Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

Gunn­laug­ur Sig­munds­son, fað­ir Sig­mund­ar Dav­íðs, for­manns Mið­flokks­ins, sendi bréf á ís­lensk­an lektor við Há­skól­ann í Lundi þar sem hann út­húð­aði hon­um og kall­aði illa upp­lýst­an kjána. Þá bað hann kenn­ar­ann um að­stoð við að koma sér í sam­band við starfs­mann inn­an skól­ans svo hann gæti kvart­að und­an hon­um.

Gunnlaugur óánægður með skrif lektors – vill ræða við vinnuveitanda hans

Gunnlaugur M. Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því við íslenskan lektor við Háskólann í Lundi að hann gæfi honum samband við starfsmann í skólanum svo hann gæti kvartað undan honum. Ástæða þess er sú að Gunnlaugi líkar illa hvernig kennarinn hefur tjáð sig um fréttir í athugasemdakerfum.

Sigmundur Guðmundsson er lektorinn sem Gunnlaugur hafði samband við en hann hefur kennt við stærðfræðideild háskólans í um níu ár. Gunnlaugur sendi honum tölvupóst á dögunum þar sem hann úthúðaði honum og kallaði hann illa upplýstan kjána. Sigmundur segir Gunnlaug vaða í villu haldi hann að háskólinn geti haft áhrif á hvernig hann tjáir sig á opinberum vettvangi.

Sigmundur Guðmundssonstærðfræðingur við Háskólann í Lundi.

„Einn kennari við stærðfræðideild háskólans í Lundi er samt nokkuð þaulsetinn við skítkast í athugasemdadálkum ísl. netmiðla. Öll eru þau skrif kjánaleg og skrifuð af miklum vilja til að fara rangt með. Óvanalegt er að sjá stærðfræðinga vinna með slíkum hætti og dreg ég því þá ályktun af skrifum kjánans, að kennslu við skólan [sic] fari hrakandi,“ segir meðal annars í bréfi Gunnlaugs til Sigmundar.

„Getur þú vinsamlegast bennt [sic] mér á hvern við háskólan [sic] í Lundi ég ætti að hafa samband til að láta í ljós áhyggjur af að kennslu við skólan [sic] fari hugsanlega hrakandi?“ Sagði svo í bréfi Gunnlaugs.

Í svari Sigmundar til Gunnlaugs segir hann skrif hans vera hreinan brandara. „Hér í Svíþjóð ríkir bæði skoðanar- og tjáningarfrelsi.  Þessir þættir eru reyndar hluti af sænsku stjórnarskránni sem þú ættir að kynna þér. Ef þú telur að atvinnurekandi minn geti haft áhrif á það sem ég tjái mig um á opinberum vettvangi, sem prívat persóna, veður þú í mjög alvarlegri villu,“ segir ennfremur í svari Sigmundar.

Bréf Gunnlaugs til kennarans má lesa hér í heild:

Góðan dag Sigmundur Guðmundsson kennari við stærðfræðideild háskólans í Lundi.
Ég hef lengi haft álit á háskólanum Í Lundi enda þekki ég fólk sem þangað sótti á árum áður. Nú óttast ég að þessi gamli og merki háskóli sé að gefa eftir hvað varðar gæðakröfur sem gerðar eru til þeirra sem þar sinna kennslu. 

Ég lít stundum yfir athugasemdaskrif fólks sem tjáir sig um fréttir á ísl. netmiðlum, sjaldan uppbyggileg skrif en flest bera það með sér, að vera skrifuð af illa upplýstum kjánum sem eru uppfullir af pólitísku ofstæki í garð nafngreindra einstaklinga. 

Kjánar hafa sjaldan áhrif en þegar kjánar eru farnir að kenna við þekkta háskóla fer málið að verða alvarlegt. Góð kennsla í háskóla byggir á því, að kennari geti farið rétt með staðreindir og láti ekki stjórnast af pólitísku ofstæki. Kjánaskap sem háskólakennari sýnir utan skóla hefur áhrif á mat á gæðum þess háskóla sem viðkomandi starfar við. 

Ég sé á heimasíðu háskólans í Lundi að heimilt er að skrifa athugasemdir á síðu skólans en tekið fram að ekki sé leyfilegt að skrifa persónuleg ónot í garð einstaklinga. Einn kennari við stærðfræðideild háskólans í Lundi er samt nokkuð þaulsetinn við skítkast í athugasemdadálkum ísl. netmiðla. Öll eru þau skrif kjánaleg og skrifuð af miklum vilja til að fara rangt með. Óvanalegt er að sjá stærðfræðinga vinna með slíkum hætti og dreg ég því þá ályktun af skrifum kjánans, að kennslu við skólan fari hrakandi. 

Skólinn hefur nýverið unnið greinargerð um íslensku krónuna og komið með ákveðnar tillögur þar að lútandi. Fróðleg skrif en það dregur úr trúverðugleika skýrslunnar að við skólan starfi kennarar sem láta stjórnast af pólitísku ofstæki og rétt að það komi fram þegar fjallað verður um skýrsluna á Íslandi. 

Getur þú vinsamlegast bennt mér á hvern við háskólan í Lundi ég ætti að hafa samband til að láta í ljós áhyggjur af að kennslu við skólan fari hugsanlega hrakandi?

Með kveðju
Gunnl.M.Sigmundsson

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár