Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Faxaflóahafnir ekki fengið upplýsingar um hvort herskip beri kjarnavopn

Öll sveit­ar­fé­lög­in sem að hafna­sam­lag­inu standa hafa lýst því að þau séu frið­lýst fyr­ir kjarn­orku­vopn­um. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir eng­in kjarna­vopn um borð í skip­un­um og vís­ar í þjóðarör­ygg­is­stefnu.

Faxaflóahafnir ekki fengið upplýsingar um hvort herskip beri kjarnavopn
Þyrluflugmóðurskipið Iwo Jima Herskipið er eitt þeirra skipa sem komin eru hingað til lands vegna heræfinganna. Mynd: Wikipedia

Faxaflóahafnir hafa ekki upplýsingar um hvort herskipin sem hingað til lands eru komin í tilefni af varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins beri kjarnavopn eða ekki. Það er þrátt fyrir að öll sveitarfélögin fimm sem standa að sameignarfélaginu hafi lýst því yfir að þau séu kjarnorkuvopnalaus svæði og friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að þar á bæ hafi menn engin úrræði til að meina skipum að koma til hafnar á slíkum forsendum; slíkt sé á hendi utanríkisráðuneytisins. Hjá utanríkisráðuneytinu fást þær upplýsingar að umrædd skip séu ekki búin kjarnavopnum.

Níu herskip koma hingað til lands vegna varnaræfingar Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018. Skipin komu hingað til lands í gær og í dag og munu þau liggja við Sundahöfn og Gömul höfnina fram á sunnudag.

Öll sveitarfélögin sem eiga Faxaflóahafnir, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Borgarbyggð, hafa lýst því að þau séu kjarnorkuvopnalaus svæði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir í samtali við Stundina að Faxaflóahafnir hafi ekki fengið upplýsingar um hvort umrædd herskip beri kjarnavopn né hafi verið kallað eftir þeim upplýsingum. „Það er utanríkisráðuneytið sem að gengur úr skugga um að þetta séu skip sem ekki stafi einhver sérstakur háski af.“

Spurður hvort Faxaflóahafnir fái sérstaklega upplýsingar frá ráðuneytinu um hvort skipin séu kjarnorkuvopnalaus svarar Gísli: „Ekki sérstaklega. Það á við um þessi skip, sem og önnur skip, að við höfum ekki sérstakar upplýsingar um farm eða annan búnað,“ segir Gísli og segir jafnframt að það sé ekki á valdi Faxaflóahafna að banna skipum að koma í hafnir félagsins nema því aðeins að fá flöggun um það frá öðrum aðilum.

Utanríkisráðuneytið svaraði fyrirspurn Stundarinnar um það hvort herskipin bæru kjarnavopn með eftirfarandi hætti: „Engin kjarnavopn eru um borð í þeim skipum sem hafa viðkomu á Íslandi vegna þátttöku í varnaræfingunni Trident Juncture 2018. Fyrir liggur samkvæmt þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, sem samþykkt var á Alþingi árið 2016, að Ísland og íslensk landhelgi eru friðlýst fyrir kjarnavopnum að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga. Þátttökuríki í Trident Juncture eru mjög meðvituð um þá stefnu stjórnvalda og virða hana, auk þess sem þættir varnaræfingarinnar hér við land kalla á engan hátt á viðveru slíkra vopna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár