Frá og með 17. október verður löglegt fyrir Kanadabúa að kaupa kannabisefni til einkanota. Þetta samþykkti öldungadeild kanadíska þingsins að kvöldi 19. júní. Efnið verður selt á vottuðum sölustöðum, ýmist í einkasölu eða stýrt af kanadíska ríkinu.
Þetta hefur í för með sér möguleg vandræði fyrir Kanadabúa sem vilja ferðast til Bandaríkjanna. Samkvæmt háttsettum embættismanni með yfirsjón yfir landamæravörslu Bandaríkjanna er það í deiglunni að þeim einstaklingum sem vinna í nýjum kannabisgeira Kanada eða fjárfesta í honum verði bannað að ferðast til Bandaríkjanna fyrir lífstíð verði þeir stoppaðir á landamærum landsins.
Níu ríki Bandaríkjanna hafa leyft kaup og sölu á kannabisefnum til einstaklinga 21 árs og eldri. Eitt þeirra, Washington-ríki, liggur að Kanada til suðurs. Landamæraverðir telja þrátt fyrir þetta að efni sem kemur yfir landamærin sé háð alríkislöggjöf Bandaríkjanna, en kannabis er með öllu ólöglegt samkvæmt henni.
Athugasemdir