Lengi vel þótti líklega ekkert sérstaklega fínt að fara til Póllands. Þegar landið barst í tal sáu eflaust margir fyrir sér gráar kommúnistablokkir og búlduleita hafnarverkamenn. Samt er Pólland það land sem hefur orðið nákomnara okkur en flest önnur, Pólverjar eru jú langstærsti innflytjendahópurinn, veittu okkur neyðarlán í hruninu, eitt fárra landa, og hægt er að fá pólsk-íslenskar pulsur í Bónus og sjá pólskar myndir í Bíó Paradís. Og það hlaut að koma að því að Íslendingar færu að uppgötva landið sjálft, því æ fleiri vinnustaðaferðir og helgarreisur eru farnar til Póllands. Því er ætlunin að hefja greinaröð sem skoðar þetta merkilega land bæði innan frá og utan. Misræmið í samskiptum þjóðanna kemur þó fljótlega í ljós, engar ferðabækur um Pólland eru til í íslenskum bókabúðum, en eitt það fyrsta sem mætir manni á flugvellinum í Gdansk er ferðahandbók um Ísland til sýnis í sjoppunni.
Gdansk er ein af þessum …
Athugasemdir