Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Trump stakk upp á vegg þvert yfir Sahara eyðimörkina

Mat Banda­ríkja­for­seta var að um svip­að­an múr yrði að ræða og hann vill byggja á landa­mær­um Banda­ríkj­anna og Mexí­kó.

Trump stakk upp á vegg þvert yfir Sahara eyðimörkina
Donald Trump Stakk upp á lausn við flóttamannavanda Spánar við utanríkisráðherrann.

Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði til að Spánverjar myndu byggja vegg þvert yfir Sahara eyðimörkina til að stemma stigu við flóttamannavanda yfir Miðjarðarhafið. Þetta hefur The Guardian og fleiri erlendir fjölmiðlar eftir Josep Borrell, utanríkisráðherra Spánar.

 

Röksemdafærsla Trump byggir á því að hans eigin fyrirhugaði veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó mun verða í kringum 3.200 kílómetrar á lengd. Lengd Sahara eyðimerkurinnar frá austri til vesturs mælist í kringum 4.800 kílómetrar.

„Sahara landamærin geta ekki verið mikið lengri en okkar landamæri við Mexíkó,“ sagði Trump við Borrell.

Framkvæmdin er þó nokkrum vandkvæðum  háð, þar sem Spánn á aðeins tilkall til tveggja sjálfstæðra borgríkja á landamærum Marokkó við Miðjarðarhafið. Veggurinn yrði því alfarið byggður á erlendri grundu.

Spánn hefur tekið við yfir 22.000 flóttamönnum það sem af er árs samkvæmt Flótamannaskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna. Er það mesta móttaka flóttamanna af Evrópuþjóðunum. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár