Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðlaugur Þór velur Geir Haarde sem fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem hlaut dóm fyr­ir stjórn­ar­skrár­brot af stór­felldu gá­leysi í að­drag­anda hruns­ins, mun nú taka við nýju ábyrgð­ar­hlut­verki fyr­ir Ís­lands hönd á al­þjóða­vett­vangi.

Guðlaugur Þór velur Geir Haarde sem fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans
Braut gegn 17. gr. stjórnarskrá Geir Hilmar var dæmdur fyrir að sýna stórfellt gáleysi í aðdraganda hrunsins. Mynd: Pressphotos.biz

Geir Hilmar Haarde, sendiherra Íslands í Washington sem hlaut dóm árið 2012 fyrir að hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi sem forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins, mun taka sæti sem aðalfulltrúi í stjórn Alþjóðabankans samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. RÚV greindi frá þessu í dag og hefur utanríkisráðuneytið nú tilkynnt um málið á vefnum. Geir Haarde er stjúpfaðir Borgars Þórs Einarssonar, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu.  

Ísland mun leiða starf Norðurlanda- og Eystrasaltskjördæmisins til tveggja ára og eiga aðalfulltrúa (e. Executive Director) í stjórn Alþjóðabankans. Á meðal Íslendinga sem gegnt hafa sams konar stöðu eru Helga Jónsdóttir, sem nú er starfandi forstjóri Orkuveitunnar, Þorsteinn Ingólfsson og Jónas Haralz. 

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin skiptast á að eiga fulltrúa í stjórn Alþjóðabankans en bankinn er í Washington og stjórnarmenn alla jafna búsettir þar. Geir er eini ráðherra heims sem hlotið hefur dóm fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í beinum tengslum við fjármálahrunið árið 2008, en hann hefur ítrekað gert lítið úr niðurstöðu dómsins og haldið því fram að annarlegar hvatir liggi að baki sakfellingunni.

Geir kærði dóminn til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að engin mannréttindi hefðu verið brotin. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var á skjön við málflutning Geirs H. Haarde þess efnis að hann hefði aðeins verið dæmdur fyrir „smáatriði“, „formsatriði“ eða „svokallað formsbrot“. 

Að mati Mannréttindadómstóllinn skipar 17. gr. stjórnarskrárinnar, sem Geir var dæmdur fyrir að brjóta, „veigamikinn sess í stjórnskipan landsins í ljósi þess að þar eru sett mikilvæg viðmið um hvernig ætlast sé til að starfi ríkisstjórnar sé háttað, sem samráðsvettvangur fyrir stefnumótun og yfirstjórn hins opinbera að því er varðar mikilvæg málefni“ [þýðing blaðamanns]. Tók Mannréttindadómstóllinn undir þá niðurstöðu Landsdóms að Geir H. Haarde, sem forsætisráðherra og verkstjóri ríkisstjórnar, hefði verið ábyrgur fyrir því að kröfum 17. gr. stjórnarskrár væri fylgt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár