Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Halldór Auðar: Vægðarlaus gagnrýni talin dyggð hjá Pírötum

Fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Pírata seg­ir menn­ing­una inn­an flokks­ins óheil­brigða. Hegð­un sem gangi út á tor­tryggni og hörku sé verð­laun­uð og henni hamp­að.

Halldór Auðar: Vægðarlaus gagnrýni talin dyggð hjá Pírötum
Sprakk í andlitið á Pírötum Óheilbrigð samskipti innan Pírata sköpuðu spennu sem nú hefur sprungið í andlitið á flokksmönnum, segir Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi flokksins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að menningin innnan flokksins gangi út á vægðarlausa gagnrýni, sem sé talin dyggð, og þar megi síst af öllum undanskilja flokksfélaga. Sú menning sé óheilbrigð og nú hafi spennan sem slíkri hegðun óhjákvæmilega fylgi sprungið í andlitið á flokksmeðlimum.

Halldór Auðar Svansson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en hann hafði setið sem borgarfulltrúi Pírata á síðasta kjörtímabili. Halldór Auðar sagði sig úr framkvæmdaráði Pírata í október vegna þeirra væringa sem hafa verið uppi innan flokksins. Uppi hafa verið ásakanir um valdníðslu, einkum vegna þeirrar niðurstöðu úrskurðarnefndar Pírata um að reka beri aðstoðarmann framkvæmdastjóra, Hans Benjamínsson, úr starfi sökum þess að ekki hafi verið rétt staðið að ráðningu hans.

„Hegðun sem gengur út á tortryggni og hörku er verðlaunuð og henni hampað“

Halldór fer í færslu á Facebook yfir það sem hann telur að hafi valdið því hvernig nú er komið fyrir Pírötum. „Niðurstaðan er að rót vandans má rekja til þess að menning flokksins gengur beinlínis út á að vægðarlaus gagnrýni er dyggð, og að þar megi síst af öllum undanskilja flokksfélaga, þar sem við viljum jú ekki vera hræsnarar. Hegðun sem gengur út á tortryggni og hörku er verðlaunuð og henni hampað - á meðan tilburðir til að draga heilbrigð mörk í samskiptum og byggja brýr eru skotnir niður.“

Halldór segir að eðlilega upplifi margir sig sem þolendur í slíku umhverfi. Sumir verði meira fyrir barðinu á því og klíkur myndist. Á endanum tapi hins vegar allir á ástandi sem þessu. „Nú er svo komið að þessi óheilbrigða menning og spennan sem henni fylgir er sprungin í andlitið á fólki og þá er ekkert annað eftir en að kyngja smá stolti og viðurkenna vandann. Verkefnið að mínu mati snýst um að finna jafnvægi milli gagnrýni og samstöðu, notast við þekktar aðferðir sem stjórnunarfræðin kenna okkur um hvernig má byggja upp traust innan hópa, og setja það í forgang að festa í sessi kerfi sem tryggja jafnvægi milli aðhalds og vinnufriðar fólks sem vinnur fyrir flokkinn.“

Halldór segir að hægt hefði verið að vinna að þessum markmiðum í kyrrþey en þó sé í raun allt í lagi að hluti uppgjörsins fari fram á opinberum vettvangi. Í því felist ákveðin, nauðsynleg auðmýking og vonandi verði það lexía fyrir aðra til að læra af. Hann segist ekki vera hættur í Pírötum en þurfi hins vegar að taka sér frí frá því að starfa fyrir flokkinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár