Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðlaugur Þór velur Geir Haarde sem fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, sem hlaut dóm fyr­ir stjórn­ar­skrár­brot af stór­felldu gá­leysi í að­drag­anda hruns­ins, mun nú taka við nýju ábyrgð­ar­hlut­verki fyr­ir Ís­lands hönd á al­þjóða­vett­vangi.

Guðlaugur Þór velur Geir Haarde sem fulltrúa Íslands í stjórn Alþjóðabankans
Braut gegn 17. gr. stjórnarskrá Geir Hilmar var dæmdur fyrir að sýna stórfellt gáleysi í aðdraganda hrunsins. Mynd: Pressphotos.biz

Geir Hilmar Haarde, sendiherra Íslands í Washington sem hlaut dóm árið 2012 fyrir að hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi sem forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins, mun taka sæti sem aðalfulltrúi í stjórn Alþjóðabankans samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. RÚV greindi frá þessu í dag og hefur utanríkisráðuneytið nú tilkynnt um málið á vefnum. Geir Haarde er stjúpfaðir Borgars Þórs Einarssonar, aðstoðarmanns Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu.  

Ísland mun leiða starf Norðurlanda- og Eystrasaltskjördæmisins til tveggja ára og eiga aðalfulltrúa (e. Executive Director) í stjórn Alþjóðabankans. Á meðal Íslendinga sem gegnt hafa sams konar stöðu eru Helga Jónsdóttir, sem nú er starfandi forstjóri Orkuveitunnar, Þorsteinn Ingólfsson og Jónas Haralz. 

Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin skiptast á að eiga fulltrúa í stjórn Alþjóðabankans en bankinn er í Washington og stjórnarmenn alla jafna búsettir þar. Geir er eini ráðherra heims sem hlotið hefur dóm fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum í beinum tengslum við fjármálahrunið árið 2008, en hann hefur ítrekað gert lítið úr niðurstöðu dómsins og haldið því fram að annarlegar hvatir liggi að baki sakfellingunni.

Geir kærði dóminn til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu fyrr á þessu ári að engin mannréttindi hefðu verið brotin. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins var á skjön við málflutning Geirs H. Haarde þess efnis að hann hefði aðeins verið dæmdur fyrir „smáatriði“, „formsatriði“ eða „svokallað formsbrot“. 

Að mati Mannréttindadómstóllinn skipar 17. gr. stjórnarskrárinnar, sem Geir var dæmdur fyrir að brjóta, „veigamikinn sess í stjórnskipan landsins í ljósi þess að þar eru sett mikilvæg viðmið um hvernig ætlast sé til að starfi ríkisstjórnar sé háttað, sem samráðsvettvangur fyrir stefnumótun og yfirstjórn hins opinbera að því er varðar mikilvæg málefni“ [þýðing blaðamanns]. Tók Mannréttindadómstóllinn undir þá niðurstöðu Landsdóms að Geir H. Haarde, sem forsætisráðherra og verkstjóri ríkisstjórnar, hefði verið ábyrgur fyrir því að kröfum 17. gr. stjórnarskrár væri fylgt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár