Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Orðalag í nefndaráliti leiddi til þrengri túlkunar á útlendingalögum

Nefndarálit frá þing­mönn­um fé­lags­hyggju­flokka og fram­söguræða Nichole Leigh Mosty hafði óvænt áhrif á túlk­un kær­u­nefnd­ar á ákvæði út­lend­ingalaga.

Orðalag í nefndaráliti leiddi til þrengri túlkunar á útlendingalögum
Útlendingalögum breytt í flýti Allir flokkar á Alþingi nema Sjálfstæðisflokkurinn stóðu að breytingum á útlendingalögum í aðdraganda síðustu þingkosninga eftir háværa umræðu um málefni einstakra barnafjölskyldna. Mynd: Stundin

Kærunefnd útlendingamála notaði ummæli úr nefndaráliti, sem lagt var fram þegar útlendingalögum var breytt í þágu barnafjölskyldna í fyrra, sem réttlætingu fyrir því að þrengja túlkunina á lagaákvæði um alþjóðlega vernd á grundvelli „sérstakra ástæðna“. 

Af úrskurði kærunefndar útlendingamála frá 7. nóvember 2017 má ráða að skilningur kærunefndarinnar á orðum þingmanna í allsherjar- og menntamálanefnd hafi haft bein áhrif á afdrif manns á tvítugsaldri sem sótti um hæli á Íslandi en fékk umsókn sína ekki tekna til efnismeðferðar. 

Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi við Strassborgarháskóla, fjallar um þessa breyttu lagatúlkun stjórnvalda í nýlegri grein sem birtist í Úlflljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd, segir túlkunina fráleita og úr takti við inntak nefndarálitsins sem hún og aðrir nefndarmenn skiluðu í fyrra.

Óvænt áhrif nefndarálits

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. útlendingalaga ber stjórnvöldum að taka umsókn til efnismeðferðar ef „sérstakar ástæður“ mæla með því. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til núgildandi útlendingalaga kemur fram að „með sérstökum ástæðum [sé] vísað til þess að einstaklingar geta verið í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna heilsufars eða þungunar eða átt erfitt uppdráttar í viðtökulandi vegna mismununar sem viðkomandi einstaklingur verður fyrir sökum kynhneigðar, kynþáttar eða kyns“. 

Lengst af var lítið vísað til þess í úrskurðum stjórnvalda að einstaklingur gæti átt „erfitt uppdráttar í viðtökulandi“ og ekki litið svo á að slíkt væri forsenda þess að hælisleitandi gæti talist í viðkvæmri stöðu eða forsenda þess að um „sérstakar ástæður“ væri að ræða. 

Þegar frumvarp um réttarbætur fyrir barnafjölskyldur sem leita hælis á Íslandi var til meðferðar á Alþingi í aðdraganda þingkosninga 2017 skilaði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis áliti þar sem lagt var til að þingmálið yrði samþykkt óbreytt. Að nefndarálitinu stóðu Nichole Leigh Mosty, framsögumaður nefndarinnar í málinu, Andrés Ingi Jónsson úr VG, Eygló Harðardóttir úr Framsókn, Pawel Bartoszek úr Viðreisn og Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. 

Lagafrumvarpið fjallaði ekki um sérstakar ástæður

Þótt lagafrumvarpið hafi þjónað afmörkuðum tilgangi og ekki fjallað um „sérstakar ástæður“ vék nefndarmeirihlutinn að þýðingu sérstakra ástæðna í álitinu, eða því sem þau kölluðu „sérstakar aðstæður“. 

Í nefndarálitinu segir orðrétt: „Með sérstökum aðstæðum er vísað til þess að einstaklingar geta verið í viðkvæmri stöðu sem leiði til þess að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í viðtökulandi svo sem vegna heilsufars, aldurs, þungunar eða mismununar sem viðkomandi einstaklingur verður fyrir sökum kynhneigðar, kynþáttar eða kyns, eða fyrri reynslu einstaklinga, t.d. fórnarlömb mansals, ofbeldis og pyndinga“.

Þetta áréttaði svo Nichole Leigh Mosty, þáverandi þingkona Bjartrar framtíðar, í framsöguræðu sinni um nefndarálitið og sagði að það ætti „ekki að vera neinn vafi á því hvað átt er við með sérstakri stöðu“.

Vísa einnig til þingræðu Nichole

Eftir að þingmennirnir létu þessi orð frá sér hefur kærunefnd útlendingamála tekið upp nýja og þrengri túlkun á ákvæðinu um sérstakar ástæður og vísað sérstaklega til nefndarálitsins og ræðu Nichole þessu til grundvallar.

Mælti fyrir nefndarálitinuNichole Leigh Mosty sat á þingi fyrir Bjarta framtíð í tæpt ár.

„Frá gildistöku laga nr. 81/2017 telur kærunefnd rétt að líta til þeirra gagna sem urðu til við meðferð laganna á Alþingi er varða túlkun á 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Hér er um að ræða athugasemdir við frumvarpið, sem samið var að frumkvæði þingmanna og lagt fram sem þáttur í samkomulagi um þinglok, álit meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar og framsöguræðu nefndarmanns sem kynnti álitið við 2. umræðu frumvarpsins,“ segir í úrskurði kærunefndar útlendingamála frá 7. nóvember 2017. „Þrátt fyrir að þau lögskýringargögn tengist ekki beint setningu laga um útlendinga nr. 80/2016 eru þau samt sem áður sett fram í tilefni breytinga á inntaki 2. mgr. 36. gr. laganna og því nægilega tengd efni málsgreinarinnar til að hafa áhrif á túlkun hennar.“

Fram kemur í úrskurðinum að kærunefndin telji ekki skýrt af lögskýringargögnum að ávallt beri að taka umsóknir hælisleitenda í sérstaklega viðkvæmri stöðu til efnismeðferðar. Þegar viðkvæm staða sé talin leiða til þess að hælisleitendur muni eiga erfitt uppdráttar í viðtökulandi beri þó að líta svo á að sérstakar ástæður séu fyrir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár