Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Galbraith segir fráleitt fyrir Íslendinga að taka upp evruna

„Ég mæli ekki með því að neitt ríki gangi í Evr­ópu­sam­band­ið og hlíti fjár­mála­regl­um þess,“ sagði James K. Gal­braith hag­fræði­pró­fess­or í Silfr­inu í dag.

Galbraith segir fráleitt fyrir Íslendinga að taka upp evruna

„N

ei auðvitað ekki,“ sagði hagfræðingurinn James K. Galbraith, aðspurður hvort Íslendingar ættu að taka upp evruna í Silfrinu í dag. „Ég sé enga ástæðu til þess. Íslendingar búa við lífvænlegan efnahag og nothæfan gjaldmiðil. Hvers vegna að láta það frá sér? Bretar tóku ekki upp evru, og það hafði í för með sér mikinn ávinning fyrir þá. Nú eru þeir í vandræðum vegna tilrauna til að ganga alfarið úr Evrópusambandinu, en það að halda sig utan evrusvæðisins var klárlega réttur leikur hjá Bretum.“ 

James K. Galbraith, hagfræðiprófessor við Texas-háskóla í Bandaríkjunum og þekktur pistlahöfundur, var aðalviðmælandi Silfursins í dag og fjallaði meðal annars um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum, alþjóðavæðinguna, fjármálahrunið og Evrópusambandið.

Galbraith varaði við því að Íslendingar gengju í Evrópusambandið og beygðu sig undir fjármálareglur þess. „Jafnvel ef við lítum Skandinavíu, þá er aðeins eitt ríki með evru og það hefur búið við minni hagvöxt en hin ríkin,“ sagði hann og vísaði þar til Finnlands. 

Krónan hefur veikst umtalsvert gagnvart helstu viðskiptamyntum undanfarna mánuði. Nýlega létu samtökin Já Ísland framkvæma skoðanakönnun á viðhorfum Íslendinga til krónunnar, Evrópusambandsins og upptöku evru. Niðurstaðan var sú að stuðningur við aðild að Evrópusambandinu færi vaxandi. 43 prósent sögðust fylgjandi aðild að sambandinu en 57 prósent á móti. Þá vildu 46 prósent aðspurðra taka upp evru en aðeins 36 prósent voru mótfallnir því. 

Samfylkingin og Viðreisn tala eindregið fyrir upptöku evru þessa dagana og hefur Samfylkingin t.d. framleitt myndband þar sem hvatt er til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þá sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í viðtali á Bylgjunni í dag að íslenskir stjórnmálamenn væru með „hausinn í sandinum“ yfir þeim kostnaði sem heimili og fyrirtæki þyrftu að bera vegna krónunnar.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár