Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk

Kall­að var eft­ir björg­un­ar­sveit vegna 18 manna göngu­hóps sem komst ekki yf­ir á í gríð­ar­leg­um vexti. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Al­þing­is, braust yf­ir ána til að sækja hjálp fyr­ir hóp­inn.

Forseti Alþingis braust í gegnum vatnsfallið til að kalla eftir björgunarsveit fyrir göngufólk
Meyjará Á góðum degi er unnt að vaða yfir Meyjará, en í vatnavöxtum síðustu daga er það hættulegt. Mynd: Tómas Guðbjartsson

Hópur íslenskra göngumanna lokaðist inni við Meyjará, skammt frá Dröngum á Ströndum í gærkvöld, vegma mikilla vatnavaxta. Hópurinn var að koma gangandi frá Reykjafirði áleiðis suður í Ófeigsfjörð.

Gríðarleg úrkoma varð á svæðinu og þegar hópurinn kom að Meyjará var einsýnt að hann kæmist ekki yfir. Fólkið var aðeins með dagnesti þar sem áformað var að gista á Dröngum þar sem tjöld og vistir biðu þess. Við Meyjará kom á daginn að hópurinn var innlyksa vegna þess að áin var í gríðarlegum vexti. Fólkið var þá orðið kalt og hrakið eftir erfiða göngu frá Reykjarfirði um vað í Bjarnarfirði. Ekkert símasamband er á þessum slóðum. Varð að ráði að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og einn göngumanna, braust yfir ánna við annan mann. Þeir héldu fjögurra kílómetra leið að Dröngum þar sem hringt var eftir hjálp björgunarsveita í gegnum gervihnattasíma. Farþegabáturinn Salómon Sig var fyrstur á vettvang og bjargaði fólkinu úr sjálfheldu. Voru margir kaldir og hraktir þó tekist hefði að kveikja bál til að orna sér við. Fólkið var ferjað að Dröngum þar sem þess beið húsakjól og ylur. Hópurinn mun koma til Norðurfjarðar í kvöld.

Fleiri ferðamenn eru fastir á Ströndum vegna vatnavaxta. Þannig er fólk innlyksa í Furufirði og göngufólk sem ætlaði frá Norðurfirði í morgun kemst ekki leiðar sinnar fyrr en veður gengur niður í kvöld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár