Metfjöldi kæra vegna byrlunar ólyfjanar

78 mál þar sem mann­eskju var byrl­uð ólyfjan voru bók­uð hjá lög­regl­unni í fyrra og er 71 mál skrá það sem af er ári. Fjölg­un at­vika lík­lega vit­und­ar­vakn­ing frek­ar en raun­fjölg­un, seg­ir ráð­herra. Verklags­regl­ur í þess­um mál­um liggja ekki fyr­ir.

Metfjöldi kæra vegna byrlunar ólyfjanar

Það sem af er ári hefur 71 mál verið bókað hjá lögreglu vegna tilvika þar sem einstaklingur telur sér hafa verið byrluð ólyfjan. 78 tilvik voru í fyrra og er það metfjöldi. Ráðherra telur ákvæði í lögum fullnægjandi.

Þetta kemur fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Spyr hann um tilvik þar sem einstaklingur hefur tilkynnt um brot þar sem honum hefur verið byrlað lyf sem dregur úr meðvitund hans, sjálfstjórn eða getu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í svarinu kemur fram að ekki sé um staðfesta tölfræði að ræða þar sem byrlun ólyfjan er ekki skráð í málaskrárkerfi lögreglu sem sérstakt frumbrot.

„Hafa ber ríkan fyrirvara á þessum tölum,“ segir í svari ráðherra. „Í fyrsta lagi er alls ekki alltaf um brot að ræða, heldur er leitað til lögreglu vegna gruns um byrlun án þess að annað brot hafi átt sér stað. Þessi tilvik eru því ekki staðfest og í raun ekki hægt, með einföldum hætti, að nálgast upplýsingar úr kerfum lögreglu um fjölda tilvika þar sem sýni var tekið til að rannsaka mögulega byrlun og hver niðurstaða þeirrar greiningar var. Þá er ekki ljóst hvað veldur fjölgun tilvika á tímabilinu en líklega er um að ræða vitundarvakningu frekar en raunfjölgun tilvika.“

Ár Fjöldi mála
2007 16
2008 17
2009 21
2010 25
2011 23
2012 32
2013 38
2014 70
2015 63
2016 51
2017 78

Í svarinu kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra liggi ekki fyrir verklagsreglur um meðferð og skráningu þessara mála. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur gert drög að slíku verklagi, þar sem áhersla er lögð á að bæta skráningu þessara tilvika, en það hefur ekki verið innleitt hjá embættinu.

„Ráðherra treystir lögregluyfirvöldum til að halda utan um skráningar brota og bregðast við tilkynningum í samræmi við lög og reglur,“ segir í svarinu. „Það er mat ráðherra að ákvæði almennra hegningarlaga séu fullnægjandi að því er snertir þá háttsemi að byrla einhverjum ólyfjan,“ segir í svarinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár