Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ekki nýmæli að dæmdar séu skaðabætur vegna lögbrota við stöðuveitingu

Þrjár sjálf­stæð­is­kon­ur hafa furð­að sig á dómi Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur und­an­farna daga þar sem um­sækj­end­um um dóm­ara­embætti voru dæmd­ar skaða­bæt­ur.

Ekki nýmæli að dæmdar séu skaðabætur vegna lögbrota við stöðuveitingu

S

igríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, varaþingkona sama flokks, hafa fullyrt undanfarna daga að það sé nýmæli að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að manneskja eigi rétt á skaðabótum fyrir að hafa ekki fengið starf.  

„Það er nýmæli að hér sé verið að dæma mönnum skaðabætur fyrir að fá ekki starf sem þeir hafa sóst eftir,“ sagði Sigríður Andersen í Kastljósi á fimmtudag. „Þarna eru dómstólar í fyrsta sinn að dæma skaðabætur fyrir mann sem fékk ekki starf sem hann á ekki rétt á samkvæmt lögum,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum RÚV sama dag. Loks sagði Hildur Sverrisdóttir í Vikulokunum á Rás 1 um helgina: „Það er ótrúlega áhugavert – og við vitum náttúrlega ekki hvort þessu verður áfrýjað og hvað gerist þá á efra dómstigi – að í fyrsta skipti sé verið að gefa skaðabætur fyrir að fá ekki starf sem þú átt ekki rétt á samkvæmt lögum. Það er mjög sérstakt.“ 

Í dómaframkvæmd undanfarinna ára er þó að finna bein dæmi um að viðurkennd sé bótaskylda vegna fjártjóns sem fólk varð fyrir vegna þess að gengið var framhjá því við ráðningu í störf. Þann 3. júní 2004 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Neyðarlínan hefði brotið jafnréttislög þegar gengið var fram hjá konu við ráðningu og þannig bakað henni fjártjón. Fyrir vikið bæri Neyðarlínunni að greiða konunni skaðabætur upp á 1,1 milljón króna. Sams konar dómur var kveðinn upp rúmum tveimur árum síðar, þann 16. nóvember 2006. Þá féllst Hæstiréttur á að Þjóðkirkjan væri skaðabótaskyld eftir að hafa gengið fram hjá konu með ólögmætum hætti og brotið jafnréttislög við skipun í embætti sendiráðsprests í London. 

„Mjög sérstakt“

Í Vikulokunum á laugardag furðaði Hildur Sverrisdóttir, varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, sig á því að héraðsdómur hefði viðurkennt skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart umsækjendunum um stöðu Landsréttardómara. „Það er mjög sérstakt, sérstaklega í ljósi þess að það hefur áður gerst að það fer fyrir dóm, t.d. einn sem ég hef í huga varðandi hjúkrunarfræðing sem fékk ekki starf og það var algerlega ljóst að í því ferli var ekki sótt nægilegra gagna og eitthvað slíkt, en niðurstaðan var samt látin standa og viðkomandi fékk ekki skaðabætur en núna í fyrsta skipti þegar dómari á í hlut eru veittar skaðabætur og ég held það verði mjög áhugavert að sjá hvað gerist með það.“

Þarna vísar Hildur væntanlega til dóms frá 2002 þar sem tekist var á um hvort heilbrigðisstofnun hefði bakað sér skaðabótaskyldu þegar hjúkrunarráð stofnunarinnar lét undir höfuð leggjast að óska eftir viðeigandi gögnum vegna eins umsækjanda um stöðu hjúkrunarforstjóra og taka fullnægjandi afstöðu til umsóknarinnar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að stofnunin hefði sýnt fram á fyrir dómi að byggt hefði verið á málefnalegum sjónarmiðum og nægilegar líkur leiddar að því að gagnaöflun og umsögn hjúkrunarráðs hefði ekki leitt til annarrar niðurstöðu en þeirrar sem varð ofan á. Í ljósi þess var skaðabótakröfunni og miskabótakröfunni hafnað. 

Skilyrði bótaskyldu uppfyllt í málum Eiríks og Jóns

Í nýlegum dómum Héraðsdóms Reykjavíkur vegna lögbrota við skipun dómara í Landsrétt er bent á að almennt leiði annmarkar á málsmeðferð og undirbúningi stjórnvaldsákvörðunar um veitingu embættis ekki einir og sér til bótaábyrgðar gagnvart þeim sem fær ekki slíkt embætti. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafi það hins vegar verið talið „forsenda fyrir bótaskyldu stefnda við slíkar aðstæður að sá sem sækir um opinbert embætti sýni fram á að lögmæt meðferð málsins og forsvaranlegt mat á umsókn og samanburður á hæfni hans og annarra umsækjenda hefði leitt til þess að hann hefði hlotið embættið“. Í þessu samhengi er vísað til dóma Hæstaréttar Íslands frá 19. september 2002 í máli nr. 90/2002, frá 14. apríl 2011 í máli nr. 412/2010 og frá 7. júní 2018 í máli nr. 578/2017.

Héraðsdómur taldi þetta ofangreinda skilyrði uppfyllt í málum Eiríks Jónssonar og Jóns Höskuldssonar, umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara í Landsrétt. „Með vísan til þessara atriða verður að telja að stefnandi hafi leitt nægilega sterkar líkur að því að lögmæt meðferð málsins og forsvaranlegt mat á umsókn og samanburður á hæfni hans og annarra umsækjenda hefði leitt til þess að hann hefði verið skipaður dómari við Landsrétt. Er því fallist á málsástæðu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda vegna þess fjárhagslega tjóns sem hann varð fyrir vegna ákvörðunar ráðherra,“ segir í báðum dómunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár