Kaupendur fá íbúðir ekki afhentar frá Sturlu

Kaup­end­ur að íbúð­um í Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ hafa beð­ið af­hend­ing­ar í marga mán­uði. Fast­eigna­fé­lag Sturlu Sig­hvats­son­ar á íbúð­irn­ar og er það í al­var­leg­um van­skil­um.

Kaupendur fá íbúðir ekki afhentar frá Sturlu
Sturla Sighvatsson Þorri fasteigna félags Sturlu, Laugavegar ehf., hefur verið settur á nauðungaruppboð undanfarna mánuði. Mynd: RÚV

Hópur fólks hefur ekki fengið afhentar íbúðir við Gerplustræti 2–4 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ sem félag Sturlu Sighvatssonar fjárfestis hefur selt þeim. Síðast stóð til að afhenda þær í júlí, en fasteignafélagið er nú í alvarlegum vanskilum.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur kaupendum nú verið lofað afhendingu í desember. Illa hafi gengið að ná í Sturlu og lítið hafi verið gert til að klára íbúðirnar að undanförnu að því er þeim sýnist. Óttast sumir að greiðslur þeirra sem fóru fram við undirritun kaupsamnings muni glatast ef fasteignafélagið lendir í vandræðum, en félagið tók tæpan milljarð í lán vegna viðskiptanna.

Ekki náðist í Sturlu við vinnslu fréttarinnar. Að sögn Sveins Eylands Garðarssonar, fasteignasala hjá Landmark, sem sér um söluna, eru samskipti Landmarks við kaupendur góð og stefnt að afhendingu snemma í desember.

Stundin hefur áður fjallað um viðskipti Sturlu, en fjöldi fasteigna í eigu félaga …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár