Segir að þjóðir hafi efasemdir um evruna „fyrst og fremst af þjóðernisástæðum“

Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það hvorki til­vilj­un né heimsku að nán­ast all­ar þjóð­ir Evr­ópu kjósi evr­una.

Segir að þjóðir hafi efasemdir um evruna „fyrst og fremst af þjóðernisástæðum“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þjóðir sem hafi efasemdir um evruna hafi slíkar efasemdir fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. 

Þetta kemur fram í grein sem hann birti í Fréttablaðinu í morgun. Þar bendir Ágúst á að krónan hafi orsakað óstöðugleika og kallað á hávaxtastefnu og verðtryggingu. 

„En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum,“ skrifar hann.

Á meðal Evrópuríkja sem ekki hafa tekið upp evru eru nágrannalönd Íslands, t.d. Noregur, Svíþjóð og Bretland en auk þess hefur hinn samevrópski gjaldmiðill orðið æ umdeildari í ríkjum á borð við Grikkland, Spán og Ítalíu sem fóru illa út úr evrukrísunni.

Undanfarin ár hefur fjöldi fræðimanna gagnrýnt evruna – myntsamstarfið og þau lögmál sem það lýtur – á efnahagslegum forsendum og varað við því að evran geti grafið undan efnahagsuppbyggingu í Evrópu og samvinnu Evrópuþjóða. Má í þessu samhengi nefna bækur á borð við The Euro: And its Threat to the Future of Europe eftir hagfræðinginn Joseph Stiglitz og hina nýútkomnu EuroTragedy: A Drama in Nine Acts eftir Ashoka Mody, hagfræðing sem var yfir sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Írlandi eftir alþjóðlega fjármálahrunið. 

„Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu,“ skrifar Ágúst. „Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað.“

Fullyrðing Ágústs um atvinnuleysi er ónákvæm og í raun misvísandi. Samkvæmt nýjustu atvinnuleysistölum Eurostat bjó ekkert evruríki við minna atvinnuleysi en Ísland í ágúst og í langflestum evruríkjunum er atvinnuleysi talsvert meira en hér. Þetta á meðal annars við Finnland, eina Norðurlandaríkið  sem hefur tekið upp evruna, en þar er atvinnuleysi 7,6 prósent. Atvinnuleysi í öllu Evrópusambandinu er rúmlega tvöfalt meira en atvinnuleysið á Íslandi og í „evrulandi“ er atvinnuleysi nú 8,1 prósent. 

Ágúst bendir á að gengisveiking undanfarinna vikna bitni á lífskjörum almennings en gagnist fyrirtækjum. „Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu,“ skrifar hann. „Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi.“

Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að Tékkland væri eina evruríkið þar sem atvinnuleysi hefði verið minna en á Íslandi í ágúst. Hið rétta er að Tékkland er eina Evrópusambandsríkið í þessum sporum en notast ekki við evru. Þannig býr ekkert evruríki við minna atvinnuleysi en Íslendingar. Fréttin hefur verið lagfærð með hliðsjón af þessu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár