Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi

Í bréfa­sam­skipt­um sem Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, birt­ir um sam­skipti sín við fjár­mála­ráðu­neyt­ið og Fé­lags­vís­inda­stofn­un HÍ kem­ur fram að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hafi eng­ar at­huga­semd­ir gert við taf­ir á skil­um skýrslu Hann­es­ar.

Bjarni leyfði Hannesi Hólmsteini að víkja frá verksamningi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hafði fullt samráð við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kaus að skila skýrslu sinni um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins miklu seinna en samið var um árið 2014. Þetta kemur fram í bréfasamskiptum sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, birti á bloggsíðu sinni. Þá kemur fram í samskiptum Hannesar við fjármálaráðuneytið og Félagsvísindastofnun HÍ að hann hafi verið að leggja lokahönd á skýrsluna í um tvö og hálft ár.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirritaði samning um verkið við Félagsvísindastofnun þann 7. júlí árið 2014. Áætluð verklok voru júlí 2015 og en þeim hefur seinkað um rúm þrjú ár. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar getur ekki sagt hvenær skýrslan verður gerð opinber. 

Hannes birti bréfasamskipti sín við fjármálaráðuneytið, Félagsvísindastofnun HÍ og fjölmiðla í kjölfar beiðni Fréttablaðsins um afrit af samskiptunum. Segist hann á bloggsvæði sínu ekkert hafa við það að athuga að samskiptin séu birt á opinberum vettvangi.

Kostnaður ráðuneytisins er samkvæmt samningi fjármálaráðuneytisins við Félagsvísindastofnun 10 milljónir króna. Hannes hefur sagt töfina á skilum engu breyta varðandi umsaminn kostnað við skýrslugerðina.

Að leggja lokahönd á skýrsluna í tvö og hálft ár

Bréfasamskiptin spanna um rúmlega tveggja ára skeið og fullyrðir Hannes ítrekað yfir tímabilið að stutt sé í að skýrslunni verði skilað.

Þann 14. október 2015 sendi fréttamaður Rúv fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins um tildrög skýrslunnar. Fjármálaráðuneytið framsendi fyrirspurnina á Félagsvísindastofnun sem svaraði samdægurs. „Gert er ráð fyrir að stuttri skýrslu verði skilað fyrir áramót en lokaskýrslu fljótlega eftir áramót,“ segir í svari Félagsvísindastofnunar.

Þá virðist hvorki fjármálaráðuneytið né Félagsvísindastofnun hafa átt í skriflegum samskiptum við Hannes í eitt og hálft ár frá fyrirspurn fréttamanns Rúv.

Þann 2. mars árið 2017 skrifaði Hannes bréf til fjármálaráðuneytisins og Félagsvísindastofnunar þar sem hann svaraði munnlegum fyrirspurnum. Þar fullyrti Hannes að styttri útgáfu af skýrslunni yrði  skilað rúmri viku síðar, þann 10. mars, en lengri útgáfu þann 8. ágúst.

Í sama bréfi tiltekur Hannes ástæður þess hvers vegna skýrslan hafi tafist. Segir hann þær vera margar, til að mynda að efnið hafi verið viðameira en hann hafi haldið, honum hafi verið neitað um aðgang að gögnum og að ekkert hafi sérstaklega legið á skýrslunni, „ólíkt til dæmis skýrslu RNA“. Þá segir Hannes að fullt samráð hafi verið haft við Bjarna Benediktsson um þennan feril og hann hafi „ekki gert neinar athugasemdir við hann.“

„Það er aðeins spurning um nokkra daga, hvenær ég lýk styttri skýrslunni“

Stuttu skýrslunni var þó ekki skilað þann 10. mars og sendi Hannes því annað bréf til fjármálaráðuneytisins og Félagsvísindastofnunar þann 16. mars 2017. „Það gengur ljómandi vel að setja saman stuttu skýrsluna, þótt auðvitað miði mér stundum hægar en ég hefði búist við, því að alltaf er ég að rekast á eitthvað nýtt eða eitthvað, sem ég hef ekki tekið eftir áður og þarf að sannreyna. Ég hygg, að það sé spurning um daga frekar en vikkur [sic], hvenær ég lýk henni á þann hátt, að ég geti sýnt ykkur hana,“ segir Hannes í bréfinu. Þá áætlar hann að hann muni ganga frá lengri skýrslunni um sumarið og ljúka henni um haustið.

Viku síðar, þann 23. mars, ítrekar Hannes í tölvupósti til fjármálaráðuneytisins að mjög stutt sé í að hann skili stuttu skýrslunni. „Ég er kominn til Íslands, og það er aðeins spurning um nokkra daga, hvenær ég lýk styttri skýrslunni. Viðaukinn var í rauninni tilbúinn fyrir löngu, þótt ég þurfi að fara aftur yfir hann, og lengri skýrslunni lýk ég síðar í sumar,“ skrifar Hannes.

Daginn eftir skrifar Hannes á ný til fjármálaráðuneytisins og Félagsvísindastofnunar. Þar segir hann sig vera kominn að niðurlaginu sem verði um fimm blaðsíður og mjög stutt sé í að hann sendi hana í yfirlestur.

Rúmum sjö vikum síðar, þann 15. maí, skrifar Hannes næst til fjármálaráðuneytisins og Félagsvísindastofnunar. „Ég hef í raun lokið skýrslunni, á aðeins eftir um 3 bls. Conclusions,“ skrifar Hannes. Þá segist hann gjarnan vilja vita, hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar í máli Geirs H. Haarde og að honum þyki eðlilegast að birta skýrsluna 8. október, sama dag og hryðjuverkalögin voru sett.

Allt á áætlun samkvæmt Hannesi

Þann 21. júní skrifar Hannes ráðuneytinu og Félagsvísindastofnun á ný og segir allt vera á áætlun. Það reyndist þó ekki vera því að rúmum þremur mánuðum síðar, þann 26. september skrifaði Hannes á ný til ráðuneytisins og boðaði frekari tafir. Sagðist hann hafa lokið skýrslunni fyrir nokkru og að hún væri í yfirlestri og endurbótum. Hins vegar hafi hann haft fregnir af því að niðurstöðu í máli Mannréttindadómstóls Evrópu væri að vænta fljótlega og áætlaði hann því að skýrslunni yrði skilað í lok október frekar en 8. október eins og miðað var við.

„Ég er að reyna að ljúka skýrslunni, svo að setja megi hana á Netið [sic]. Það verður eftir nokkra daga,“ segir svo í bréfi Hannes þann 4. nóvember til ráðuneytisins og Félagsvísindastofnunar. Þá segir hann að gott væri að fá síðasta reikninginn greiddan strax eftir skilin.

Samkvæmt samningnum um gerð skýrslunnar var 2,5 milljóna króna greiðsla áætluð við verklok.

Afhending skýrslunnar tafðist vegna aðferðafræðilegra krafna Félagsvísindastofnunar

Þann 10. nóvember segir í bréfi Hannesar til Félagsvísindastofnunar að hann vilji gjarnan fara að skila skýrslunni. Þá segist hann ekkert hafa á móti því að að skýrslan sé sett á netið strax. „Best væri að setja hana á Netið [sic] í næstu viku eða um næstu helgi. Síðasta reikninginn fyrir verkið þyrfti líka að senda í fjármálaráðuneytið og greiða sem fyrst,“ segir jafnframt í bréfinu.

Í samtali við Mbl.is sagði Hannes þann 14. nóvember að skýrslan yrði birt þann mánudaginn 20. nóvember. 

„Það er ljóst að afhending skýrslunnar mun tefjast um einhverja mánuði í viðbót“

Síðustu bréfasamskiptin sem Hannes birtir eru á milli ráðuneytisins og Félagsvísindastofnunar þann 17. nóvember 2017. Í bréfi ráðuneytisins til Félagsvísindastofnunar er upplýst um að ráðuneytinu hafi borist „eindregnar ábendingar um að efnistök og umfjöllum sem þá varða sé verulega áfátt og uppfylli ekki fræðilegar kröfur eða akademísk viðmið sem gera verður til háskóla eða stofnana þeirra“. Þá minnir ráðuneytið Félagsvísindastofnun á að áréttað hafi verið við gerð samningsins að faglegar og fræðilegar kröfur yrðu í heiðri hafðar.

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir

Félagsmálastofnun svaraði bréfi ráðuneytisins samdægurs. „Ég mun hafa samband við Hannes og gera honum grein fyrir því að ég muni skila skýrslunni fyrir hönd stofnunarinnar þegar ég tel hana uppfylla aðferðafræðilegar kröfur Félagsvísindastofnunar. Það er ljóst að afhending skýrslunnar mun tefjast um einhverja mánuði í viðbót,“ segir í bréfinu.

Sama dag og Félagsvísindastofnun tilkynnti ráðuneytinu um að afhending skýrslunnar myndi tefjast um nokkra mánuði skrifaði Hannes pistill á vefsvæði Pressunnar. Fyrirsögnin pistilsins var: „Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?“ Í pistlinum segist Hannes hafa lokið við skýrsluna en hann hafi ákveðið að fresta skilum til 16. janúar 2018, vegna þess að sanngjarnt væri að gefa þeim „sem minnst er á í henni, kost á að skýra mál sitt, leiðrétta og gera athugasemdir. Hafa sumir þeirra kvartað undan því, að þeim gefist ekki nægur tími til þess.“

Þann 26. janúar í ár fékk Félagsvísindastofnun afhent drög að skýrslu Hannesar. Að sögn Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, forstöðumanns Félagsvísindastofnunar, voru skýrsludrögin send Hannesi í apríl eftir yfirlestur stofnunarinnar. „Hann er að fara yfir athugasemdir sem voru gerðar í yfirlestrinum,“ sagði Guðbjörg í samtali við Stundina í júní. „Við bíðum eftir að fá hana aftur og ég geri ráð fyrir að við skilum þegar allir eru orðnir sáttir.“

Stundin hafði á ný samband við Guðbjörgu í ágúst. Þá sagði hún enga dagsetningu ákveðna hvað varðar útgáfu skýrslu Félagsvísindastofnunar, en hún hyggst taka stöðuna með Hannesi seinni hluta ágúst.

27. júlí síðastliðinn birti Hannes hins vegar skýrslu með titlinum „Lessons for Europe from the 2008 Icelandic bank collapse“ á vef New Direction. Í svari við fyrirspurn Stundarinnar sagði Hannes að hún væri „alls ekki sama skýrslan“ og fyrir ráðuneytið.

„Ég ákvað að sleppa því að lesa hana,“ sagði Guðbjörg, aðspurð hvort skýrslan sé eins og sú óútkomna. „Ég ákvað að ég hefði annað við tímann að gera, því í raun kemur hún mér í sjálfu sér ekkert við.“ Hún segir titilinn og efnið vera sambærilegt óútkomnu skýrslu Hannesar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár