Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðlaugur Þór velur Geir Haarde sem fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem hlaut dóm fyr­ir stjórn­ar­skrár­brot af stór­felldu gá­leysi í að­drag­anda hruns­ins, mun nú taka við nýju ábyrgð­ar­hlut­verki fyr­ir Ís­lands hönd á al­þjóða­vett­vangi.

Guðlaugur Þór velur Geir Haarde sem fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans
Braut gegn 17. gr. stjórnarskrá Geir Hilmar var dæmdur fyrir að sýna stórfellt gáleysi í aðdraganda hrunsins. Mynd: Pressphotos.biz

Geir Hilmar Haarde, sendiherra Íslands í Washington sem hlaut dóm árið 2012 fyrir að hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi sem forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins, mun taka sæti sem aðalfulltrúi í stjórn Alþjóðabankans samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. RÚV greindi frá þessu í dag og hefur utanríkisráðuneytið nú tilkynnt um málið á vefnum. Geir Haarde er stjúpfaðir Borgars Þórs Einarssonar, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu.  

Ísland mun leiða starf Norðurlanda- og Eystrasaltskjördæmisins til tveggja ára og eiga aðalfulltrúa (e. Executive Director) í stjórn Alþjóðabankans. Á meðal Íslendinga sem gegnt hafa sams konar stöðu eru Helga Jónsdóttir, sem nú er starfandi forstjóri Orkuveitunnar, Þorsteinn Ingólfsson og Jónas Haralz. 

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin skiptast á að eiga fulltrúa í stjórn Alþjóðabankans en bankinn er í Washington og stjórnarmenn alla jafna búsettir þar. Geir er eini ráðherra heims sem hlotið hefur dóm fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í beinum tengslum við fjármálahrunið árið 2008, en hann hefur ítrekað gert lítið úr niðurstöðu dómsins og haldið því fram að annarlegar hvatir liggi að baki sakfellingunni.

Geir kærði dóminn til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að engin mannréttindi hefðu verið brotin. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var á skjön við málflutning Geirs H. Haarde þess efnis að hann hefði aðeins verið dæmdur fyrir „smáatriði“, „formsatriði“ eða „svokallað formsbrot“. 

Að mati Mannréttindadómstóllinn skipar 17. gr. stjórnarskrárinnar, sem Geir var dæmdur fyrir að brjóta, „veigamikinn sess í stjórnskipan landsins í ljósi þess að þar eru sett mikilvæg viðmið um hvernig ætlast sé til að starfi ríkisstjórnar sé háttað, sem samráðsvettvangur fyrir stefnumótun og yfirstjórn hins opinbera að því er varðar mikilvæg málefni“ [þýðing blaðamanns]. Tók Mannréttindadómstóllinn undir þá niðurstöðu Landsdóms að Geir H. Haarde, sem forsætisráðherra og verkstjóri ríkisstjórnar, hefði verið ábyrgur fyrir því að kröfum 17. gr. stjórnarskrár væri fylgt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár