Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Hvað sérð þú?“

Veggl­ista­verk Söru Riel, Til sjáv­ar, blas­ir nú við veg­far­end­um á gafli Sjáv­ar­út­vegs­húss­ins. Hún seg­ist hafa far­ið í gegn­um rúss­íbana á þeim fimm vik­um sem það tók hana að vinna verk­ið sem geri þær kröf­ur til áhorf­and­ans að hann leyfi sér að sjá eitt­hvað nýtt.

„Hvað sérð þú?“
Sara og loftsteinninn Veggverk Söru eru einhvers konar póesía í borgarumhverfinu. Hún segist hafa komist að því að margir þeir sem ekki hafa sérstakan áhuga á list hafi samt gaman af því að fylgjast með veggverkum verða til. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Íslendingar eru svo fyndnir. Við erum alltaf að tala um veðrið en samt munum við ekki neitt!“ svarar Sara Riel myndlistarkona eftir að hafa fengið spurningu tengda málefninu sem er öllum ofarlega í huga þetta sumarið: „Var ekki ömurlegt veður á meðan þú varst að þessu?“ Það er þó kannski ekki nema von að fólk spyrji, þar sem hún varði fimm vikum af einstaklegu blautu vori og sumri í að vinna stærðarinnar útilistaverk á gafl Sjávarútvegshússins. Verkið prýða meðal annars fjöldi smárra spegla sem grípa litbrigði himinsins og breytingar í veðri. Ásamt þeim notaði Sara akrýlmálningu og gat því ekki unnið í rigningu, svo hún átti talsvert undir því að það stytti upp inn á milli. „Jú, jú, það var fullt af rigningu á þessum tíma en það var líka bara mjög oft lágskýjað. Ég var líka heppin með að vindáttin var yfirleitt hagstæð svo ég var oft í skjóli. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár