Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

26 manns létust meðan þeir biðu eftir plássi á Vogi

Ásætt­an­leg­ur bið­tími er ekki skil­greind­ur í þjón­ustu­samn­ingi rík­is­ins við SÁÁ um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins. 15 manns sem voru á bið­lista lét­ust í fyrra og 11 manns ár­ið 2016.

26 manns létust meðan þeir biðu eftir plássi á Vogi

15 einstaklingar létust meðan þeir biðu eftir því að komast að á Vogi í fyrra og 11 einstaklingar árið þar á undan. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingkonu Pírata, um biðlista á Vog. Ekki fengust upplýsingar frá SÁÁ um hversu margir einstaklingar sem voru á biðlista eftir rými á Vogi létust árin 2013 til 2015. 

Vogur er umsvifamesta meðferðarstofnun landsins og þungamiðjan í meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Stofnunin er starfrækt á grundvelli þjónustusamningis Sjúkratrygginga Íslands við SÁÁ,  Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann.

Í samningnum eru ekki skilgreind nein markmið um biðtíma, en embætti landlæknis er sá aðili innan heilbrigðiskerfisins sem hefur það hlutverk að fylgjast með biðtíma eftir þjónustu og að skilgreina hvaða biðtími sé ásættanlegur. „Það eftirlit hefur aðallega beinst að skurðaðgerðum, en vilji er til þess innan velferðarráðuneytisins að færa eftirlitið til annarrar þjónustu einnig,“ segir í svari heilbrigðisráðherra.

Í fyrirspurninni er spurt hvort ráðherra telji framboð á meðferðarúrræðum fyrir fólk með fíknivanda sé nógu fjölbreytt og hvernig ráðherra hyggist auka þetta framboð og gera það fjölbreyttara á kjörtímabilinu. „Fyrirhugað er að hefja stefnumótun um meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Í þeirri vinnu verður m.a. athugað hvort framboð meðferðarúrræða sé nægilega fjölbreytt hér á landi,“ segir í svari ráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár