Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þórólfur greiddi sér 90 milljóna arð í fyrra

Kaup­fé­lags­stjór­inn tók 150 millj­ón­ir út úr eign­ar­halds­fé­lagi sínu á tveim­ur ár­um.

Þórólfur greiddi sér 90 milljóna arð í fyrra

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, greiddi sér 90 milljóna arð út úr eignarhaldsfélagi sínu, Háuhlíð 2 ehf, í fyrra og 60 milljónir árið þar á undan. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.  

Eignir og hagnað félagsins má meðal annars rekja til viðskipta sem Þórólfur stundaði með hlutabréf í útgerð Kaupfélags Skagfirðinga, FISK Seafood, fyrir um tíu árum síðan ásamt þeim Sigurjóni Rúnari Rafnssyni, aðstoðarkaupfélagsstjóra KS, og Jóni Eðvald Friðrikssyni, forstjóra FISK Seafood. 

Stundin hefur áður fjallað um viðskiptin. Félagið Fiskileiðir ehf., sem þremenningarnir áttu í gegnum félagið Síðasta dropann ehf, keypti þriggja prósenta hlut í FISK Seafood fyrir 149 milljónir árið 2006. Skömmu eftir það rann Fiskiðja Sauðárkróks og FISK-eignarhaldsfélag saman við FISK Seafood og hlutabréfin í síðastnefnda félaginu hækkuðu í verði þar sem Fiskiðja Sauðárkróks átti eignir upp á rúmlega 6,6 milljarða króna. Bókfærður hagnaður viðskipta Fiskileiða með hlutabréfin nam rúmlega 103 milljónum króna samkvæmt ársreikningi Fiskileiða fyrir árið 2006. Það ár greiddi félagið út 75 milljóna króna arð til hluthafanna þriggja, meðal annars til félagsins Háuhlíðar 2. ehf í eigu Þórólfs. Árin 2007 og 2008 tók svo Þórólfur samtals 160 milljóna króna arð út úr Háuhlíð 2. Háahlíð 2 hagnaðist um 6 milljónir í fyrra og var með eigið fé upp á 151 milljón króna í lok ársins. 

Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í eigu á annað þúsund félagsmanna. Þórólfur Gíslason hefur verið æðsti stjórnandi þess frá 1988. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár