ur­inn sé þekkt­ur fyr­ir að borða börn sem ekki fái nýj­ar flík­ur fyr­ir jól­in.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, gagnrýnir að Reykjavíkurborg hampi jólakettinum með skreytingu á Lækjartorgi en skeyti engu um þá merkingu sem kötturinn hafi í samhengi við fátækt í borginni. Jólakötturinn sé þekktur fyrir að éta börn sem fái enga nýja flík fyrir jólin, börn fátæku foreldranna. Ekki hafi verið minnst einu orði á stöðu fátæks fólks í samhenginu.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, kveikti á jólakettinum við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag. Fjöldi manns mætti á Lækjartorg og fylgdist með. Sanna segir að vissulega sé jólakötturinn á Lækjartorgi mikil og vönduð smíð en hún er ekki hrifin af því að á honum hafi verið kveikt án nokkurrar umræðu. „Maður hefði viljað sjá þetta tækifæri nýtt til að ræða fátækt, sem er til staðar í borginni, og nýta þennan viðburð til að setja hlutina í samhengi. Að ráðast gegn fátækt, skapa umræðu og leggja fram aðgerðir til að vinna bug á fátækt. Þessi jólaköttur er náttúrulega tengdur sögu fátæktar og margir sem tengja skort og fátækt við jólaköttinn.“

Sanna segir að hún hefði viljað sjá umræður og viðbrögð við þeirri staðreynd að í borginni býr fjöldi fólks sem á í mestu erfiðleikum með að láta enda ná saman, og sér jafnvel ekki fram á að geta haldið gleðileg jól með fjölskyldum sínum. „Sérstaklega í ljósi þess að Reykjavíkurborg er sennilega stærsti láglaunavinnustaður landsins og það eru margir sem eru að fá laun sem að duga ekki fyrir helstu nauðsynjum. Þegar að þetta [jólakötturinn] birtist án þess að tækla láglaunastefnuna og að því sé lýst yfir að borgin ætli að vinna að því að skapa öllum gott líf þannig að þau búi við góð kjör þá finnst manni samhengið einhvern veginn ekki alveg eitthvað sem maður getur hlegið yfir og skemmt sér við.“

„Þessi jólaköttur er náttúrulega tengdur sögu fátæktar og margir sem tengja skort og fátækt við jólaköttinn“

Grundvallarmarkmiðið er að hækka lægstu launin, segir Sanna, og að sama skapi að meta mikilvæg störf að verðleikum. Þá þurfi að ræða opinskátt um fátækt og leiðir til að vinna gegn henni. „Við ættum að vera leiðandi og setja gott fordæmi í kjaramálum. Hér eru margar stofnanir sem að halda uppi ýmsu í samfélaginu, það eru leikskólar og grunnskólar til dæmis. Það eru mjög mikilvæg störf og mörgum þar líður eins og þau hafi ekki fengið það sem þau eiga skilið fyrir að vinna þessa mikilvægu vinnu. Hækkun lægstu launa er eitthvað sem þarf að gerast og svo þarf að halda umræðunni á lofti. Að því sé ekki sópað undir teppi og að við séum að ræða opinskátt að það sé til fátækt á Íslandi. Það er staðreyndin og við þurfum að ræða hvernig við ætlum að vinna bug á því.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár