Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Galbraith segir fráleitt fyrir Íslendinga að taka upp evruna

„Ég mæli ekki með því að neitt ríki gangi í Evr­ópu­sam­band­ið og hlíti fjár­mála­regl­um þess,“ sagði James K. Gal­braith hag­fræði­pró­fess­or í Silfr­inu í dag.

Galbraith segir fráleitt fyrir Íslendinga að taka upp evruna

„N

ei auðvitað ekki,“ sagði hagfræðingurinn James K. Galbraith, aðspurður hvort Íslendingar ættu að taka upp evruna í Silfrinu í dag. „Ég sé enga ástæðu til þess. Íslendingar búa við lífvænlegan efnahag og nothæfan gjaldmiðil. Hvers vegna að láta það frá sér? Bretar tóku ekki upp evru, og það hafði í för með sér mikinn ávinning fyrir þá. Nú eru þeir í vandræðum vegna tilrauna til að ganga alfarið úr Evrópusambandinu, en það að halda sig utan evrusvæðisins var klárlega réttur leikur hjá Bretum.“ 

James K. Galbraith, hagfræðiprófessor við Texas-háskóla í Bandaríkjunum og þekktur pistlahöfundur, var aðalviðmælandi Silfursins í dag og fjallaði meðal annars um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum, alþjóðavæðinguna, fjármálahrunið og Evrópusambandið.

Galbraith varaði við því að Íslendingar gengju í Evrópusambandið og beygðu sig undir fjármálareglur þess. „Jafnvel ef við lítum Skandinavíu, þá er aðeins eitt ríki með evru og það hefur búið við minni hagvöxt en hin ríkin,“ sagði hann og vísaði þar til Finnlands. 

Krónan hefur veikst umtalsvert gagnvart helstu viðskiptamyntum undanfarna mánuði. Nýlega létu samtökin Já Ísland framkvæma skoðanakönnun á viðhorfum Íslendinga til krónunnar, Evrópusambandsins og upptöku evru. Niðurstaðan var sú að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu færi vaxandi. 43 prósent sögðust fylgjandi aðild að sambandinu en 57 prósent á móti. Þá vildu 46 prósent aðspurðra taka upp evru en aðeins 36 prósent voru mótfallnir því. 

Samfylkingin og Viðreisn tala eindregið fyrir upptöku evru þessa dagana og hefur Samfylkingin t.d. framleitt myndband þar sem hvatt er til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í viðtali á Bylgjunni í dag að íslenskir stjórnmálamenn væru með „hausinn í sandinum“ yfir þeim kostnaði sem heimili og fyrirtæki þyrftu að bera vegna krónunnar.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Flytjum fjöll
4
Aðsent

Sigrún Guðmundsdóttir

Flytj­um fjöll

Sterk­ar lík­ur eru á því að heilu fjöll­in verði flutt úr landi í ná­inni fram­tíð, skrif­ar Sigrún Guð­munds­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Hvernig það er gert hef­ur áhrif á þjóð­ar­bú­ið til góðs eða vansa. Mik­il­vægt er að draga veru­lega úr kol­díoxí­ð­los­un. Góð leið til þess í bygg­ingar­iðn­aði, er að þróa, og síð­an nota nýja teg­und sements.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
6
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár