Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meirihlutinn í Grindavík klofnaði við ráðningu bæjarstjóra

Ekki ein­ing um áfram­hald­andi ráðn­ingu Fann­ars Jónas­son­ar. Mið­flokk­ur­inn lagð­ist á sveif með Sjálf­stæð­is­flokki en full­trúi Fram­sókn­ar­flokks varð und­ir.

Meirihlutinn í Grindavík klofnaði við ráðningu bæjarstjóra
Ráðinn áfram Fannar Jónasson var ráðinn bæjarstjóri Grindavíkur í ársbyrjun 2017 og hefur nú verið endurráðinn til næstu fjögurra ára. Mynd: Grindavíkurbær

Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur klofnaði þegar kom að því að ráða bæjarstjóra á aukafundi bæjarstjórnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með áframhaldandi ráðningu sitjandi bæjarstjóra, Fannars Jónassonar, en fulltrúi Framsóknarflokksins vildi að Þorsteinn Gunnarsson yrði ráðinn. Fór svo að bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem situr í minnihluta, greiddi atkvæði með ráðningu Fannars og fékk hann því fjögur atkvæði en Þorsteinn þrjú.

Nokkur órói mun hafa verið meðal starfsmanna Grindavíkurbæjar með samstarf við bæjarstjóra og hefur meðal annars verið kvartað undan samskiptaörðugleikum. Meðal annars mun það hafa verið mat bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, Páls Vals Björnssonar, að í því ljósi væri það bæjarfélaginu fyrir bestu að nýr bæjarstjóri tæki við. Ekki varð hins vegar af því, sem fyrr segir.

Sigurður Óli Þórleifsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir í samtali við Stundina að það hafi verið orðið að samkomulagi við gerð málefnasamnings í vor að auglýsa eftir bæjarstjóra. „Við ákváðum að láta málefnin ganga fyrir. Við vissum að við værum ósammála um bæjarastjóramálin og ákváðum því að fara þessa leið, að auglýsa eftir bæjarstjóra og fara með málið fyrir bæjarstjórn. Það varð að samkomulagi að báðir aðilar myndu una niðurstöðu kosningar innan bæjarstjórnar. Okkur fannst þetta bara vera lýðræði í sinni fallegustu mynd.“

Spurður hvort hann hafi áhyggjur af því að hefja meirihlutasamstarfið með þessum hætti, að ekki náist eining um ráðning bæjarstjóra, neitar Sigurður Óli því. „Þetta er auðvitað óvanalegt en við berum fullt traust til Fannars. Hann kom hins vegar inn á miðju síðasta kjörtímabili og við vildum bara kanna hvort að aðrir hæfari hefðu áhuga á starfinu. Þorsteinn er heimamaður og við þekkjum hann vel og hann hefur gert góða hluti fyrir norðan. Það er ekki það að við treystum ekki Fannari enda er hann afbragðsmaður. Svona fór þetta bara. Það var ljóst frá því að við hófum samstarf að svona ætti að fara að því og það er því alveg eining milli okkar og Sjálfstæðisflokksins.“

Sigurður Óli segist ekki hafa áhyggjur af því að hans samstarf við Fannar verði erfiðara fyrir vikið. „Ég hef engar áhyggjur af því. Við erum báðir, að því er ég tel, bara miklir fagmenn og ég hef engar áhyggjur.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár