Guide to Iceland er stórlax í bókunargeiranum og hefur grætt gífurlega af ferðamannasprengjunni á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað 2012 og var hagnaður af því 676 milljónir króna í fyrra, sem er ævintýraleg aukning frá 178 milljónum 2016. Fyrirtækið fékk verðlaun frá endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte fyrir örasta vöxt íslensks fyrirtækis frá 2013–2016, en vöxtur Guide to Iceland var 30.314% á þessu tímabili. Fyrirtækið næst á eftir því var aðeins með 440% vöxt á sama tímabili.
Eigendur Guide to Iceland greiddu sér 600 milljónir króna í arð eftir velgengni 2017, en einrómur er frá fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins að stærsti eigandi þess, Ingólfur Abraham Shahin, sem á 55,3% fyrirtækisins fer með völd sín eins og einræðisherra. Lykilstarfsmaður í þróun útgáfu vefblaðsins Guide to Iceland Now (GTIN) sem er enn skráður sem aðalritstjóri vefsins stígur fram og segir sögu sína af hræðslu við aðaleigandann, Ingólf, sem hún segir að hafi ítrekað öskrað á …
Athugasemdir