Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni rúmar 13 milljónir fyrir skýrslu

Ás­geir vann í yf­ir eitt þús­und klukku­tíma sem formað­ur nefnd­ar um pen­inga­stefnu Ís­lands og fram­tíð krón­unn­ar.

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni rúmar 13 milljónir fyrir skýrslu
Ásgeir Jónsson Ásgeir hefur verið til ráðgjafar við fjölda mála hjá stjórnarráðinu. Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni hagfræðingi rúmar 13 milljónir króna á árunum 2017 og 2018 fyrir formennsku í nefnd um endurskoðun á ramma peningastefnu. Afurð nefndarinnar var skýrsla um framtíð íslenskrar peningastefnu.

Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar kemur fram að ráðuneytið hafi gert verksamning við Ásgeir í upphafi starfsins og viðbótarsamkomulag haustið 2017. Fékk Ásgeir greiðslur í samræmi við það upp á alls 13.273.000 kr. fyrir 1.021 klukkustundar vinnu. Eru það 13.000 kr. á klukkutímann. Til samanburðar eru rúmlega tvö þúsund vinnustundir á ári í fullri vinnu.

Ásgeir var einn af þremur sem sátu í nefndinni, ásamt Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífins, og Illuga Gunnarssyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er 246 blaðsíður að lengd.

Vann einnig við afnám verðtryggingar

Nefndarvinnan er hins vegar ekki eina starfið sem Ásgeir hefur unnið á vegum stjórnarráðsins undanfarin ár. Hann veitti forsætisráðuneytinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár