Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Friðarverðlaunin til baráttufólks gegn kynferðisofbeldi í stríði

Den­is Mukwe­ge og Nadia Murad hljóti frið­ar­verð­laun Nó­bels ár­ið 2018.

Friðarverðlaunin til baráttufólks gegn kynferðisofbeldi í stríði
Verðlaunuð fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi Friðarverðlaunin í ár eru veitt til að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi sem stríðsglæpum. Mynd: Reals, Tucker

Tilkynnt var í morgun í Osló að friðarverðlaun Nóbels fengju í ár þau Denis Mukwege og Nadia Murad. Bæði hafa þau barist gegn nauðgunum og kynferðisofbeldi í stríði.

Denis Mukwege er læknir frá Kongó sem stofnaði Panzi-sjúkrahúsið í Bukavu í austur Kongó árið 2008. Þar hafa þúsundir kvenna hlotið aðhlynningu eftir nauðganir vígamanna á svæðinu.

Nadia Murad, er Jasídi frá Írak. Murad var tekin af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS sem héldu henni fanginni, beittu hana kynferðislegu ofbeldi og pyntingum um þriggja mánaða skeið árið 2014. Murad tókst að flýja úr haldi hryðjuverkamannana, til Þýskalands, þar sem hún hefur leitt baráttu gegn mansali, kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum í stríði, auk þess sem hún hefur talað máli þjóðar sinnar, Jasída.

Í rökstuðningi valnefndar friðarverðlaunanna sagði að þau Murad og Mukwege fengju verðlaunin til að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi sem stríðsglæpum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár