Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Umhverfisráðherra Vinstri grænna tjáir sig ekki um dráp á fágætum hval

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son ætl­ar ekki að tjá sig um frétt Stund­ar­inn­ar. Lít­ið fer fyr­ir and­stöðu Vinstri grænna við hval­veið­ar eft­ir stjórn­ar­mynd­un­ina með Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokki.

Umhverfisráðherra Vinstri grænna tjáir sig ekki um dráp á fágætum hval
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Mynd: Heiða Helgadóttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ætlar ekki að tjá sig um að afar fágætur hvalur hafi verið veiddur við Íslandsstrendur og landað í Hvalfirði aðfaranótt sunnudags.

Stundin falaðist eftir viðtali við Guðmund vegna málsins en þeirri bón var hafnað.

Í svari ráðuneytisins segir að hvalveiðar, Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa heyri undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og því lægi beinna við að heyra í Kristjáni Þór Júlíussyni.

„Háum upp­hæðum af opin­beru fé hefur
verið kastað á glæ til að styrkja þessa
áhuga­menn um hval­veið­ar.“ 

Guðmundur gegnir ráðherraembætti í umboði Vinstri grænna en flokkurinn samþykkti árið 2015 að berjast fyrir stækkun griðasvæðis hvala og verndun dýralífs í landinu og gerði það að einu stefnumála sinna.

Í samþykkt landsfundar Vinstri grænna sagði árið 2015: „Við veið­arnar er beitt ómann­úð­legum veiði­að­ferðum til að við­halda áhuga­máli örfárra útgerð­ar­manna. Háum upp­hæðum af opin­beru fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhuga­menn um hval­veið­ar. Nú er mál að linn­i.“ Þá hafa Katrín Jakobsdóttir og Svandísar Svavarsdóttir, ráðherrar Vinstri grænna, sagt hvalveiðar ósjálfbærar.

Eftir að Vinstri græn gengu í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur farið minna fyrir andstöðu flokksins við hvalveiðar.

Nýlega lögðu tíu þingmenn fram þingsályktunartillögu um að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra yrði falið að „end­ur­meta hval­veiði­stefnu Íslend­inga og greina þjóð­hags­legt mik­il­vægi veið­anna. Við matið verði m.a. horft til hags­muna ann­arra atvinnu­greina eins og ferða­þjón­ustu og sjáv­ar­út­vegs og til­lit tekið til vís­inda­rann­sókna, dýra­vernd­ar­sjón­ar­miða og hags­muna sveit­ar­fé­laga.“

Aðeins tveir þingmenn Vinstri grænna standa að tillögunni, þau Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, en þau greiddu bæði atkvæði gegn myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Reglugerð um hvalveiðar ekki breytt

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra

Vakið var máls á hvalveiðum í tvígang í maí síðastliðnum. Í fyrra skiptið spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Viðreisnar, Katrínu, hvort Vinstri græn væru enn á móti hvalveiðum og ef svo væri hvort þau myndu beita áhrifum sínum í ríkisstjórn til þess að stöðva veiðarnar.

Katrín sagði að hvalveiðikvótinn væri gefinn út til fimm ára og yrði endurskoðaður í haust. „Það er sérstök ákvörðun að ganga inn í það og snúa við fyrri ákvörðun, sem ég er ekki viss um að standist,“ sagði Katrín.

Katrín sagði brýnt væri að áður en ný kvótaákvörðun yrði tekið yrði að fara fram mat á umhverfisáhrifum hvalveiða, samfélagslegum áhrifum og efnahagslegum. Matið þyrfti að byggjast á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og skoðað hvort eðlilegt væri að halda áfram hvalveiðum við Íslandsstrendur eða ekki. Þá sagði hún Vinstri græn standa við sína stefnu.

Síðar í maí beindi Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fyrirspurn til Guðmundar Inga þar sem hann spurði hvert eitthvað hefði breyst í stefnu Vinstri grænna varðandi friðun hvala. „Ef ekkert hefur breyst, hvernig hefur flokkurinn þá beitt sér í ríkisstjórn?“

Guðmundur Ingi svaraði eins og Katrín að veiðarnar byggðu á ákvörðun sem tekin væri með reglugerð frá árinu 2013 og gilti út árið 2018. „Hvað varðar ríkisstjórnina og áframhald á veiðum þá er það nokkuð sem engin ákvörðun hefur verið tekin um, en búið er að ákveða að ráðast í úttekt á því hvaða áhrif veiðarnar hafa efnahagslega á atvinnuvegi, fleiri en bara þann sem hér um ræðir,“ sagði Guðmundur jafnframt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.
Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár