Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

26 manns létust meðan þeir biðu eftir plássi á Vogi

Ásætt­an­leg­ur bið­tími er ekki skil­greind­ur í þjón­ustu­samn­ingi rík­is­ins við SÁÁ um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins. 15 manns sem voru á bið­lista lét­ust í fyrra og 11 manns ár­ið 2016.

26 manns létust meðan þeir biðu eftir plássi á Vogi

15 einstaklingar létust meðan þeir biðu eftir því að komast að á Vogi í fyrra og 11 einstaklingar árið þar á undan. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingkonu Pírata, um biðlista á Vog. Ekki fengust upplýsingar frá SÁÁ um hversu margir einstaklingar sem voru á biðlista eftir rými á Vogi létust árin 2013 til 2015. 

Vogur er umsvifamesta meðferðarstofnun landsins og þungamiðjan í meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Stofnunin er starfrækt á grundvelli þjónustusamningis Sjúkratrygginga Íslands við SÁÁ,  Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann.

Í samningnum eru ekki skilgreind nein markmið um biðtíma, en embætti landlæknis er sá aðili innan heilbrigðiskerfisins sem hefur það hlutverk að fylgjast með biðtíma eftir þjónustu og að skilgreina hvaða biðtími sé ásættanlegur. „Það eftirlit hefur aðallega beinst að skurðaðgerðum, en vilji er til þess innan velferðarráðuneytisins að færa eftirlitið til annarrar þjónustu einnig,“ segir í svari heilbrigðisráðherra.

Í fyrirspurninni er spurt hvort ráðherra telji framboð á meðferðarúrræðum fyrir fólk með fíknivanda sé nógu fjölbreytt og hvernig ráðherra hyggist auka þetta framboð og gera það fjölbreyttara á kjörtímabilinu. „Fyrirhugað er að hefja stefnumótun um meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Í þeirri vinnu verður m.a. athugað hvort framboð meðferðarúrræða sé nægilega fjölbreytt hér á landi,“ segir í svari ráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár