Móðir sem missti son sinn á þrítugsaldri í ágúst telur að komið sé fram við fólk með lyfjafíkn sem annars eða þriðja flokks borgara. Að hennar sögn fór sonur hennar af Vogi til að leita sér hjálpar á fíknigeðdeild Landspítalans. Deildin var lokuð í sumar og þegar hann sneri aftur fékk hann ekki að koma aftur á Vog og missti plássið sitt á eftirmeðferðarstöðinni Vík.
Móðirin segist ekki vilja minnast sonar síns sem fíkils og vill því ekki koma fram undir nafni. „Það er nefnilega komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara,“ segir hún. „Meira að segja inni á meðferðarstofnunum. Það virðist vera sem það séu fordómar hjá meðferðaraðilum gagnvart þeim sem hafa lyfjafíkn en ekki „bara“ fíkn í alkóhól“.
Hún segir son sinn hafa reynt sitt besta til að halda sér edrú, en það hafi ekki tekist. „Sonur minn var á Vogi þegar …
Athugasemdir