Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“

Odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill „rýmka vega­kerf­ið“ á helstu um­ferð­ar­göt­um borg­ar­inn­ar og draga úr þétt­ingu byggð­ar, þvert á stefnu flokks­ins í ný­af­stöðn­um kosn­ing­um. Þetta kem­ur fram í nýju hverf­is­blaði sem er rit­stýrt af fé­lagi Sjálf­stæð­is­manna, en ekk­ert stend­ur um tengsl­in á vef­síðu þess.

Eyþór Arnalds í dulbúnu hverfisblaði Sjálfstæðismanna: „Ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið“
Eyþór Arnalds Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill draga úr þéttingu byggðar og halda Skeifunni eins og hún er, samkvæmt viðtali í hverfisblaði. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vill draga úr þéttingu byggðar og rýmka umferð um Grensásveg, Kringlumýrarbraut, Miklubraut og Bústaðaveg, þvert á stefnu flokksins fyrir kosningar í vor.

Þetta kemur fram í nýju hverfisblaði „Hverfið okkar - Reykjavík 108“, sem Félag Sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Fossvogs- og Bústaðahverfi gefur út. „Hverfisblaðið hefur verið í burðarliðnum um nokkurn tíma,“ segir í ritstjórnarpistli. „Það er ekki pólitískt þó svo þeir sem skrifa í blaðið hafi pólitískar skoðanir.“

Í blaðinu er, auk viðtals við Eyþór, grein eftir Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa flokksins. Á síðustu opnu þess kemur fram að í ritnefnd séu Elinóra Inga Sigurðardóttir, Erlendur Borgþórsson og Júlíus Valsson, sem öll hafa verið í stjórn hverfisfélags Sjálfstæðisflokksins. Á vefsíðu blaðsins stendur ekkert um tengsl þess við flokkinn, fyrir utan að fálki prýðir merki síðunnar.

Rýmri götur og göngubrýr yfir

Í viðtalinu talar Eyþór um skipulagsmál, sér í lagi hvað varðar hverfið í póstnúmeri 108. Viðtalið tekur Erlendur Borgþórsson, formaður hverfisfélags Sjálfstæðismanna. Erlendur spyr Eyþór hvort hann vilji „spóla til baka“ aðgerðum núverandi meirihluta í þágu þéttingar byggðar.

„Já, ég myndi vilja snúa til baka og rýmka vegakerfið víða, bæði Grensásveginn, Kringlumýrarbraut, Miklubraut, og Bústaðaveginn, þetta eru allt vegir sem eru orðnir eins og þrengdar slagæðar,“ segir Eyþór. „Við þurfum að fara í að snúa þessu alfarið við og bæta samgöngur í stað þess að gera þær verri.“

Aðspurður hvort slíkar framkvæmdir hafi neikvæð áhrif fyrir gangandi og hjólandi, segir Eyþór lausnina felast í að fjarlægja gönguljós og byggja brýr yfir vegina. „Ég sé fyrir mér göngubrýr yfir þessar helstu umferðaræðar til að létta á umferðinni,“ segir Eyþór. Þá bætir hann við að með því að létta á umferð muni strætó geta komið á réttum tíma svo „amma og afi geti fengið heimsókn frá afkomendunum.“

Þétting byggðar skapi „fátæka undirstétt öreiga“

Í viðtalinu segist Eyþór einnig vera andvígur þróunarverkefni í Skeifunni þar sem stefnt er að íbúabyggð á svæðinu. „Skeifan er eitt af þessum flóknu málum þar sem verið að umbreyta einhverju rótgrónu í eitthvað annað en það er en ég er frekar á því að það eigi að klára hverfin sem þegar er byrjað á og að menn séu síðan að vinna með hreint borð,“ segir Eyþór. „Við höfum því nefnt Örfirisey eða nýja Vesturbæinn, og Keldur, sem er miklu hagkvæmara heldur en að fara að brjóta upp gamlar götur. “

Í framhaldinu leiðist samtalið út í umræðu um þéttingu byggðar almennt. „Ég myndi vilja að gömul og gróin hverfi fái frekar að blómstra eins og þau eru í stað þess að reyna að breyta þeim í eitthvað annað,“ segir Eyþór. Nefnir hann að íbúðaverð í þéttari hverfum sé hærra en í úthverfum og talar um dýrar nýjar íbúðir í gömlum hverfum sem „lúxusíbúðir í boði Samfylkingarinnar“.

Erlendur spyr þá Eyþór hvort hann haldi að með þéttingu byggðar hafi núverandi meirihluti viljað „búa til fátæka undirstétt öreiga“. „Ég held að þetta hafi verið vel meint, en leiðin til heljar er stráð fögrum fyrirheitum eins og sagt er,“ segir Eyþór.

Viðsnúningur í stefnu frá því fyrir kosningar

Afstaða Eyþórs til þéttingar byggðar virðist viðsnúningur frá því fyrir kosningar, en hann skrifaði grein um málið í Fréttablaðið í janúar. „Þétting byggðar gengur út á það að fleiri búi á sama stað og geti sótt þjónustu stutta vegalengd,“ skrifaði Eyþór. „Með þéttingu byggðar eiga lífsgæði að aukast þar sem minni tími fer í að ferðast á milli staða og meiri tími er til að njóta.“ Gagnrýndi hann í framhaldinu frammistöðu meirihlutans í málaflokknum.

Þá tók Hildur Björnsdóttir, sem skipaði 2. sæti listans í kosningunum, í sama streng, talaði fyrir eflingu almenningssamgangna og sagðist vilja „alls ekki sjá einhver þriggja hæða, ógnvekjandi, mislæg gatnamót“ í viðtali í sama miðli. „Það er hægt að þétta víðar og þétta fleiri hverfi og það mun skapa aðstæður til að hverfið getið orðið meira lifandi,“ sagði Hildur.

„Baráttumaður af gamla skólanum“

Í formála skrifar Erlendur að líf Eyþórs hafi aldrei verið eintómur dans á rósum. „Hann er baráttumaður og hefur þurft að hafa fyrir því að koma sér áfram, bæði í tónlistarlífinu, viðskiptalífinu sem og í stjórnmálunum. Hann er baráttumaður af gamla skólanum.“

Þá lýsir hann því hvernig Eyþór „fór á rakarastofu, fékk sér herraklippingu og jakkaföt og lauk MBA-prófi í lögfræði frá HR og stundaði jafnframt nám við Harvard Business School“ og snéri úr tónlistarlífinu yfir í viðskipti.

„Hann á að baki afar farsælan feril í viðskiptalífinu og hefur sýnt að hann býr yfir frábærum stjórnunarhæfileikum,“ skrifar Erlendur. „Hann vekur athygli hvar sem hann fer vegna hlýlegrar framkomu og einlægni. Það er stutt í brosið og hann er alltaf reiðubúinn til að ræða málin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitastjórnarmál

Sveitarstjórnarmenn og hættan á hagsmunaárekstrum í íslensku laxeldi
Úttekt

Sveit­ar­stjórn­ar­menn og hætt­an á hags­muna­árekstr­um í ís­lensku lax­eldi

Fjög­ur dæmi eru um það að ís­lensk­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn hafi ver­ið starf­andi hjá lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um á Vest­fjörð­um og Aust­ur­landi á sama tíma og þeir voru kjörn­ir full­trú­ar. Fjög­ur slík dæmi er hægt að finna frá síð­asta kjör­tíma­bili sveit­ar­stjórna en í dag er að­eins einn starfs­mað­ur lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is starf­andi í sveit­ar­stjórn. Þetta fólk seg­ir að ekki sé rétt­læt­an­legt að skerða at­vinnu­mögu­leika fólks í litl­um bæj­um þar sem ekki sé mik­ið um fjöl­breytta at­vinnu.
Vaðlaheiðargöng gera 25 milljóna króna samning við fyrirtæki forseta bæjarstjórnar Akureyrar
FréttirSveitastjórnarmál

Vaðla­heið­ar­göng gera 25 millj­óna króna samn­ing við fyr­ir­tæki for­seta bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar

Tölvu­fyr­ir­tæki for­seta bæj­ar­stjórn­ar Ak­ur­eyr­ar, Matth­ías­ar Rögn­valds­son­ar, var val­ið til að vinna að greiðslu­lausn fyr­ir Vaðla­heið­ar­göng. Ak­ur­eyr­ar­bær er næst­stærsti hluhtafi fyr­ir­tæk­is­ins sem á göng­in. Matth­ías seg­ir að­komu sína og Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar að samn­ingn­um ekki hafa ver­ið neina.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár