Þótt Katrín Helga elski að borða góðan mat er mikil matar-lágmenning í lífi hennar. „Matur er ekki í fyrsta sætinu í lífi mínu,“ segir hún. „Ég er svo oft á hlaupum og þönum að ég enda oft á því að borða morgunkorn í öll mál. Ég borða til að lifa, ég lifi ekki til að borða.“
Með dálæti á morgunkorni
Stundum borðar Katrín Helga morgunkorn kvölds og morgna, en þá iðulega með AB-mjólk. „,Ég borða AB-mjólk með múslí, Special K, Cheerios og alls konar morgunkorni.
Ég er grænmetisæta og hef verið vegan á tímabilum; ég er það af og til, og þá finnst mér langerfiðast að sleppa AB mjólkinni. Það er ekkert mál að sleppa ostum. Ég hef verið að kaupa alls konar plöntumjólk sem mér finnst góð, en það er eitthvað við þessa jógúrtáferð í AB mjólkinni sem er ómótstæðileg fyrir mig og því endist ég aldrei lengi sem …
Athugasemdir