Systurnar Aníta og Sara Líf Andradætur fara reglulega út á götu í miðbæ hafnarborgarinnar Fremantle í Vestur-Ástralíu og syngja og spila fyrir vegfarendur. Þær eru ekki nema 13 og 14 ára en hafa með þessu greitt fyrir tónlistarnám sitt, keypt sér hljóðfæri og magnara og greitt fyrir upptökur, auk þess að eiga eftir ríflegan vasapening. Frá þessu sögðu þær í stuttu spjalli við blaðamann Stundarinnar á dögunum ásamt mömmu sinni, Unu Ósk.

Samtalið fór fram í gegnum netið, enda þær staddar á nýjum heimaslóðum og ekki væntanlegar til Íslands á næstunni. Með hvíta smáhundinn Harry á milli sín virtust þær áberandi lífsglaðar og sögðu með áströlskum hreim á annars góðri íslensku frá lífi sínu í Ástralíu. Báðar ganga þær í skóla sem heitir John …
Athugasemdir