Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Katrín sat í ríkisstjórninni sem innleiddi bankaskattinn en segir nú að hann „grafi undan hagsmunum ríkisins“

Katrín Júlí­us­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem nú sinn­ir hags­muna­gæslu fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki, hvet­ur rík­is­stjórn­ina til að af­nema banka­skatt­inn, enda bitni hann á eigna­litl­um og fyrstu kaup­end­um. Vinstri­stjórn­in kynnti skatt­inn til sög­unn­ar, en var gjald­hlut­fall­ið miklu lægra en það er í dag.

Katrín sat í ríkisstjórninni sem innleiddi bankaskattinn en segir nú að hann „grafi undan hagsmunum ríkisins“

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir að bankaskatturinn grafi undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins og leggist þyngst á hina eignaminni og fyrstu kaupendur. Hún hvetur til þess að skatturinn verði afnuminn með öllu.

Þetta kemur fram í pistli sem Katrín birtir í Fréttablaðinu í dag. Boðskapurinn er athyglisverður í ljósi þess að Katrín Júlíusdóttir sat sjálf í ríkisstjórninni sem innleiddi bankaskattinn á sínum tíma og greiddi atkvæði með lögfestingu skattsins. Þá voru þó uppi sérstakar aðstæður í efnahagslífinu og ríkisfjármálum. Gjaldhlutfallið var í fyrstu 0,041 prósent en skatturinn var hækkaður í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar til að dekka kostnaðinn vegna leiðréttingarinnar svokölluðu og er í dag 0,376 prósent. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur til að lækka hann í skrefum niður í 0,145 prósent. 

Samfylkingin talaði fyrir afnámi bankaskatts í aðdraganda síðustu þingkosninga en undanfarna mánuði hefur flokkurinn gagnrýnt þá forgangsröðun sem felst í áformum ríkisstjórnarinnar um að lækka hann. „Þá telur 2. minni hluti það vera sérkennilega forgangsröðun að lækka bankaskattinn svokallaða en sú lækkun kostar um 7,3 milljarða kr,“ segir til að mynda í nefndaráliti Ágústs Ólafs Ágústssonar, fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Endurtók hann þessa gagnrýni þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar kom fram. 

„Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins,“ segir í grein Katrínar Júlíusdóttur í dag. „Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu.“ 

Hún bendir á að hinum eignamestu standi til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfi að bera bankaskattinn. „Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár