Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn fengu Íslendingasögurnar að gjöf „til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt“

Björn Leví Gunn­ars­son furð­ar sig á skýr­ing­um af­mæl­is­nefnd­ar á bóka­gjöf­um til þing­manna.

Þingmenn fengu Íslendingasögurnar að gjöf „til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt“

Þingmenn fengu nýja heildarútgáfu Íslendingasagnanna að gjöf frá afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands „m.a. til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt“.

Einar K. Guðfinssonfyrrverandi forseti Alþingis

Þetta kemur fram í svari Einars K. Guðfinssonar, formanns afmælisnefndarinnar, til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, eftir að Björn spurðist fyrir um ástæður þess að þingmenn hefðu fengið bækurnar að gjöf. Eitt af hlutverkum afmælisnefndarinnar var að hafa umsjón með útgáfunni og samdi hún við Sögu forlag um útgáfuna. Að því er fram kemur í svarinu til Björns var verð á Íslendingasögunum frá útgefanda 29.900 krónur. Þannig voru bókagjafirnar til allra 63 þingmannanna á Alþingi samtals hátt í tveggja milljóna króna virði. 

Björn gagnrýnir þetta á Facebook-síðu sinni og hæðist að þeirri skýringu að gjöfin sé til að hjálpa þingmönnum að rækja eftirlitshlutverk sitt. 

„Mér dettur í hug mörg ódýrari úrræði til þess að ég geti sinnt því hlutverki. Til dæmis er kveðið á um stafrænt aðgengi í þingsályktuninni: "3. stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagna á afmælisárinu svo að fornar bókmenntir Íslendinga séu jafnan öllum tiltækar, jafnt á bók sem stafrænu formi; " --- það væri hægt að gera eitt eintak aðgengilegt í bókasafni þingsins eða eitthvað og láta þingmenn fá stafrænt eintak til þess að rýna í innihaldið,“ skrifar Björn. „Ekki eins og þingmenn séu endilega sérfræðingar á þessu sviði og geti farið í einhvers konar prófarkalestur á útgefinni bók sem einhvers konar eftirá eftirlit. Nei, ég þarf ekki 30 þúsund króna bók á borðið hjá mér til þess að sinna mínu eftirlitshlutverki. 63 þingmenn þurfa ekki 1.890.000 kr. af almannafé í formi bóka til þess að sinna því hlutverki heldur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu