Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Erlendir fjölmiðlar fjalla um drápið á fágætum hval: „Óásættanlegur harmleikur“

Kristján Lofts­son, for­stjóri og einn eig­enda Hvals hf. var í við­tali hjá banda­rísku frétta­veit­unni CNN vegna dráps­ins á því sem er tal­ið vera af­ar fá­gæt hvala­teg­und. Þá hafa marg­ir bresk­ir fjöl­miðl­ar fjall­að um mál­ið. Kall­að er eft­ir því að bresk stjórn­völd sendi ís­lensk­um stjórn­völd­um sterk skila­boð þar sem dráp­ið verði for­dæmt.

Erlendir fjölmiðlar fjalla um drápið á fágætum hval: „Óásættanlegur harmleikur“
Kristján Loftsson er aðalmaðurinn á bak við Hval hf. en Einar Sveinsson fjárfestir tók nýlega við stöðu stjórnarformanns.

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um það sem er talið vera dráp á afar fágætri tegund hvals við Íslandsstrendur. Kristján Loftsson, eigandi og forstjóri Hvals hf., var til viðtals hjá bandarísku fréttaveitunni CNN og hjá breska fjölmiðlinum the Telegraph. Þá er fjallað um málið á BBC,  í breska miðlinum the Express þar sem talað er um „óásættanlegan harmleik“. Auk þeirra hafa the Daily Mail, the Scotsman og ýmis dýraverndunarsamtök fjallað um málið.

Þá hafa margir erlendir fjölmiðlar falast eftir viðtali við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vegna málsins en hún er stödd þessa dagana í Brussel á fundi NATO-ríkjanna.

Frétt the Telegraph

Í viðtali við CNN segir Kristján að útgerðarfélagið hafi aldrei veitt steypireyði við Íslandsstrendur síðan þeir voru friðaðir. „Við sjáum þá í sjónum. Þegar þú nálgast steypireyði, þá eru þeir svo frábrugðnir að þú lætur þá vera,“ sagði Kristján.

Stundin fjallaði fyrst um málið í gær. Talið er að afkvæmi steypireyðar og langreyðar hafi verið veitt við Íslandsstrendur og landað í Hvalfirði aðfararnótt síðasta sunnudags. Langreyður og steypireyður er tvær stærstu tegundir dýra í heiminum. Þá hefur ekki verið útilokað að hvalurinn sem veiddur var sé steypireyður en sú tegund hvala hefur verið friðuð við Íslandsstrendur síðan árið 1960. Þá standa ýmis erlendir fræðimenn í þeirri trú að dýrið hafi verið steypireyður.

Frétt the Express.

Í samtali við the Telegraph sagði Kristján að hann væri býsna sannfærður að DNA-prófanir á dýrinu myndu leiða í ljós að um blending væri að ræða.

Kristján fullyrti hins vegar við fréttaveitu CNN að annað hvort hefði verið um að ræða langreyði eða blending sem ekki nýtur verndar samkvæmt íslenskum lögum að sögn Kristjáns. Væri dýrið hins vegar steypireyður þá hefði það verið drepið fyrir mistök. 

Adam A. Peck, líffræðiprófessor við Háskólann á Hawaii, er ósammála Kristjáni. Í samtali hans við fréttastofu CNN segir hann að samkvæmt myndum af dýrinu sé um að ræða steypireyð. Peck byggir mat sitt á ýmsum útlitseinkennum sem dýrið hefur sem svipar til eða er eins og hjá steypireyðum.

Dr. Peter Richardson, forstöðumaður hjá Sjávarverndarfélaginu (e.„ Marine Conservation Society“, head of Ocean Recovery) sagði í samtali við the Telegraph að hann stæði í þeirri trú að dýrið væri steypireyður. „Þessi veiði er til skammar. Steypireyðurin, stærsta skepna sem hefur fyrirfundist á jörðinni, er í útrýmingarhættu og vernduð samkvæmt alþjóðlegum samningum,“ sagði Richardson.

Hann skoraði jafnframt fyrir hönd Sjávarverndarfélagsins á bresk stjórnvöld að senda sterk skilaboð til Íslands þar sem drápið yrði fordæmt.

Dr. Philip Clapham, einn fremsti sérfræðingur heimsins í stórhvölum, hjá NOAA vísindamiðstöð sjávarútvegsins í Alaska, er einnig á því að dýrið sé steypireyður. „Ég get ekki útilokað þann möguleika að dýrið sé blendingur en ég sé hins vegar engin útlitseinkenni á dýrinu sem benda til þess,“ sagi Clapham.

Dýrið sem deilt er um.

Yfir tuttugu hvalir veiddir

Frá því að veiðar hófust á nýjan leik eftir tveggja ára hlé, þann 20. júní síðastliðinn, hefur Hvalur hf. veitt og skotið 22 langreyðar. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, í Morgunblaðinu að mest veiði hefði verið suðvestur af Garðskaga. Heimild er til þess að veiða tæplega 200 langreyðar á þessu ári og sagði Kristján að fyrirætlanir væru um að flytja kjötið til Japan.

Stundin hefur fjallað um viðvarandi taprekstur á hvalveiðiútgerð Kristjáns, en hann hefur ekki viljað svara spurningum Stundarinnar.

Horfur eru á því að ríkisstjórn Íslands þurfi að taka afstöðu til áframhaldandi hvalveiða á næstunni, þar sem reglugerð frá 2014 sem heimilar hvalveiðar við Ísland rennur út á næsta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Stundina að hún hefði efasemdir um hvalveiðar. Að hennar mati eigi „öll auðlindanýting að vera sjálfbær, umhverfislega, samfélagslega og efnahagslega“ og því sé „lykilatriði að áður en ákvörðun verður tekin um það hvort áfram eigi að heimila veiðar á langreyði, fari fram slíkt mat, þ.e. mat á umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum hvalveiða.“

Stundin greindi frá því í síðustu viku að föðurbróðir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé orðinn stjórnarformaður Hvals ehf. Föðurbróðirinn, Einar Sveinsson, á lítinn hlut í Hval hf. í gegnum félag sitt í Lúxemborg. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur lagst gegn því að hvalveiðistefna Íslands verði endurskoðuð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Ágreiningurinn um útlendingamáin
3
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum
4
FréttirAlþingiskosningar 2024

Lenya Rún efst í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um

Lenya Rún var efst í próf­kjöri Pírata sem var sam­eig­in­legt fyr­ir bæði Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in og leið­ir hún því ann­an lista flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar. Fyr­ir neð­an hana í próf­kjör­inu voru þrír sitj­andi þing­menn flokks­ins og tveir borg­ar­full­trú­ar. Ugla Stef­an­ía leið­ir list­ann í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
4
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár