Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útvarp Saga skilaði sama ársreikningnum tvö ár í röð

Rík­is­skatt­stjóri hef­ur fellt burt árs­reikn­ing Út­varps Sögu fyr­ir ár­ið 2017 þar sem ein­tak­ið sem fjöl­mið­ill­inn skil­aði var af­rit af árs­reikn­ingi árs­ins á und­an. Frest­ur rann út 31. ág­úst.

Útvarp Saga skilaði sama ársreikningnum tvö ár í röð
Arnþrúður Karlsdóttir Arnþrúður er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. Mynd: Pressphotos

Ársreikningaskrá hefur fellt út ársreikning Útvarps Sögu fyrir árið 2017. Eftir yfirferð ríkisskattstjóra reyndist ársreikningurinn sem fjölmiðillinn skilaði inn vera afrit af ársreikningi félagsins fyrir árið 2016.

Arnþrúður Karlsdóttir er eini hluthafi SagaNet - Útvarp Saga ehf. sem rekur útvarpsstöðina. Tap varð á rekstri félagsins um 2,6 milljónir árið 2016, en rekstrarniðurstaða fyrir árið 2017 er ekki þekkt þar sem fullnægjandi ársreikningur hefur ekki borist. Frestur til að skila ársreikningi rann út 31. ágúst síðastliðinn.

Ársreikningaskrá gerir úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum til þess að ganga úr skugga um að innsend gögn séu í samræmi við lög. Að sögn Jónínu Jónasdóttur, sviðsstjóra skráasviðs hjá ríkisskattstjóra, er slíkt ekki alltaf gert um leið og ársreikningur berst. „Staðan er því sú núna að Útvarp Saga ehf. hefur ekki skilað fullnægjandi ársreikningi ársins 2017,“ segir Jónína.

CreditInfo fékk eintak að ársreikningnum áður en hann var felldur út. Á því má sjá að eintakið er eins og ársreikningur félagsins fyrir 2016, merkt sem ársreikningur 2016 og dagsett af Arnþrúði í lok ágúst 2017. „Í ljós kom að reikningurinn uppfyllti ekki ákvæði ársreikningalaga og var hann því felldur út af skránni,“ segir Jónína. „Það er skýringin á því að fram kemur á vef okkar að ársreikningi hafi ekki verið skilað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár