Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði til að Spánverjar myndu byggja vegg þvert yfir Sahara eyðimörkina til að stemma stigu við flóttamannavanda yfir Miðjarðarhafið. Þetta hefur The Guardian og fleiri erlendir fjölmiðlar eftir Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar.
Röksemdafærsla Trump byggir á því að hans eigin fyrirhugaði veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó mun verða í kringum 3.200 kílómetrar á lengd. Lengd Sahara eyðimerkurinnar frá austri til vesturs mælist í kringum 4.800 kílómetrar.
„Sahara landamærin geta ekki verið mikið lengri en okkar landamæri við Mexíkó,“ sagði Trump við Borrell.
Framkvæmdin er þó nokkrum vandkvæðum háð, þar sem Spánn á aðeins tilkall til tveggja sjálfstæðra borgríkja á landamærum Marokkó við Miðjarðarhafið. Veggurinn yrði því alfarið byggður á erlendri grundu.
Spánn hefur tekið við yfir 22.000 flóttamönnum það sem af er árs samkvæmt Flótamannaskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Er það mesta móttaka flóttamanna af Evrópuþjóðunum.
Athugasemdir