Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn fengu Íslendingasögurnar að gjöf „til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt“

Björn Leví Gunn­ars­son furð­ar sig á skýr­ing­um af­mæl­is­nefnd­ar á bóka­gjöf­um til þing­manna.

Þingmenn fengu Íslendingasögurnar að gjöf „til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt“

Þingmenn fengu nýja heildarútgáfu Íslendingasagnanna að gjöf frá afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands „m.a. til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt“.

Einar K. Guðfinssonfyrrverandi forseti Alþingis

Þetta kemur fram í svari Einars K. Guðfinssonar, formanns afmælisnefndarinnar, til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, eftir að Björn spurðist fyrir um ástæður þess að þingmenn hefðu fengið bækurnar að gjöf. Eitt af hlutverkum afmælisnefndarinnar var að hafa umsjón með útgáfunni og samdi hún við Sögu forlag um útgáfuna. Að því er fram kemur í svarinu til Björns var verð á Íslendingasögunum frá útgefanda 29.900 krónur. Þannig voru bókagjafirnar til allra 63 þingmannanna á Alþingi samtals hátt í tveggja milljóna króna virði. 

Björn gagnrýnir þetta á Facebook-síðu sinni og hæðist að þeirri skýringu að gjöfin sé til að hjálpa þingmönnum að rækja eftirlitshlutverk sitt. 

„Mér dettur í hug mörg ódýrari úrræði til þess að ég geti sinnt því hlutverki. Til dæmis er kveðið á um stafrænt aðgengi í þingsályktuninni: "3. stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagna á afmælisárinu svo að fornar bókmenntir Íslendinga séu jafnan öllum tiltækar, jafnt á bók sem stafrænu formi; " --- það væri hægt að gera eitt eintak aðgengilegt í bókasafni þingsins eða eitthvað og láta þingmenn fá stafrænt eintak til þess að rýna í innihaldið,“ skrifar Björn. „Ekki eins og þingmenn séu endilega sérfræðingar á þessu sviði og geti farið í einhvers konar prófarkalestur á útgefinni bók sem einhvers konar eftirá eftirlit. Nei, ég þarf ekki 30 þúsund króna bók á borðið hjá mér til þess að sinna mínu eftirlitshlutverki. 63 þingmenn þurfa ekki 1.890.000 kr. af almannafé í formi bóka til þess að sinna því hlutverki heldur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár