Hópur fólks hefur ekki fengið afhentar íbúðir við Gerplustræti 2–4 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ sem félag Sturlu Sighvatssonar fjárfestis hefur selt þeim. Síðast stóð til að afhenda þær í júlí, en fasteignafélagið er nú í alvarlegum vanskilum.
Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur kaupendum nú verið lofað afhendingu í desember. Illa hafi gengið að ná í Sturlu og lítið hafi verið gert til að klára íbúðirnar að undanförnu að því er þeim sýnist. Óttast sumir að greiðslur þeirra sem fóru fram við undirritun kaupsamnings muni glatast ef fasteignafélagið lendir í vandræðum, en félagið tók tæpan milljarð í lán vegna viðskiptanna.
Ekki náðist í Sturlu við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Sveins Eylands Garðarssonar, fasteignasala hjá Landmark, sem sér um söluna, eru samskipti Landmarks við kaupendur góð og stefnt að afhendingu snemma í desember.
Stundin hefur áður fjallað um viðskipti Sturlu, en fjöldi fasteigna í eigu félaga …
Athugasemdir