Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar

Há­skóli Ís­lands hyggst festa í sessi um­deild­ar lík­ams­rann­sókn­ir á hæl­is­leit­end­um sem stand­ast ekki kröf­ur Evr­ópu­ráðs­ins, Barna­rétt­ar­nefnd­ar SÞ og UNICEF um þverfag­legt mat á aldri og þroska. Tann­lækn­ar munu fá 100 þús­und krón­ur fyr­ir hvern hæl­is­leit­anda sem þeir ald­urs­greina sam­kvæmt drög­um að verk­samn­ingi sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um.

Viðmiðum alþjóðastofnana ekki fylgt í samningi háskólans og Útlendingastofnunar um aldursgreiningar

Háskóli Íslands fær greiddar 236.500 krónur fyrir hverja líkamsrannsókn á hælisleitanda samkvæmt drögum að verksamningi skólans við Útlendingastofnun sem Stundin hefur undir höndum. Tannlæknadeild HÍ er þjónustuveitandi samkvæmt samningnum og munu tveir tannlæknar fá 100 þúsund krónur hvor fyrir hvern hælisleitanda sem er tanngreindur. Gert er ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið staðfesti samninginn og framkvæmd hans verði fjármögnuð „af fjárlagalið 06-399 Hælisleitendur sem er í umsjá ÚTL“. Eru drögin nú í umsagnarferli hjá jafnréttisnefnd og vísindasiðanefnd háskólans.

Í samningnum er ekki gert ráð fyrir fólk með sérþekkingu á andlegum og líkamlegum þroska barna, svo sem barnasálfræðingar og barnalæknar, komi að aldursgreiningunni heldur einungis tannlæknar. Þetta gengur gegn sjónarmiðum sem fjöldi alþjóðastofnana og samtaka hefur viðrað á undanförnum árum, meðal annars Evrópuráðsþingið, barnaréttardeild Evrópuráðsins, barnaréttarnefnd Saminuðu þjóðanna, UNICEF, Rauði krossinn og Stofnun Evrópusambandsins um aðstoð við hælisleitendur. Allir þessir aðilar hafa beint því til ríkja, ýmist í ályktunum, skýrslum eða leiðbeiningarreglum, að við framkvæmd aldursgreiningar skuli byggja á þverfaglegu og fjölbreyttu mati á andlegum og líkamlegum þroska, sjá t.d. hér, hér, hér og hér. Svo virðist sem verksamningsdrög Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands taki ekki mið af slíkum sjónarmiðum.

Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað gagnrýnt þá aðferðafræði sem íslensk útlendingayfirvöld beita við aldursgreiningu. Tanngreiningar á hælisleitendum eru umdeildar, enda eru tannlæknar ósammála um áreiðanleika og vísindalegt gildi slíkra rannsókna. Tannlæknasamtök Bretlands hafa sagt þær „óviðeigandi og ósiðlegar“, þær geti aldrei gefið nákvæmar upplýsingar um aldur og að óverjandi sé að láta ungmenni í viðkvæmri stöðu gangast undir röntgenrannsóknir án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess. Bent hefur verið á að tannþroski fólks virðist frábrugðinn eftir því af hvaða stofni það er og við hvaða aðstæður það elst upp. 

Sú mikla óvissa sem tanngreiningarnar eru undirorpnar hefur þegar valdið barni sem sóttist eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi óþægindum. Stundin fjallaði um málið í fyrra, en þá hafði rúmlega 17 ára drengur verið sendur í tannrannsókn vegna þess að hann hafði framvísað persónuskilríkjum en ekki vegabréfi. Niðurstaða tanngreiningar var sú að drengurinn væri eldri en 18 ára. Það var ekki fyrr en drengurinn hafði fengið foreldra í heimalandi sínu til að senda sér útrunnið vegabréf ásamt fleiri skilríkjum og lögreglan yfirfarið skjölin sem Útlendingastofnun endurmat aldur drengsins. 

Upplýst samþykki barna?

Verksamningur HÍ og ÚTL vekur ýmsar spurningar. Samkvæmt 3. mgr. 26. gr. útlendingalaga skal „ávallt litið svo á við meðferð máls að umsækjandi um alþjóðlega vernd sem segist vera undir lögaldri sé barn þar til annað kemur í ljós með aldursgreiningu eða á annan hátt“. Í vinnureglum Útlendingastofnunar um aldursgreiningar er sérstaklega áréttað að „stofnunin gengur út frá því að viðkomandi sé barn að aldri þar til og ef annað kemur í ljós á síðari stigum málsins“.  

Í 2. gr. draganna að verksamningi um aldursgreiningar milli Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar er sérstaklega tekið fram að tannlæknadeild HÍ skuli tryggja að „starfsfólk framfylgi ákvæðum laga um réttindi sjúklinga nr. 74/1997“. Í 27. gr. þeirra laga segir orðrétt: „Hlífa ber börnum við ónauðsynlegum rannsóknum og aðgerðum“. 

Samkvæmt 22. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði eru aðeins þeir sem eru sjálfráða samkvæmt ákvæðum lögræðislaga, þ.e. ekki börn heldur eldri en 18 ára, hæfir til að samþykkja þátttöku í vísindarannsókn. Vísindarannsóknir á börnum eru einungis heimilar að þröngum skilyrðum uppfylltum – skilyrðum sem ljóst er að ekki eru uppfyllt við líkamsrannsóknir til aldursgreiningar (þetta eru t.d. skilyrði um að forsjáraðili hafi veitt samþykki fyrir rannsókninni og að niðurstaða rannsóknar sé líkleg til að „bæta heilsu þátttakenda“).

Í 1. gr. verksamningsdraga Útlendingastofnunar og Háskóla Íslands kemur fram að rannsókn skuli einungis fara fram „með upplýstu skriflegu samþykki“ hælisleitandans sem á í hlut. Í vísindasiðareglum skólans er sérstaklega fjallað um upplýst samþykki. Þar, rétt eins og í lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, er aðeins gert ráð fyrir að fólk yfir lögræðisaldri sé fullfært um að veita upplýst samþykki.

Rektor segir tanngreiningar valkvæðar

Stundin sendi Jóni Atla Benediktssyni rektor fyrirspurn um samningsgerð Háskóla Íslands við Útlendingastofnun í september. Í svari sínu sagði Jón Atli að aldursgreining á tönnum væri „valkvæð og því óheimilt að þvinga viðkomandi til að gangast undir hana“. Stundin hefur undir höndum staðlaða boðun í tanngreiningu sem Útlendingastofnun hefur notast við. Þar segir meðal annars – aðeins á íslensku – að heimilt sé að neita því að gangast undir aldursgreiningu, en „neiti umsækjandi að gangast undir aldursgreiningu án fullnægjandi ástæðu getur það haft áhrif á trúverðugleika umsækjanda auk þess sem það getur orðið til þess að umsækjandi verði metinn fullorðinn“. Slíkt felur í sér réttindamissi, enda er réttarstaða fylgdarlausra barna undir 18 ára aldri mun sterkari en staða hælisleitenda sem eru eldri en 18 ára. 

Í boðunarbréfinu er tekið fram að synjun á hælisumsókn geti ekki byggt einvörðungu á því að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu. Er hælisleitendum veittur sá möguleiki að haka við eftirfarandi afstöðu: „Ég neita að gangast undir aldursgreiningu á tönnum og geri mér grein fyrir því hvaða afleiðingar það hefur á meðferð máls míns, synjun á umsókn um alþjóðlega vernd getur ekki byggst á því eingöngu að viðkomandi hafi neitað að gangast undir aldursgreiningu.“ Þetta er athyglisvert í ljósi þess að í vísindasiðareglum Háskóla Íslands er lögð áhersla á að rannsakendur skuli forðast neikvæðar afleiðingar fyrir þátttakendur og gæta þess að fólk verði ekki fyrir skaða af þátttöku í rannsókn. Þátttakendur verði að geta tekið afstöðu „án utanaðkomandi þrýstings eða þvingana“ og rannsakendur skuli hafa hugfast að fólk sem tilheyri hópi í erfiðri stöðu sé ekki alltaf fært um að gæta hagsmuna sinna gagnvart rannsakendum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Mest lesið

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
2
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
8
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár