Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Áralöng afneitun Sigríðar Andersen á kynbundnum launamun

Sig­ríð­ur And­er­sen hef­ur hald­ið því fram í á ann­an ára­tug að mæl­ing­ar á launamun kynj­anna segi ekk­ert um kyn­bund­ið mis­rétti. Launamun­ur­inn mæl­ist frá 4,5–28% eft­ir að­ferð­ar­fræði en mæl­ing­ar sýna þró­un til hins betra und­an­far­inn ára­tug.

Áralöng afneitun Sigríðar Andersen á kynbundnum launamun
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra hefur dregið kynbundinn launamun í efa frá því áður en hún steig á svið stjórnmálanna. Mynd: Haraldur Gudjonsson/hag

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vakti ólgu í vikunni vegna yfirlýsinga sinna um kynbundinn launamun. Í Facebook-færslu sinni á kvennafrídaginn sagði hún að 5% tölfræðilega marktækur launamunur kynjanna væri ekki vísbending um kynbundið misrétti. Stigu aðstandendur Kvennafrís og þingmenn fram til að mótmæla orðum hennar.

„Þessi kynbundni munur gefur þó ekki tilefni til að álykta nokkuð um kynbundið misrétti,“ skrifaði Sigríður. „Launakannanir eru of takmarkaðar í eðli sínu til þess að slá nokkru föstu um það.“

Sigríður hefur haldið þessari skoðun fram opinberlega í á annan áratug, þrátt fyrir að launamunurinn hafi breyst ár frá ári. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur  „óleiðréttur“ launamunur kynjanna, sem sýnir mismuninn á meðaltali atvinnutekna og tímakaupi karla og kvenna, lækkað um rúman fimmtung frá 2008 til 2016, eða úr 20,5% í 16,1%. Í samanburði OECD frá 2014 er Ísland rétt við meðaltal Evrópusambandsríkja hvað varðar launamun kynjanna og stendur aftar en til dæmis Svíþjóð og Danmörk. Séu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jafnréttismál

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.
Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum
ViðtalJafnréttismál

Ekki fræði­leg­ur mögu­leiki að manna vakt­ina með karl­mönn­um

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár