Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Hann er búinn að henda mér úr landi“

Starfs­fólk lýs­ir reiði­köst­um og slæmri fram­komu eig­anda Gui­de to Ice­land, sem er eitt helsta sprota­fyr­ir­tæki lands­ins. Meg Matich var rek­in úr starfi sem rit­stjóri vef­blaðs­ins Gui­de to Ice­land Now af eig­and­an­um þeg­ar hún nýtti ekki frí­tíma sinn í að skrifa frétt­ir fyr­ir fyr­ir­tæk­ið.

Guide to Iceland er stórlax í bókunargeiranum og hefur grætt gífurlega af ferðamannasprengjunni á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað 2012 og var hagnaður af því 676 milljónir króna í fyrra, sem er ævintýraleg aukning frá 178 milljónum 2016. Fyrirtækið fékk verðlaun frá endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte fyrir örasta vöxt íslensks fyrirtækis frá 2013–2016, en vöxtur Guide to Iceland var 30.314% á þessu tímabili. Fyrirtækið næst á eftir því var aðeins með 440% vöxt á sama tímabili.

Eigendur Guide to Iceland greiddu sér 600 milljónir króna í arð eftir velgengni 2017, en einrómur er frá fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins að stærsti eigandi þess, Ingólfur Abraham Shahin, sem á 55,3% fyrirtækisins fer með völd sín eins og einræðisherra. Lykilstarfsmaður í þróun útgáfu vefblaðsins Guide to Iceland Now (GTIN) sem er enn skráður sem aðalritstjóri vefsins stígur fram og segir sögu sína af hræðslu við aðaleigandann, Ingólf, sem hún segir að hafi ítrekað öskrað á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár