Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur skráð félag sitt, Ramses ehf., undir fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa. Félagið er stærsti hluthafi Morgunblaðsins en á einnig net dótturfélaga sem halda utan um viðskiptaumsvif Eyþórs, sem hann lofaði að draga sig úr ef hann yrði kosinn í borgarstjórn.
Eyþór segist hafa minnkað aðkomu sína jafnt og þétt, en bendir á að hann sé ekki í meirihluta í borgarstjórn. „Ég er ekki í valdastöðu,“ segir Eyþór. „Ég er sveitarstjórnarmaður í minnihluta, það eru ekki mikil völd sem maður hefur í slíku, nema benda á það sem miður fer.“
Eyþór er framkvæmdastjóri Ramses og skráði félagið undir liðnum „starfsemi sem er unnin samhliða starfi borgarfulltrúa og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í“. Ramses heldur utan um viðskipti Eyþórs, meðal annars 23 prósenta hlut hans í Morgunblaðinu. Eyþór fékk 50 milljóna króna arð greiddan frá félaginu í fyrra. …
Athugasemdir