Móðir sem missti son sinn: „Komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara“

Mað­ur á þrí­tugs­aldri skráði sig út af Vogi og leit­aði til fíknigeð­deild­ar sem var lok­uð í sum­ar. Hann komst ekki strax aft­ur inn hjá SÁÁ og lést í ág­úst. Móð­ir hans seg­ir for­dóma ríkja gagn­vart fólki með lyfjafíkn.

Móðir sem missti son sinn: „Komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara“
Sjúkrahúsið Vogur Framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ segir samtökin sinna eins mörgum og hægt er. Mynd: Kristinn Magnússon

Móðir sem missti son sinn á þrítugsaldri í ágúst telur að komið sé fram við fólk með lyfjafíkn sem annars eða þriðja flokks borgara. Að hennar sögn fór sonur hennar af Vogi til að leita sér hjálpar á fíknigeðdeild Landspítalans. Deildin var lokuð í sumar og þegar hann sneri aftur fékk hann ekki að koma aftur á Vog og missti plássið sitt á eftirmeðferðarstöðinni Vík.

Móðirin segist ekki vilja minnast sonar síns sem fíkils og vill því ekki koma fram undir nafni. „Það er nefnilega komið fram við fólk með lyfjafíkn sem annars ef ekki þriðja flokks borgara,“ segir hún. „Meira að segja inni á meðferðarstofnunum. Það virðist vera sem það séu fordómar hjá meðferðaraðilum gagnvart þeim sem hafa lyfjafíkn en ekki „bara“ fíkn í alkóhól“.

Hún segir son sinn hafa reynt sitt besta til að halda sér edrú, en það hafi ekki tekist. „Sonur minn var á Vogi þegar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár