Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Metfjöldi kæra vegna byrlunar ólyfjanar

78 mál þar sem mann­eskju var byrl­uð ólyfjan voru bók­uð hjá lög­regl­unni í fyrra og er 71 mál skrá það sem af er ári. Fjölg­un at­vika lík­lega vit­und­ar­vakn­ing frek­ar en raun­fjölg­un, seg­ir ráð­herra. Verklags­regl­ur í þess­um mál­um liggja ekki fyr­ir.

Metfjöldi kæra vegna byrlunar ólyfjanar

Það sem af er ári hefur 71 mál verið bókað hjá lögreglu vegna tilvika þar sem einstaklingur telur sér hafa verið byrluð ólyfjan. 78 tilvik voru í fyrra og er það metfjöldi. Ráðherra telur ákvæði í lögum fullnægjandi.

Þetta kemur fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Spyr hann um tilvik þar sem einstaklingur hefur tilkynnt um brot þar sem honum hefur verið byrlað lyf sem dregur úr meðvitund hans, sjálfstjórn eða getu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í svarinu kemur fram að ekki sé um staðfesta tölfræði að ræða þar sem byrlun ólyfjan er ekki skráð í málaskrárkerfi lögreglu sem sérstakt frumbrot.

„Hafa ber ríkan fyrirvara á þessum tölum,“ segir í svari ráðherra. „Í fyrsta lagi er alls ekki alltaf um brot að ræða, heldur er leitað til lögreglu vegna gruns um byrlun án þess að annað brot hafi átt sér stað. Þessi tilvik eru því ekki staðfest og í raun ekki hægt, með einföldum hætti, að nálgast upplýsingar úr kerfum lögreglu um fjölda tilvika þar sem sýni var tekið til að rannsaka mögulega byrlun og hver niðurstaða þeirrar greiningar var. Þá er ekki ljóst hvað veldur fjölgun tilvika á tímabilinu en líklega er um að ræða vitundarvakningu frekar en raunfjölgun tilvika.“

Ár Fjöldi mála
2007 16
2008 17
2009 21
2010 25
2011 23
2012 32
2013 38
2014 70
2015 63
2016 51
2017 78

Í svarinu kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra liggi ekki fyrir verklagsreglur um meðferð og skráningu þessara mála. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur gert drög að slíku verklagi, þar sem áhersla er lögð á að bæta skráningu þessara tilvika, en það hefur ekki verið innleitt hjá embættinu.

„Ráðherra treystir lögregluyfirvöldum til að halda utan um skráningar brota og bregðast við tilkynningum í samræmi við lög og reglur,“ segir í svarinu. „Það er mat ráðherra að ákvæði almennra hegningarlaga séu fullnægjandi að því er snertir þá háttsemi að byrla einhverjum ólyfjan,“ segir í svarinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár