Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Telur „svívirðilegt“ að rýmka réttinn til fóstureyðinga

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, hef­ur áhyggj­ur af frum­varpi Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra þar sem gert er ráð fyr­ir, í sam­ræmi við til­lög­ur ljós­mæðra og fæð­ing­ar­lækna, að þung­un­ar­rof verði al­mennt leyft fram að 22. viku með­göngu.

Telur „svívirðilegt“ að rýmka réttinn til fóstureyðinga

„Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt.“ 

Þetta er haft eftir Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Tilefnið er fyrirhugað frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til heildarlaga um þungunarrof þar sem gert er ráð fyrir, í samræmi við tillögur ljósmæðra og fæðingarlækna, að þungunarrof verði leyft fram að 22. viku meðgöngu. Áður hafði fagfólk gagnrýnt frumvarpsdrög þar sem lagt var til að þungunarrof yrði almennt aðeins heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“

„Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga í Fréttablaðinu sem tekur þó fram að hún vilji leyfa þungunarrof fyrr í sérstökum tilvikum, t.d. þegar líkur eru á að fóstur sé fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu.

Eins og Stundin greindi frá í síðustu viku hafa níu karlar og ein kona á Alþingi lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, þar sem mælt er fyrir um að kona sem gefur barn sitt til ættleiðingar við fæðingu þess fái greiddan fæðingarstyrk að upphæð 135.525 þúsund krónur á mánuði í sex mánuði.

Flutningsmenn eru úr Miðflokknum, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokknum en í greinargerð frumvarpsins kemur fram að fóstureyðing sé erfið og í mörgum tilfellum þungbær ákvörðun fyrir konur. „Tilgangur þessa frumvarps er að styðja konur sem taka ákvörðun um að gefa barn sitt til ættleiðingar við fæðingu, en þær hafa hingað til ekki notið sérstakrar aðstoðar af hálfu hins opinbera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár