Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir fjölmiðla vegna traustsvanda stjórnmála

Fjöl­miðl­ar draga úr trausti á stjórn­mál­um með því að greina frá sölu­væn­leg­um yf­ir­lýs­ing­um stjórn­mála­manna að mati Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns VG.

Þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir fjölmiðla vegna traustsvanda stjórnmála
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Formaður þingflokks Vinstri grænna skaut á fjölmiðla í umræðu um traust til stjórnmálamanna.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rýra traust almennings á stjórnmálunum með því að leggja áherslu á að endurflytja söluvænlegar setningar á Alþingi. 

Í tilefni þess að Alþingi hefur störf að nýju í dag ræddi Bjarkey ræddi um traust á stjórnmálum ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Hanna Katrín taldi þingmenn þurfa að líta í eigin barm vegna mála sem hafa dregið úr trausti á stjórnmálum, stundum af „hreinni ósvífni“ stjórnmálamanna, en stundum óvart,  „vegna þess að það býr til einhverja mynd af þessari stétt sem ég tel ekki vera rétta og það er okkar allra að laga hana.“ 

Bjarkey telur hins vegar að líta beri til áherslu fjölmiðla, sem velti ekki endilega fyrir sér innihaldi þess sem þeir greina frá.

„Það má nú líka segja að fjölmiðlar eiga sinn þátt í því. Við þekkjum það þegar störf þingsins eru eða eitthvað slíkt, að þá eru kamerurnar komnar, og þá skiptir máli að einhver sé með söluvæna setningu til þess að komast í fjölmiðlana,“ sagði Bjarkey.

Hún telur fjölmiðla hvata í þessum efnum. „Fjölmiðlarnir eru ekki endilega að velta fyrir sér innihaldi þess sem sagt er, heldur bara, þetta er sniðugt, þetta selur, þetta klikkar á vefinn. Og það er ekki hægt að neita því að þetta hefur verið þannig. Og því miður, finnst mér.“

Hanna Katrín og Bjarkey ræddu skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins um eflingu trausts á Alþingi. Taldi Hanna Katrín þingmenn þurfa að líta í spegil vegna atvika sem rýra  traust.

„Ég held að við verðum hvert og
eitt að horfa í spegil.“

„Það veldur hver á heldur. Ég held að skýrslur séu fínar og ferlin og allt þetta. Það þarf að vera vissulega fyrir þá sem leita sér upplýsinga. En fyrst og fremst þarf að vera trú á því, og við þurfum að efla traust á því að við séum, þessir þingmenn sem þarna eru, fólkið í kringum okkur, að vinna fyrir hag almennings í landinu. Og ég held að við verðum hvert og eitt að horfa í spegil. Þetta snýst líka um samtalið við fólk. Láta fólk vita hvað er í gangi og hafa þetta gegnsæi í störfum okkar, ábyrgðarkeðjuna. Ég held að við verðum öll að vinna saman. Og öll þessi litlu mál sem eru að koma upp, stundum af hreinni ósvífni viðkomandi stjórnmálamanna, stundum óvart, þau eru ekkert að hjálpa. Vegna þess að það býr til einhverja mynd af þessari stétt sem ég tel ekki vera rétta og það er okkar allra að laga hana. Ég held að það þurfi að vera til viðbótar við þessar skýrslur og allt annað.“

Nýtt þing verður sett í dag klukkan 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár