Þær 27 milljónir króna sem verkfræðistofan Efla fékk greiddar vegna framkvæmda við Braggann í Nauthólsvík voru ekki vegna ástandsskoðunar eins og komið hefur fram. Um var að ræða greiðslur fyrir fjölmarga verkþætti, samkvæmt því sem framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar segir.
Samkvæmt Guðmundi Þorbjörnssyni, framkvæmdastjóra Eflu, sinnti fyrirtækið allri verkfræðihönnun við breytingarnar á húsunum, þar með talið burðarþol, rafmagn, lagnavinnu, hljóðvist, lýsingu auk annars. Þá hafi Efla sinnt ýmissi umsjón í kringum verkið.
„Einhverra hluta vegna hefur þetta hins vegar verið kynnt svona“
„Við komum að verkinu strax í upphafi og framkvæmdum ástandsskoðun en sá þáttur er bara lítið brot af þessum 27 milljónum sem okkur voru greiddar fyrir heildarverkið,“ segir Guðmundur. „Þessar greiðslur snúast fyrst og fremst um verkfræðihönnun á öllu verkefninu. Einhverra hluta vegna hefur þetta hins vegar verið kynnt svona, fyrir einhver mistök.“
Þrátt fyrir beiðni þar um fékk Stundin ekki sundurliðun á …
Athugasemdir