Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Peningastefnunefnd: Atvinnleysi eykst ef laun og ríkisútgjöld hækka um of

Seðla­bank­inn spá­ir 3,6% hag­vexti í ár og minni á næstu tveim­ur ár­um. Pen­inga­stefnu­nefnd held­ur stýri­vöxt­um óbreytt­um, en var­ar stjórn­völd og að­ila vinnu­mark­að­ar­ins við.

Peningastefnunefnd: Atvinnleysi eykst ef laun og ríkisútgjöld hækka um of
Peningastefnunefnd Nefndin segist tilbúin til að hækka vexti aukist verðbólguhorfur. Mynd: Seðlabankinn

Hagvöxtur verður minni næstu tvö ár, samkvæmt þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var í dag. Verðbólga var 2,3% á öðrum fjórðungi þessa árs og hafa verðbólguhorfur aukist umfram væntingar. Peningastefnunefnd ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum, en segist tilbúin til að hækka þá. Verði það þá í höndum aðila á vinnumarkaði og stjórnvalda að hemja atvinnuleysi með kjarasamningum og ríkisfjármálastefnu.

„Peningastefnunefnd ítrekar að hún hefur bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu við markmið til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar. „Haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka og festist í sessi umfram markmið mun það kalla á harðara taumhald peningastefnunnar. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafa þá áhrif á hversu mikill fórnarkostnaður verður í lægra atvinnustigi.“

Hagvöxtur minni næstu ár

Í ritinu Peningamál, sem Seðlabankinn birti samhliða vaxtaákvörðun, kemur fram að ferðaþjónusta muni vaxa hægar í ár en spáð var. Töluvert meiri vöxtur hefur þó orðið í útflutningi sjávarafurða. „Horfur eru því á meiri vexti útflutnings sem vegur á móti lakari horfum um þróun viðskiptakjara,“ segir í ritinu. „Talið er að hagvöxtur verði 3,6% í ár eins og í fyrra.“

Þá spáir bankinn því að á næstu tveimur árum hægi á hagvexti og að hann verði 2,7% á næsta ári en aukist lítillega árið 2020 og verði 3%. „Áfram eru horfur á að dragi úr hagvexti með hægari vexti útflutnings og innlendrar eftirspurnar. Þróun íbúðaverðs og vísbendingar af vinnumarkaði benda í sömu átt,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár