Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sanna gagnrýnir að borgin setji upp jólakött en skeyti engu um fátækt

Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista gagn­rýn­ir að ekki sé rætt í einu né neinu um fá­tækt á sama tíma og Reykja­vík­ur­borg hamp­ar jóla­kett­in­um. Kött­ur­inn sé þekkt­ur fyr­ir að borða börn sem ekki fái nýj­ar flík­ur fyr­ir jól­in.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, gagnrýnir að Reykjavíkurborg hampi jólakettinum með skreytingu á Lækjartorgi en skeyti engu um þá merkingu sem kötturinn hafi í samhengi við fátækt í borginni. Jólakötturinn sé þekktur fyrir að éta börn sem fái enga nýja flík fyrir jólin, börn fátæku foreldranna. Ekki hafi verið minnst einu orði á stöðu fátæks fólks í samhenginu.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, kveikti á jólakettinum við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag. Fjöldi manns mætti á Lækjartorg og fylgdist með. Sanna segir að vissulega sé jólakötturinn á Lækjartorgi mikil og vönduð smíð en hún er ekki hrifin af því að á honum hafi verið kveikt án nokkurrar umræðu. „Maður hefði viljað sjá þetta tækifæri nýtt til að ræða fátækt, sem er til staðar í borginni, og nýta þennan viðburð til að setja hlutina í samhengi. Að ráðast gegn fátækt, skapa umræðu og leggja fram aðgerðir til að vinna bug á fátækt. Þessi jólaköttur er náttúrulega tengdur sögu fátæktar og margir sem tengja skort og fátækt við jólaköttinn.“

Sanna segir að hún hefði viljað sjá umræður og viðbrögð við þeirri staðreynd að í borginni býr fjöldi fólks sem á í mestu erfiðleikum með að láta enda ná saman, og sér jafnvel ekki fram á að geta haldið gleðileg jól með fjölskyldum sínum. „Sérstaklega í ljósi þess að Reykjavíkurborg er sennilega stærsti láglaunavinnustaður landsins og það eru margir sem eru að fá laun sem að duga ekki fyrir helstu nauðsynjum. Þegar að þetta [jólakötturinn] birtist án þess að tækla láglaunastefnuna og að því sé lýst yfir að borgin ætli að vinna að því að skapa öllum gott líf þannig að þau búi við góð kjör þá finnst manni samhengið einhvern veginn ekki alveg eitthvað sem maður getur hlegið yfir og skemmt sér við.“

„Þessi jólaköttur er náttúrulega tengdur sögu fátæktar og margir sem tengja skort og fátækt við jólaköttinn“

Grundvallarmarkmiðið er að hækka lægstu launin, segir Sanna, og að sama skapi að meta mikilvæg störf að verðleikum. Þá þurfi að ræða opinskátt um fátækt og leiðir til að vinna gegn henni. „Við ættum að vera leiðandi og setja gott fordæmi í kjaramálum. Hér eru margar stofnanir sem að halda uppi ýmsu í samfélaginu, það eru leikskólar og grunnskólar til dæmis. Það eru mjög mikilvæg störf og mörgum þar líður eins og þau hafi ekki fengið það sem þau eiga skilið fyrir að vinna þessa mikilvægu vinnu. Hækkun lægstu launa er eitthvað sem þarf að gerast og svo þarf að halda umræðunni á lofti. Að því sé ekki sópað undir teppi og að við séum að ræða opinskátt að það sé til fátækt á Íslandi. Það er staðreyndin og við þurfum að ræða hvernig við ætlum að vinna bug á því.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár