Á Íslandi hafa undanfarin ár einkennst af mikilli hagsæld en þrátt fyrir það heyrast háværar raddir um fátækt og bág lífskjör. Þannig hafa tveir stjórnmálaflokkar gert baráttuna gegn fátækt að útgangspunkti sínum. Þessi áhersla á fátækt virðist sumum sérkennileg þegar helstu mælingar benda til þess að lífskjör hafi batnað hratt á undanförnum árum. Ein möguleg skýring er að samhliða aukinni hagsæld hefur átt sér stað óheillavænleg þróun á húsnæðismarkaði.
Húsnæðismálin eru sennilega ein stærsta áskorunin sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Í kjölfar hrunsins fjölgaði hratt þeim fjölskyldum sem búa í leiguhúsnæði, með tilheyrandi hækkunum á húsaleigu. Þegar ferðafólk tók að streyma til landsins jókst þrýstingurinn á húsnæðismarkaðinn enn frekar. Byrði húsnæðiskostnaðar jókst, sérstaklega á meðal leigjenda.
Fjölgun leigjenda var einna mest á meðal einstæðra foreldra og lágtekjufólks. Samkvæmt Hagstofunni leigðu nærri einn af hverjum fimm einstaklingum í neðsta tekjufimmtungi á almennum markaði árið 2016. Hjá millitekjuhópnum var hlutfallið um …
Athugasemdir