Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eyþór Arnalds skráir eign sína í Morgunblaðinu í hagsmunaskrá

Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins hef­ur skráð fé­lag með fjölda dótt­ur­fé­laga og mik­il um­svif í hags­muna­skrá borg­ar­full­trúa. Hann skráði einnig eign sína á hús­næði gjald­þrota málmbræðslu. „Ég er ekki í valda­stöðu,“ seg­ir Ey­þór, sem lof­aði í kosn­inga­bar­átt­unni að skilja sig frá við­skipta­líf­inu.

Eyþór Arnalds skráir eign sína í Morgunblaðinu í hagsmunaskrá
Eyþór Arnalds Félag Eyþórs, Ramses ehf., er umsvifamikið í íslensku viðskiptalífi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur skráð félag sitt, Ramses ehf., undir fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa. Félagið er stærsti hluthafi Morgunblaðsins en á einnig net dótturfélaga sem halda utan um viðskiptaumsvif Eyþórs, sem hann lofaði að draga sig úr ef hann yrði kosinn í borgarstjórn.

Eyþór segist hafa minnkað aðkomu sína jafnt og þétt, en bendir á að hann sé ekki í meirihluta í borgarstjórn. „Ég er ekki í valdastöðu,“ segir Eyþór. „Ég er sveitarstjórnarmaður í minnihluta, það eru ekki mikil völd sem maður hefur í slíku, nema benda á það sem miður fer.“

Eyþór er framkvæmdastjóri Ramses og skráði félagið undir liðnum „starfsemi sem er unnin samhliða starfi borgarfulltrúa og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í“. Ramses heldur utan um viðskipti Eyþórs, meðal annars 23 prósenta hlut hans í Morgunblaðinu. Eyþór fékk 50 milljóna króna arð greiddan frá félaginu í fyrra. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár