Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vefsíða kvenhatara ekki á íslenskum snærum

Þrátt fyr­ir að um­ræðu­vef­síð­an Incel.is hafi end­ing­una .is, eins og all­ar ís­lensk­ar síð­ur, þá sér skrán­ing­ar­fyr­ir­tæk­ið ekki um heima­síð­ur að neinu leyti. Slíkt er verk­efni hýs­ing­ar­að­ila, en vef­síð­an er hýst í Þýskalandi.

Vefsíða kvenhatara ekki á íslenskum snærum
Ekki á Íslandi Skráning spjallsvæðisins á íslenskt lén gefur ef til vill til kynna að hópurinn sé á Íslandi. Svo er ekki, en hópinn er aðallega að finna í Bandaríkjunum og Evrópu. Mynd: Shutterstock

Skráningaraðilar léna fyrir heimasíður geta ekki skipt sér af innihaldi vefsíðna nema dómsúrskurður fyrirskipi það. Þetta kemur fram í svari frá ISNIC - Internet á Íslandi til Stundarinnar, en landslénið .is og skráningar á því eru í umsjón fyrirtækisins.

Umræðuvefsíða og spjallvettvangur fyrir hópinn incels er nú starfrækt á landsléni Íslands eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar í gær. Samkvæmt upplýsingum sem stjórnendur síðunnar gefa frá sér í tilkynningu er ástæðan fyrir breytingunni „smá vandamál með þjónustuaðila“, en vefsíðan er hýst af óþekktu fyrirtæki í Þýskalandi.

Incels eru hópur karlmanna sem hatast við konur og tala sumir hverjir fyrir ofbeldi gegn þeim.

„Vandamálið“ kann að vera að hýsingaraðilinn hafi lokað heimasíðunni vegna innihaldsins, en þetta hefur komið í auknum mæli fyrir spjallsvæði incels-liða. Eins og fram kom í gær var spjallsvæðinu incels.life lokað fyrr í ár og var núverandi heimasíða incels hýst á öðru léni áður en tekið var upp .me lénið.

Lénaflakk leið til að komast hjá lokunum

Ekki má rugla saman hýsingu og léni, en vefsíðan er langt í frá hýst á Íslandi eða af íslenskum aðilum. Áður var vefsíðan starfræk á léninu .me sem er landslén Svartfjallalands, en er samt notað í einkaeigu um allan heim. 

Innihald vefsíðna er mál hýsingaraðilans. Ef efni á heimasíðu er óviðeigandi fyrir hýsingaraðila getur hann tekið ákvörðun um að loka vefsíðunni. Skráningaraðili léns getur ekki tekið ákvarðanir eða skipt sér af innihaldi vefsíðna. 

Hinsvegar geta skráningarfyrirtæki léna lokað þeim ef dómsúrskurður fyrirskipar lokun léns vegna lögbrots. Að öðru leyti getur skráningarfyrirtæki ekki skipt sér af einstaka vefsíðum.

Engin viðvera hópsins á Íslandi

Viðvera incels hópsins á Íslandi er ekki þekkt, en eflaust eru einhverjir sem aðhyllast hugmyndafræði þeirra hér á landi.

Hópurinn sem á íslensku er hægt að kalla „skírlífir gegn eigin vilja“  stundar grimmilega hatursorðræðu í garð kvenna á netinu. Mennirnir telja að skírlífi þeirra sé sök kvenna sem sækja frekar í aðlaðandi karlmenn, í stað þess að sækja í menn sem eru góðhjartaðir en ekki eins aðlaðandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jafnréttismál

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.
Ekki fræðilegur möguleiki að manna vaktina með karlmönnum
ViðtalJafnréttismál

Ekki fræði­leg­ur mögu­leiki að manna vakt­ina með karl­mönn­um

Jakobína Rut Daní­els­dótt­ir var að reyna að fá einn af fjór­um karl­kyns sam­starfs­mönn­um sín­um til að taka vakt­ina henn­ar í dag þeg­ar hún ræddi við Heim­ild­ina í síð­ustu viku. Hún sinn­ir starfi sem hún get­ur ekki geng­ið í burtu frá, jafn­vel þó að á í dag sé kvenna­verk­fall. Hún er ein af þeim fjöl­mörgu kon­um sem halda heil­brigðis­kerf­inu uppi.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár