Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

26 manns létust meðan þeir biðu eftir plássi á Vogi

Ásætt­an­leg­ur bið­tími er ekki skil­greind­ur í þjón­ustu­samn­ingi rík­is­ins við SÁÁ um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins. 15 manns sem voru á bið­lista lét­ust í fyrra og 11 manns ár­ið 2016.

26 manns létust meðan þeir biðu eftir plássi á Vogi

15 einstaklingar létust meðan þeir biðu eftir því að komast að á Vogi í fyrra og 11 einstaklingar árið þar á undan. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingkonu Pírata, um biðlista á Vog. Ekki fengust upplýsingar frá SÁÁ um hversu margir einstaklingar sem voru á biðlista eftir rými á Vogi létust árin 2013 til 2015. 

Vogur er umsvifamesta meðferðarstofnun landsins og þungamiðjan í meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu. Stofnunin er starfrækt á grundvelli þjónustusamningis Sjúkratrygginga Íslands við SÁÁ,  Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann.

Í samningnum eru ekki skilgreind nein markmið um biðtíma, en embætti landlæknis er sá aðili innan heilbrigðiskerfisins sem hefur það hlutverk að fylgjast með biðtíma eftir þjónustu og að skilgreina hvaða biðtími sé ásættanlegur. „Það eftirlit hefur aðallega beinst að skurðaðgerðum, en vilji er til þess innan velferðarráðuneytisins að færa eftirlitið til annarrar þjónustu einnig,“ segir í svari heilbrigðisráðherra.

Í fyrirspurninni er spurt hvort ráðherra telji framboð á meðferðarúrræðum fyrir fólk með fíknivanda sé nógu fjölbreytt og hvernig ráðherra hyggist auka þetta framboð og gera það fjölbreyttara á kjörtímabilinu. „Fyrirhugað er að hefja stefnumótun um meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Í þeirri vinnu verður m.a. athugað hvort framboð meðferðarúrræða sé nægilega fjölbreytt hér á landi,“ segir í svari ráðherra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár