Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir að þjóðir hafi efasemdir um evruna „fyrst og fremst af þjóðernisástæðum“

Ág­úst Ólaf­ur Ág­ústs­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það hvorki til­vilj­un né heimsku að nán­ast all­ar þjóð­ir Evr­ópu kjósi evr­una.

Segir að þjóðir hafi efasemdir um evruna „fyrst og fremst af þjóðernisástæðum“

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að þjóðir sem hafi efasemdir um evruna hafi slíkar efasemdir fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. 

Þetta kemur fram í grein sem hann birti í Fréttablaðinu í morgun. Þar bendir Ágúst á að krónan hafi orsakað óstöðugleika og kallað á hávaxtastefnu og verðtryggingu. 

„En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum,“ skrifar hann.

Á meðal Evrópuríkja sem ekki hafa tekið upp evru eru nágrannalönd Íslands, t.d. Noregur, Svíþjóð og Bretland en auk þess hefur hinn samevrópski gjaldmiðill orðið æ umdeildari í ríkjum á borð við Grikkland, Spán og Ítalíu sem fóru illa út úr evrukrísunni.

Undanfarin ár hefur fjöldi fræðimanna gagnrýnt evruna – myntsamstarfið og þau lögmál sem það lýtur – á efnahagslegum forsendum og varað við því að evran geti grafið undan efnahagsuppbyggingu í Evrópu og samvinnu Evrópuþjóða. Má í þessu samhengi nefna bækur á borð við The Euro: And its Threat to the Future of Europe eftir hagfræðinginn Joseph Stiglitz og hina nýútkomnu EuroTragedy: A Drama in Nine Acts eftir Ashoka Mody, hagfræðing sem var yfir sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Írlandi eftir alþjóðlega fjármálahrunið. 

„Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu,“ skrifar Ágúst. „Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað.“

Fullyrðing Ágústs um atvinnuleysi er ónákvæm og í raun misvísandi. Samkvæmt nýjustu atvinnuleysistölum Eurostat bjó ekkert evruríki við minna atvinnuleysi en Ísland í ágúst og í langflestum evruríkjunum er atvinnuleysi talsvert meira en hér. Þetta á meðal annars við Finnland, eina Norðurlandaríkið  sem hefur tekið upp evruna, en þar er atvinnuleysi 7,6 prósent. Atvinnuleysi í öllu Evrópusambandinu er rúmlega tvöfalt meira en atvinnuleysið á Íslandi og í „evrulandi“ er atvinnuleysi nú 8,1 prósent. 

Ágúst bendir á að gengisveiking undanfarinna vikna bitni á lífskjörum almennings en gagnist fyrirtækjum. „Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu,“ skrifar hann. „Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi.“

Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að Tékkland væri eina evruríkið þar sem atvinnuleysi hefði verið minna en á Íslandi í ágúst. Hið rétta er að Tékkland er eina Evrópusambandsríkið í þessum sporum en notast ekki við evru. Þannig býr ekkert evruríki við minna atvinnuleysi en Íslendingar. Fréttin hefur verið lagfærð með hliðsjón af þessu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu