Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Faxaflóahafnir ekki fengið upplýsingar um hvort herskip beri kjarnavopn

Öll sveit­ar­fé­lög­in sem að hafna­sam­lag­inu standa hafa lýst því að þau séu frið­lýst fyr­ir kjarn­orku­vopn­um. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir eng­in kjarna­vopn um borð í skip­un­um og vís­ar í þjóðarör­ygg­is­stefnu.

Faxaflóahafnir ekki fengið upplýsingar um hvort herskip beri kjarnavopn
Þyrluflugmóðurskipið Iwo Jima Herskipið er eitt þeirra skipa sem komin eru hingað til lands vegna heræfinganna. Mynd: Wikipedia

Faxaflóahafnir hafa ekki upplýsingar um hvort herskipin sem hingað til lands eru komin í tilefni af varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins beri kjarnavopn eða ekki. Það er þrátt fyrir að öll sveitarfélögin fimm sem standa að sameignarfélaginu hafi lýst því yfir að þau séu kjarnorkuvopnalaus svæði og friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að þar á bæ hafi menn engin úrræði til að meina skipum að koma til hafnar á slíkum forsendum; slíkt sé á hendi utanríkisráðuneytisins. Hjá utanríkisráðuneytinu fást þær upplýsingar að umrædd skip séu ekki búin kjarnavopnum.

Níu herskip koma hingað til lands vegna varnaræfingar Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018. Skipin komu hingað til lands í gær og í dag og munu þau liggja við Sundahöfn og Gömul höfnina fram á sunnudag.

Öll sveitarfélögin sem eiga Faxaflóahafnir, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Borgarbyggð, hafa lýst því að þau séu kjarnorkuvopnalaus svæði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við Stundina að Faxaflóahafnir hafi ekki fengið upplýsingar um hvort umrædd herskip beri kjarnavopn né hafi verið kallað eftir þeim upplýsingum. „Það er utanríkisráðuneytið sem að gengur úr skugga um að þetta séu skip sem ekki stafi einhver sérstakur háski af.“

Spurður hvort Faxaflóahafnir fái sérstaklega upplýsingar frá ráðuneytinu um hvort skipin séu kjarnorkuvopnalaus svarar Gísli: „Ekki sérstaklega. Það á við um þessi skip, sem og önnur skip, að við höfum ekki sérstakar upplýsingar um farm eða annan búnað,“ segir Gísli og segir jafnframt að það sé ekki á valdi Faxaflóahafna að banna skipum að koma í hafnir félagsins nema því aðeins að fá flöggun um það frá öðrum aðilum.

Utanríkisráðuneytið svaraði fyrirspurn Stundarinnar um það hvort herskipin bæru kjarnavopn með eftirfarandi hætti: „Engin kjarnavopn eru um borð í þeim skipum sem hafa viðkomu á Íslandi vegna þátttöku í varnaræfingunni Trident Juncture 2018. Fyrir liggur samkvæmt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, sem samþykkt var á Alþingi árið 2016, að Ísland og íslensk landhelgi eru friðlýst fyrir kjarnavopnum að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga. Þátttökuríki í Trident Juncture eru mjög meðvituð um þá stefnu stjórnvalda og virða hana, auk þess sem þættir varnaræfingarinnar hér við land kalla á engan hátt á viðveru slíkra vopna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár