„Geðheilbrigðismálin eru sannarlega í brennidepli. Það gildir ekki bara um ríkisstjórnarflokkana heldur held ég að við séum öll sammála um að þessi málaflokkur þarf að fá meiri þunga í allri umræðu og auðvitað ekki síst áherslu á vegum stjórnvalda.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í janúar.
Þeir sem raunverulega glíma við geðsjúkdóma eru ekki endilega sammála fullyrðingu Svandísar um að geðheilbrigðismálin séu í forgangi. Íslendingar eru þunglyndasta þjóð Evrópu og sú þjóð í heiminum sem notar langmest af geðlyfjum. Þannig er notkun geðlyfja um tvöfalt meiri hér á landi en í OECD-ríkjunum. Af Norðurlandaþjóðunum eru Finnar aðeins líklegri til að fremja sjálfsvíg en Íslendingar standa þeim nærri. Ofan á það hefur ekki verið gengið til samninga við sálfræðinga hér á landi eins og á hinum Norðurlöndunum en kostnaður við sálfræðimeðferð er mjög hár hjá sjúklingum í geðheilbrigðiskerfinu.
Þá eru íslensk börn margfalt líklegri til að vera á geðlyfjum …
Athugasemdir