Tapaðar kröfur upp á 640 milljónir

Ari­on banki var stærsti kröfu­haf­inn í þrota­bú Ing­ólfs Helga­son­ar. Hann var úr­skurð­að­ur gjald­þrota í mars en til­kynnt var um skipta­lok í dag. Ekk­ert fékkst upp í lýst­ar kröf­ur.

Tapaðar kröfur upp á 640 milljónir
Fékk tveggja og hálfs árs dóm Ingólfur Helgason var dæmdur í stóra markaðsmisnotkunarmálinu árið 2015. Mynd: Skjáskot af RÚV

Engar eignir fundust í þrotabúi Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem úrskurðaður var gjaldþrota fyrr á þessu ári. Gjaldþrotaskiptum lauk þann 20. júní 2018 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem námu samtals 639,6 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag, en Vísir greindi fyrst frá.

Stundin hafði samband við Lúðvík Örn Steinarsson, skiptastjóra búsins, sem staðfesti að Arion banki hefði verið stærsti kröfuhafinn og átt stærstan hluta hinna töpuðu krafna. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði árangurslaust fjárnám hjá Ingólfi þann 26. október síðastliðinn að beiðni bankans.

Ingólf­ur var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi árið 2015 í stóra markaðsmis­notk­un­ar­máli Kaupþings. Staðfesti Hæstiréttur dóminn árið 2016. Hafði Ingólfi áður verið gert að greiða slitastjórn Kaupþings rúman milljarð og svo Arion banka samtals 167 milljónir vegna óuppgerðra skulda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálahrunið

Jón Ásgeir var á „djöflamergnum“ og reyndi að fá Samherja inn í Stím
FréttirFjármálahrunið

Jón Ás­geir var á „djöfla­mergn­um“ og reyndi að fá Sam­herja inn í Stím

Tölvu­póst­ur frá Sam­herja, sem send­ur var fyr­ir hönd Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, til Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar sýn­ir hvernig það var Jón Ás­geir sem reyndi að setja sam­an fjár­festa­hóp­inn í Stím. Lár­us Weld­ing var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í mál­inu en Jón Ás­geir sagði fyr­ir dómi að hann hefði ekk­ert kom­ið að við­skipt­un­um.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár