Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vakti ólgu í vikunni vegna yfirlýsinga sinna um kynbundinn launamun. Í Facebook-færslu sinni á kvennafrídaginn sagði hún að 5% tölfræðilega marktækur launamunur kynjanna væri ekki vísbending um kynbundið misrétti. Stigu aðstandendur Kvennafrís og þingmenn fram til að mótmæla orðum hennar.
„Þessi kynbundni munur gefur þó ekki tilefni til að álykta nokkuð um kynbundið misrétti,“ skrifaði Sigríður. „Launakannanir eru of takmarkaðar í eðli sínu til þess að slá nokkru föstu um það.“
Sigríður hefur haldið þessari skoðun fram opinberlega í á annan áratug, þrátt fyrir að launamunurinn hafi breyst ár frá ári. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur „óleiðréttur“ launamunur kynjanna, sem sýnir mismuninn á meðaltali atvinnutekna og tímakaupi karla og kvenna, lækkað um rúman fimmtung frá 2008 til 2016, eða úr 20,5% í 16,1%. Í samanburði OECD frá 2014 er Ísland rétt við meðaltal Evrópusambandsríkja hvað varðar launamun kynjanna og stendur aftar en til dæmis Svíþjóð og Danmörk. Séu …
Athugasemdir