Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Síðasti keisarinn: Heimsókn til Poznan á landamærum Þýskalands og Póllands

Pozn­an hef­ur ekki ver­ið frið­væn­leg­asta borg aust­urs­ins í sög­unni. Bar­ist hef­ur ver­ið um borg­ina, upp­reisn­ir hafa átt sér stað þar og hún ým­ist til­heyrt Póllandi, Prússlandi eða Þýskalandi.

Síðasti keisarinn: Heimsókn til Poznan á landamærum Þýskalands og Póllands
Gamli bærinn Gamli bærinn í Poznan er litskrúðugur og lifandi. Mynd: Shutterstock

S

tutt frá miðbæ Poznan í Póllandi er kastali. Þetta er kannski ekki í frásögur færandi í sjálfu sér þar sem kastalar eru ekki endilega sjaldgæf sjón í Mið-Evrópu. Kastali þessi er þó öðruvísi í útliti en maður er vanur að sjá, nútímalegri allur. Og það kemur brátt á daginn að þetta er einmitt síðasti keisarakastalinn sem byggður var í Evrópu.

Pólland hefur löngum verið staðsett í einhverju erfiðasta hverfi álfunnar og undir lok 18. aldar hvarf það alveg af kortinu. Landinu var skipt á milli nærliggjandi stórvelda og fengu Austurríki, Rússland og Prússland hvert sinn skerf. Poznan, sem á þýsku nefndist Posen, kom í hlut þess síðastnefnda. Árið 1871 varð konungur Prússlands svo að keisara Þýskalands en hafði eftir sem áður meginaðsetur í Berlín. Keisarahöllin þar varð hins vegar illa úti í loftárás í seinna stríði og voru leifarnar rifnar af yfirvöldum í Austur-Þýskalandi, en nú er verið að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár