Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðlaugur segir Íslendinga hafa „óumsemjanlegan rétt“ til hvalveiða

„Ekki er unnt að vé­fengja rétt Ís­lands til að nýta lif­andi sjáv­ar­auð­lind­ir á borð við hval með ábyrg­um og sjálf­bær­um hætti,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráð­herra í svari við fyr­ir­spurn Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur.

Guðlaugur segir Íslendinga hafa „óumsemjanlegan rétt“ til hvalveiða

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa óumsemjanlegan rétt til hvalveiða og ekki sé unnt að véfengja þann rétt.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um viðskiptahagsmuni Íslands í ljósi mótmæla gegn hvalveiðum. 

„Ekki samið um rétt Íslands“

„Fyrir Íslendinga sem þjóð svo háðri sjávarútvegi og auðlindum hafsins verður ekki samið um rétt Íslands til hvalveiða. Sá réttur er óumsemjanlegur. Alþjóðalög og sáttmála ber að virða og ekki er unnt að véfengja rétt Íslands til að nýta lifandi sjávarauðlindir á borð við hval með ábyrgum og sjálfbærum hætti – líkt og raunin er,“ segir í svari ráðherra. Bent er á að fyrirliggjandi reglugerð og kvótaúthlutun til hvalveiða renni sitt skeið á enda síðar á þessu ári. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinni nú að mati á þjóðhagslegum áhrifum hvalveiða, auk þess sem Hafrannsóknastofnun meti fæðuþörf hvala og vægi hennar í lífríki sjávar hér við land. Niðurstöður þeirrar vinnu, auk annarra þátta, muni nýtast við frekari ákvarðanir er lúta að stefnu Íslands í hvalveiðum.

10 þúsund mótmælabréf til ráðuneytisins

Í svari ráðherra eru viðbrögð alþjóðasamfélagsins við hvalveiðum Íslendinga rakin.  Fram kemur að þann 6. júlí síðastliðinn, í kjölfar ákvörðunar Hvals hf. um að hefja veiðar að nýju, hafi stjórnvöldum verið afhent sameiginlegt erindi ríkja Evrópusambandsins, Argentínu, Ástralíu, Brasilíu, Síles, Kostaríku, Dóminíska lýðveldisins, Ekvadors, Ísraels, Mexíkós, Mónakós, Panama, Nýja-Sjálands og Bandaríkjanna þar sem komið var á framfæri mótmælum við veiðunum, einkum á langreyði. „Auk þess höfðu í ágústbyrjun borist rétt rúmlega tíu þúsund tölvuskeyti frá einstaklingum vegna ákvörðunarinnar, sem er umtalsvert minna en árið 2006. Þá ber að hafa í huga að hluti þessara skeyta barst eftir að blendingshvalur veiddist við Ísland sem tengdist ekki ákvörðun um veiðarnar en vakti nokkur viðbrögð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár