Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni rúmar 13 milljónir fyrir skýrslu

Ás­geir vann í yf­ir eitt þús­und klukku­tíma sem formað­ur nefnd­ar um pen­inga­stefnu Ís­lands og fram­tíð krón­unn­ar.

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni rúmar 13 milljónir fyrir skýrslu
Ásgeir Jónsson Ásgeir hefur verið til ráðgjafar við fjölda mála hjá stjórnarráðinu. Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni hagfræðingi rúmar 13 milljónir króna á árunum 2017 og 2018 fyrir formennsku í nefnd um endurskoðun á ramma peningastefnu. Afurð nefndarinnar var skýrsla um framtíð íslenskrar peningastefnu.

Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að ráðuneytið hafi gert verksamning við Ásgeir í upphafi starfsins og viðbótarsamkomulag haustið 2017. Fékk Ásgeir greiðslur í samræmi við það upp á alls 13.273.000 kr. fyrir 1.021 klukkustundar vinnu. Eru það 13.000 kr. á klukkutímann. Til samanburðar eru rúmlega tvö þúsund vinnustundir á ári í fullri vinnu.

Ásgeir var einn af þremur sem sátu í nefndinni, ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífins, og Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er 246 blaðsíður að lengd.

Vann einnig við afnám verðtryggingar

Nefndarvinnan er hins vegar ekki eina starfið sem Ásgeir hefur unnið á vegum stjórnarráðsins undanfarin ár. Hann veitti forsætisráðuneytinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár