Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðlaugur Þór velur Geir Haarde sem fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem hlaut dóm fyr­ir stjórn­ar­skrár­brot af stór­felldu gá­leysi í að­drag­anda hruns­ins, mun nú taka við nýju ábyrgð­ar­hlut­verki fyr­ir Ís­lands hönd á al­þjóða­vett­vangi.

Guðlaugur Þór velur Geir Haarde sem fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans
Braut gegn 17. gr. stjórnarskrá Geir Hilmar var dæmdur fyrir að sýna stórfellt gáleysi í aðdraganda hrunsins. Mynd: Pressphotos.biz

Geir Hilmar Haarde, sendiherra Íslands í Washington sem hlaut dóm árið 2012 fyrir að hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi sem forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins, mun taka sæti sem aðalfulltrúi í stjórn Alþjóðabankans samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. RÚV greindi frá þessu í dag og hefur utanríkisráðuneytið nú tilkynnt um málið á vefnum. Geir Haarde er stjúpfaðir Borgars Þórs Einarssonar, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu.  

Ísland mun leiða starf Norðurlanda- og Eystrasaltskjördæmisins til tveggja ára og eiga aðalfulltrúa (e. Executive Director) í stjórn Alþjóðabankans. Á meðal Íslendinga sem gegnt hafa sams konar stöðu eru Helga Jónsdóttir, sem nú er starfandi forstjóri Orkuveitunnar, Þorsteinn Ingólfsson og Jónas Haralz. 

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin skiptast á að eiga fulltrúa í stjórn Alþjóðabankans en bankinn er í Washington og stjórnarmenn alla jafna búsettir þar. Geir er eini ráðherra heims sem hlotið hefur dóm fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í beinum tengslum við fjármálahrunið árið 2008, en hann hefur ítrekað gert lítið úr niðurstöðu dómsins og haldið því fram að annarlegar hvatir liggi að baki sakfellingunni.

Geir kærði dóminn til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að engin mannréttindi hefðu verið brotin. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var á skjön við málflutning Geirs H. Haarde þess efnis að hann hefði aðeins verið dæmdur fyrir „smáatriði“, „formsatriði“ eða „svokallað formsbrot“. 

Að mati Mannréttindadómstóllinn skipar 17. gr. stjórnarskrárinnar, sem Geir var dæmdur fyrir að brjóta, „veigamikinn sess í stjórnskipan landsins í ljósi þess að þar eru sett mikilvæg viðmið um hvernig ætlast sé til að starfi ríkisstjórnar sé háttað, sem samráðsvettvangur fyrir stefnumótun og yfirstjórn hins opinbera að því er varðar mikilvæg málefni“ [þýðing blaðamanns]. Tók Mannréttindadómstóllinn undir þá niðurstöðu Landsdóms að Geir H. Haarde, sem forsætisráðherra og verkstjóri ríkisstjórnar, hefði verið ábyrgur fyrir því að kröfum 17. gr. stjórnarskrár væri fylgt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár