Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Seldu aleiguna og byrjuðu upp á nýtt

Fyr­ir átta ár­um lagði fimm manna fjöl­skylda af stað úr landi með Nor­rænu til að leita ham­ingj­unn­ar á nýj­um slóð­um. Eft­ir nokk­urra mán­aða flakk um Evr­ópu end­uðu þau hinum meg­in á hnett­in­um, í Vest­ur-Ástr­al­íu, þar sem yngri dæt­urn­ar hasla sér nú völl sem bösk­ar­ar.

Seldu aleiguna og byrjuðu upp á nýtt
Orðnir ástralsir ríkisborgarar Aníta, Una, Sara Líf, Andri og Alexandra, ásamt bæjarstjóra City Beach þar sem fjölskyldan bjó í sex ár. Myndin var tekin við það tækifæri þegar fjölskyldan fékk ástralskan ríkisborgararétt árið 2016. Mynd: Úr einkasafni

Systurnar Aníta og Sara Líf Andradætur fara reglulega út á götu í miðbæ hafnarborgarinnar Fremantle í Vestur-Ástralíu og syngja og spila fyrir vegfarendur. Þær eru ekki nema 13 og 14 ára en hafa með þessu greitt fyrir tónlistarnám sitt, keypt sér hljóðfæri og magnara og greitt fyrir upptökur, auk þess að eiga eftir ríflegan vasapening. Frá þessu sögðu þær í stuttu spjalli við blaðamann Stundarinnar á dögunum ásamt mömmu sinni, Unu Ósk.

Sara Líf og AnítaÞær syngja bæði frumsamin lög eftir Anítu og ábreiður eftir tónlistarmenn á borð við Barböru Streisand og Elvis Presley.

Samtalið fór fram í gegnum netið, enda þær staddar á nýjum heimaslóðum og ekki væntanlegar til Íslands á næstunni. Með hvíta smáhundinn Harry á milli sín virtust þær áberandi lífsglaðar og sögðu með áströlskum hreim á annars góðri íslensku frá lífi sínu í Ástralíu. Báðar ganga þær í skóla sem heitir John …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár