Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sanna gagnrýnir að borgin setji upp jólakött en skeyti engu um fátækt

Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista gagn­rýn­ir að ekki sé rætt í einu né neinu um fá­tækt á sama tíma og Reykja­vík­ur­borg hamp­ar jóla­kett­in­um. Kött­ur­inn sé þekkt­ur fyr­ir að borða börn sem ekki fái nýj­ar flík­ur fyr­ir jól­in.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, gagnrýnir að Reykjavíkurborg hampi jólakettinum með skreytingu á Lækjartorgi en skeyti engu um þá merkingu sem kötturinn hafi í samhengi við fátækt í borginni. Jólakötturinn sé þekktur fyrir að éta börn sem fái enga nýja flík fyrir jólin, börn fátæku foreldranna. Ekki hafi verið minnst einu orði á stöðu fátæks fólks í samhenginu.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, kveikti á jólakettinum við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag. Fjöldi manns mætti á Lækjartorg og fylgdist með. Sanna segir að vissulega sé jólakötturinn á Lækjartorgi mikil og vönduð smíð en hún er ekki hrifin af því að á honum hafi verið kveikt án nokkurrar umræðu. „Maður hefði viljað sjá þetta tækifæri nýtt til að ræða fátækt, sem er til staðar í borginni, og nýta þennan viðburð til að setja hlutina í samhengi. Að ráðast gegn fátækt, skapa umræðu og leggja fram aðgerðir til að vinna bug á fátækt. Þessi jólaköttur er náttúrulega tengdur sögu fátæktar og margir sem tengja skort og fátækt við jólaköttinn.“

Sanna segir að hún hefði viljað sjá umræður og viðbrögð við þeirri staðreynd að í borginni býr fjöldi fólks sem á í mestu erfiðleikum með að láta enda ná saman, og sér jafnvel ekki fram á að geta haldið gleðileg jól með fjölskyldum sínum. „Sérstaklega í ljósi þess að Reykjavíkurborg er sennilega stærsti láglaunavinnustaður landsins og það eru margir sem eru að fá laun sem að duga ekki fyrir helstu nauðsynjum. Þegar að þetta [jólakötturinn] birtist án þess að tækla láglaunastefnuna og að því sé lýst yfir að borgin ætli að vinna að því að skapa öllum gott líf þannig að þau búi við góð kjör þá finnst manni samhengið einhvern veginn ekki alveg eitthvað sem maður getur hlegið yfir og skemmt sér við.“

„Þessi jólaköttur er náttúrulega tengdur sögu fátæktar og margir sem tengja skort og fátækt við jólaköttinn“

Grundvallarmarkmiðið er að hækka lægstu launin, segir Sanna, og að sama skapi að meta mikilvæg störf að verðleikum. Þá þurfi að ræða opinskátt um fátækt og leiðir til að vinna gegn henni. „Við ættum að vera leiðandi og setja gott fordæmi í kjaramálum. Hér eru margar stofnanir sem að halda uppi ýmsu í samfélaginu, það eru leikskólar og grunnskólar til dæmis. Það eru mjög mikilvæg störf og mörgum þar líður eins og þau hafi ekki fengið það sem þau eiga skilið fyrir að vinna þessa mikilvægu vinnu. Hækkun lægstu launa er eitthvað sem þarf að gerast og svo þarf að halda umræðunni á lofti. Að því sé ekki sópað undir teppi og að við séum að ræða opinskátt að það sé til fátækt á Íslandi. Það er staðreyndin og við þurfum að ræða hvernig við ætlum að vinna bug á því.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár