Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Guðlaugur segir Íslendinga hafa „óumsemjanlegan rétt“ til hvalveiða

„Ekki er unnt að vé­fengja rétt Ís­lands til að nýta lif­andi sjáv­ar­auð­lind­ir á borð við hval með ábyrg­um og sjálf­bær­um hætti,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráð­herra í svari við fyr­ir­spurn Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur.

Guðlaugur segir Íslendinga hafa „óumsemjanlegan rétt“ til hvalveiða

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga hafa óumsemjanlegan rétt til hvalveiða og ekki sé unnt að véfengja þann rétt.

Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um viðskiptahagsmuni Íslands í ljósi mótmæla gegn hvalveiðum. 

„Ekki samið um rétt Íslands“

„Fyrir Íslendinga sem þjóð svo háðri sjávarútvegi og auðlindum hafsins verður ekki samið um rétt Íslands til hvalveiða. Sá réttur er óumsemjanlegur. Alþjóðalög og sáttmála ber að virða og ekki er unnt að véfengja rétt Íslands til að nýta lifandi sjávarauðlindir á borð við hval með ábyrgum og sjálfbærum hætti – líkt og raunin er,“ segir í svari ráðherra. Bent er á að fyrirliggjandi reglugerð og kvótaúthlutun til hvalveiða renni sitt skeið á enda síðar á þessu ári. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinni nú að mati á þjóðhagslegum áhrifum hvalveiða, auk þess sem Hafrannsóknastofnun meti fæðuþörf hvala og vægi hennar í lífríki sjávar hér við land. Niðurstöður þeirrar vinnu, auk annarra þátta, muni nýtast við frekari ákvarðanir er lúta að stefnu Íslands í hvalveiðum.

10 þúsund mótmælabréf til ráðuneytisins

Í svari ráðherra eru viðbrögð alþjóðasamfélagsins við hvalveiðum Íslendinga rakin.  Fram kemur að þann 6. júlí síðastliðinn, í kjölfar ákvörðunar Hvals hf. um að hefja veiðar að nýju, hafi stjórnvöldum verið afhent sameiginlegt erindi ríkja Evrópusambandsins, Argentínu, Ástralíu, Brasilíu, Síles, Kostaríku, Dóminíska lýðveldisins, Ekvadors, Ísraels, Mexíkós, Mónakós, Panama, Nýja-Sjálands og Bandaríkjanna þar sem komið var á framfæri mótmælum við veiðunum, einkum á langreyði. „Auk þess höfðu í ágústbyrjun borist rétt rúmlega tíu þúsund tölvuskeyti frá einstaklingum vegna ákvörðunarinnar, sem er umtalsvert minna en árið 2006. Þá ber að hafa í huga að hluti þessara skeyta barst eftir að blendingshvalur veiddist við Ísland sem tengdist ekki ákvörðun um veiðarnar en vakti nokkur viðbrögð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár