Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Seldu aleiguna og byrjuðu upp á nýtt

Fyr­ir átta ár­um lagði fimm manna fjöl­skylda af stað úr landi með Nor­rænu til að leita ham­ingj­unn­ar á nýj­um slóð­um. Eft­ir nokk­urra mán­aða flakk um Evr­ópu end­uðu þau hinum meg­in á hnett­in­um, í Vest­ur-Ástr­al­íu, þar sem yngri dæt­urn­ar hasla sér nú völl sem bösk­ar­ar.

Seldu aleiguna og byrjuðu upp á nýtt
Orðnir ástralsir ríkisborgarar Aníta, Una, Sara Líf, Andri og Alexandra, ásamt bæjarstjóra City Beach þar sem fjölskyldan bjó í sex ár. Myndin var tekin við það tækifæri þegar fjölskyldan fékk ástralskan ríkisborgararétt árið 2016. Mynd: Úr einkasafni

Systurnar Aníta og Sara Líf Andradætur fara reglulega út á götu í miðbæ hafnarborgarinnar Fremantle í Vestur-Ástralíu og syngja og spila fyrir vegfarendur. Þær eru ekki nema 13 og 14 ára en hafa með þessu greitt fyrir tónlistarnám sitt, keypt sér hljóðfæri og magnara og greitt fyrir upptökur, auk þess að eiga eftir ríflegan vasapening. Frá þessu sögðu þær í stuttu spjalli við blaðamann Stundarinnar á dögunum ásamt mömmu sinni, Unu Ósk.

Sara Líf og AnítaÞær syngja bæði frumsamin lög eftir Anítu og ábreiður eftir tónlistarmenn á borð við Barböru Streisand og Elvis Presley.

Samtalið fór fram í gegnum netið, enda þær staddar á nýjum heimaslóðum og ekki væntanlegar til Íslands á næstunni. Með hvíta smáhundinn Harry á milli sín virtust þær áberandi lífsglaðar og sögðu með áströlskum hreim á annars góðri íslensku frá lífi sínu í Ástralíu. Báðar ganga þær í skóla sem heitir John …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár