Þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir fjölmiðla vegna traustsvanda stjórnmála

Fjöl­miðl­ar draga úr trausti á stjórn­mál­um með því að greina frá sölu­væn­leg­um yf­ir­lýs­ing­um stjórn­mála­manna að mati Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur, þing­flokks­for­manns VG.

Þingflokksformaður Vinstri grænna gagnrýnir fjölmiðla vegna traustsvanda stjórnmála
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Formaður þingflokks Vinstri grænna skaut á fjölmiðla í umræðu um traust til stjórnmálamanna.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rýra traust almennings á stjórnmálunum með því að leggja áherslu á að endurflytja söluvænlegar setningar á Alþingi. 

Í tilefni þess að Alþingi hefur störf að nýju í dag ræddi Bjarkey ræddi um traust á stjórnmálum ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Hanna Katrín taldi þingmenn þurfa að líta í eigin barm vegna mála sem hafa dregið úr trausti á stjórnmálum, stundum af „hreinni ósvífni“ stjórnmálamanna, en stundum óvart,  „vegna þess að það býr til einhverja mynd af þessari stétt sem ég tel ekki vera rétta og það er okkar allra að laga hana.“ 

Bjarkey telur hins vegar að líta beri til áherslu fjölmiðla, sem velti ekki endilega fyrir sér innihaldi þess sem þeir greina frá.

„Það má nú líka segja að fjölmiðlar eiga sinn þátt í því. Við þekkjum það þegar störf þingsins eru eða eitthvað slíkt, að þá eru kamerurnar komnar, og þá skiptir máli að einhver sé með söluvæna setningu til þess að komast í fjölmiðlana,“ sagði Bjarkey.

Hún telur fjölmiðla hvata í þessum efnum. „Fjölmiðlarnir eru ekki endilega að velta fyrir sér innihaldi þess sem sagt er, heldur bara, þetta er sniðugt, þetta selur, þetta klikkar á vefinn. Og það er ekki hægt að neita því að þetta hefur verið þannig. Og því miður, finnst mér.“

Hanna Katrín og Bjarkey ræddu skýrslu starfshóps forsætisráðuneytisins um eflingu trausts á Alþingi. Taldi Hanna Katrín þingmenn þurfa að líta í spegil vegna atvika sem rýra  traust.

„Ég held að við verðum hvert og
eitt að horfa í spegil.“

„Það veldur hver á heldur. Ég held að skýrslur séu fínar og ferlin og allt þetta. Það þarf að vera vissulega fyrir þá sem leita sér upplýsinga. En fyrst og fremst þarf að vera trú á því, og við þurfum að efla traust á því að við séum, þessir þingmenn sem þarna eru, fólkið í kringum okkur, að vinna fyrir hag almennings í landinu. Og ég held að við verðum hvert og eitt að horfa í spegil. Þetta snýst líka um samtalið við fólk. Láta fólk vita hvað er í gangi og hafa þetta gegnsæi í störfum okkar, ábyrgðarkeðjuna. Ég held að við verðum öll að vinna saman. Og öll þessi litlu mál sem eru að koma upp, stundum af hreinni ósvífni viðkomandi stjórnmálamanna, stundum óvart, þau eru ekkert að hjálpa. Vegna þess að það býr til einhverja mynd af þessari stétt sem ég tel ekki vera rétta og það er okkar allra að laga hana. Ég held að það þurfi að vera til viðbótar við þessar skýrslur og allt annað.“

Nýtt þing verður sett í dag klukkan 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár