Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útgefandi Fréttablaðsins gagnrýnir meðferð saksóknara og fjölmiðla á Jóni Ásgeiri

Krist­ín Þor­steins­dótt­ir kvart­ar yf­ir kostn­að­in­um af rann­sókn­um sér­staks sak­sókn­ara og tel­ur ákæru­vald­ið og fjöl­miðla hafa far­ið of geyst.

Útgefandi Fréttablaðsins gagnrýnir meðferð saksóknara og fjölmiðla á Jóni Ásgeiri
Eigandi Fréttablaðsins og eiginmaður hennar Ingibjörg Pálmadóttir er aðaleigandi Fréttablaðsins, en Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, er fyrrverandi eigandi. Mynd: Pressphotos

Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi og leiðarahöfundur Fréttablaðsins, gagnrýnir Morgunblaðið og RÚV fyrir að fjalla of mikið um Aurum-málið og veltir því upp hvort kappið hafi borið skynsemina ofurliði í rannsóknum og ákærum gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum. Þá finnur hún að því hve miklum fjármunum hefur verið varið til sérstaks saksóknara og reksturs dómsmála sem tengjast hruninu og veltir því fyrir sér hvort dómarar á Íslandi hafi „fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu“. 

Þetta kemur fram í leiðara Kristínar í helgarblaði Fréttablaðsins, blaðs sem er nær alfarið í eigu félaga Ingibjargar S. Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Jón Ásgeir og fleiri sakborningar í Aurum-málinu voru sýknaðir í Landsrétti í síðustu viku, en fyrst var ákært í málinu árið 2012. 

„Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir,“ skrifar Kristín. „Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja.“

„Sætt rannsóknum sleitulaust“

Þá víkur Kristín sérstaklega að þeirri meðferð sem Jón Ásgeir hefur sætt. „Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir.“

Hún bendir á að starfsemi sérstaks saksóknara „kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015“ en segir þá ótalinn þann kostnað sem felist í því að „ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála“.

Dómstólar gagnrýndir og lögreglumenn nafngreindir

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristín viðrar sjónarmið í þessum anda. Áður en Kristín tók við starfi útgefanda og aðalritstjóra 365 og síðar Fréttablaðsins höfðu harðorð pistlaskrif hennar til varnar svokölluðum útrásarvíkingum og sakborningum í hrunmálum vakið athygli. Þá hafði hún gagnrýnt Evu Joly harðlega og varað við „fúski“ saksóknara og yfirvofandi réttarmorðum dómstóla.

„Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru,“ skrifaði Kristín í febrúar 2012. Þann 4. apríl 2016 birtist svo leiðari eftir Kristínu í Fréttablaðinu þar sem hún gagnrýndi Hæstarétt harðlega vegna niðurstöðu í máli er varðaði Jón Ásgeir Jóhannesson. Niðurlag leiðarans var svohljóðandi: „Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Í sama mánuðinum var föstum vikulegum dálki Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar kippt út úr Fréttablaðinu svo koma mætti fyrir pistli eftir Jón Ásgeir. Í pistlinum sakaði Jón Ásgeir sérstakan saksóknara um ósannindi og Hæstarétt um að spila með. Ári áður hafði Jón Ásgeir fengið birta grein í blaðinu þar sem hann bar þungar sakir á lögreglumenn og nafngreindi þá sérstaklega. 

Leiðaranum sem Kristín Þorsteinsdóttir birtir í dag lýkur með þessum orðum: „Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn?“

Sagði forstjóra Glitnis fyrir verkum

Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið ákærður í tengslum við efnahagsbrotamál á þeim forsendum að hann hafi verið „skuggastjórnandi“ Glitnis, þar sem margvísleg brot hafi verið framin. Þannig kvartaði Lárus Welding, forstjóri Glitnis, undan því að Jón Ásgeir kæmi fram við hann fremur eins og „útibússtjóra“ en forstjóra. „Þetta eru málin nenni ekki að bögga ykkur á hverjum degi með þessu enda ætlast ég til að CEO þessara félaga vinni sín mál ef við komum þessum málum frá er borðið mitt hreint. Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB (Glitnis),“ sagði Jón Ásgeir í einum tölvupóstanna til Lárusar.

„Annars er kannski best að ég verði starfandi stjórnarformaður GLB“

Í einum tölvupóstinum segir Einar Örn Ólafsson, þá yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, við Lárus Welding að Jón Ásgeir setji hann í slæma stöðu. „Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 en ekki 4,0 o.s.frv. En ég geri allt sem þú segir mér að gera. kv. Einar“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár