Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmenn fengu Íslendingasögurnar að gjöf „til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt“

Björn Leví Gunn­ars­son furð­ar sig á skýr­ing­um af­mæl­is­nefnd­ar á bóka­gjöf­um til þing­manna.

Þingmenn fengu Íslendingasögurnar að gjöf „til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt“

Þingmenn fengu nýja heildarútgáfu Íslendingasagnanna að gjöf frá afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands „m.a. til að geta uppfyllt eftirlitshlutverk sitt“.

Einar K. Guðfinssonfyrrverandi forseti Alþingis

Þetta kemur fram í svari Einars K. Guðfinssonar, formanns afmælisnefndarinnar, til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, eftir að Björn spurðist fyrir um ástæður þess að þingmenn hefðu fengið bækurnar að gjöf. Eitt af hlutverkum afmælisnefndarinnar var að hafa umsjón með útgáfunni og samdi hún við Sögu forlag um útgáfuna. Að því er fram kemur í svarinu til Björns var verð á Íslendingasögunum frá útgefanda 29.900 krónur. Þannig voru bókagjafirnar til allra 63 þingmannanna á Alþingi samtals hátt í tveggja milljóna króna virði. 

Björn gagnrýnir þetta á Facebook-síðu sinni og hæðist að þeirri skýringu að gjöfin sé til að hjálpa þingmönnum að rækja eftirlitshlutverk sitt. 

„Mér dettur í hug mörg ódýrari úrræði til þess að ég geti sinnt því hlutverki. Til dæmis er kveðið á um stafrænt aðgengi í þingsályktuninni: "3. stuðla að heildarútgáfu Íslendingasagna á afmælisárinu svo að fornar bókmenntir Íslendinga séu jafnan öllum tiltækar, jafnt á bók sem stafrænu formi; " --- það væri hægt að gera eitt eintak aðgengilegt í bókasafni þingsins eða eitthvað og láta þingmenn fá stafrænt eintak til þess að rýna í innihaldið,“ skrifar Björn. „Ekki eins og þingmenn séu endilega sérfræðingar á þessu sviði og geti farið í einhvers konar prófarkalestur á útgefinni bók sem einhvers konar eftirá eftirlit. Nei, ég þarf ekki 30 þúsund króna bók á borðið hjá mér til þess að sinna mínu eftirlitshlutverki. 63 þingmenn þurfa ekki 1.890.000 kr. af almannafé í formi bóka til þess að sinna því hlutverki heldur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár