Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir að þjóðir hafi efasemdir um evruna „fyrst og fremst af þjóðernisástæðum“

Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það hvorki til­vilj­un né heimsku að nán­ast all­ar þjóð­ir Evr­ópu kjósi evr­una.

Segir að þjóðir hafi efasemdir um evruna „fyrst og fremst af þjóðernisástæðum“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þjóðir sem hafi efasemdir um evruna hafi slíkar efasemdir fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. 

Þetta kemur fram í grein sem hann birti í Fréttablaðinu í morgun. Þar bendir Ágúst á að krónan hafi orsakað óstöðugleika og kallað á hávaxtastefnu og verðtryggingu. 

„En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum,“ skrifar hann.

Á meðal Evrópuríkja sem ekki hafa tekið upp evru eru nágrannalönd Íslands, t.d. Noregur, Svíþjóð og Bretland en auk þess hefur hinn samevrópski gjaldmiðill orðið æ umdeildari í ríkjum á borð við Grikkland, Spán og Ítalíu sem fóru illa út úr evrukrísunni.

Undanfarin ár hefur fjöldi fræðimanna gagnrýnt evruna – myntsamstarfið og þau lögmál sem það lýtur – á efnahagslegum forsendum og varað við því að evran geti grafið undan efnahagsuppbyggingu í Evrópu og samvinnu Evrópuþjóða. Má í þessu samhengi nefna bækur á borð við The Euro: And its Threat to the Future of Europe eftir hagfræðinginn Joseph Stiglitz og hina nýútkomnu EuroTragedy: A Drama in Nine Acts eftir Ashoka Mody, hagfræðing sem var yfir sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Írlandi eftir alþjóðlega fjármálahrunið. 

„Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu,“ skrifar Ágúst. „Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað.“

Fullyrðing Ágústs um atvinnuleysi er ónákvæm og í raun misvísandi. Samkvæmt nýjustu atvinnuleysistölum Eurostat bjó ekkert evruríki við minna atvinnuleysi en Ísland í ágúst og í langflestum evruríkjunum er atvinnuleysi talsvert meira en hér. Þetta á meðal annars við Finnland, eina Norðurlandaríkið  sem hefur tekið upp evruna, en þar er atvinnuleysi 7,6 prósent. Atvinnuleysi í öllu Evrópusambandinu er rúmlega tvöfalt meira en atvinnuleysið á Íslandi og í „evrulandi“ er atvinnuleysi nú 8,1 prósent. 

Ágúst bendir á að gengisveiking undanfarinna vikna bitni á lífskjörum almennings en gagnist fyrirtækjum. „Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu,“ skrifar hann. „Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi.“

Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að Tékkland væri eina evruríkið þar sem atvinnuleysi hefði verið minna en á Íslandi í ágúst. Hið rétta er að Tékkland er eina Evrópusambandsríkið í þessum sporum en notast ekki við evru. Þannig býr ekkert evruríki við minna atvinnuleysi en Íslendingar. Fréttin hefur verið lagfærð með hliðsjón af þessu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár