Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum

Ný lög­gjöf í Kan­ada gæti vald­ið vand­ræð­um í sam­skipt­um við Banda­rík­in.

Kannabisfjárfestar verði bannaðir frá Bandaríkjunum
Kannabisreykingar Fjárfestar í nýkomnum kannabisgeira Kanada eiga á hættu að fá lífstíðarbann við komu til Bandaríkjanna. Mynd: Shutterstock

Frá og með 17. október verður löglegt fyrir Kanadabúa að kaupa kannabisefni til einkanota. Þetta samþykkti öldungadeild kanadíska þingsins að kvöldi 19. júní. Efnið verður selt á vottuðum sölustöðum, ýmist í einkasölu eða stýrt af kanadíska ríkinu. 

Þetta hefur í för með sér möguleg vandræði fyrir Kanadabúa sem vilja ferðast til Bandaríkjanna. Samkvæmt háttsettum embættismanni með yfirsjón yfir landamæravörslu Bandaríkjanna er það í deiglunni að þeim einstaklingum sem vinna í nýjum kannabisgeira Kanada eða fjárfesta í honum verði bannað að ferðast til Bandaríkjanna fyrir lífstíð verði þeir stoppaðir á landamærum landsins. 

Níu ríki Bandaríkjanna hafa leyft kaup og sölu á kannabisefnum til einstaklinga 21 árs og eldri. Eitt þeirra, Washington-ríki, liggur að Kanada til suðurs. Landamæraverðir telja þrátt fyrir þetta að efni sem kemur yfir landamærin sé háð alríkislöggjöf Bandaríkjanna, en kannabis er með öllu ólöglegt samkvæmt henni. 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár