Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Orðalag í nefndaráliti leiddi til þrengri túlkunar á útlendingalögum

Nefndarálit frá þing­mönn­um fé­lags­hyggju­flokka og fram­söguræða Nichole Leigh Mosty hafði óvænt áhrif á túlk­un kær­u­nefnd­ar á ákvæði út­lend­ingalaga.

Orðalag í nefndaráliti leiddi til þrengri túlkunar á útlendingalögum
Útlendingalögum breytt í flýti Allir flokkar á Alþingi nema Sjálfstæðisflokkurinn stóðu að breytingum á útlendingalögum í aðdraganda síðustu þingkosninga eftir háværa umræðu um málefni einstakra barnafjölskyldna. Mynd: Stundin

Kærunefnd útlendingamála notaði ummæli úr nefndaráliti, sem lagt var fram þegar útlendingalögum var breytt í þágu barnafjölskyldna í fyrra, sem réttlætingu fyrir því að þrengja túlkunina á lagaákvæði um alþjóðlega vernd á grundvelli „sérstakra ástæðna“. 

Af úrskurði kærunefndar útlendingamála frá 7. nóvember 2017 má ráða að skilningur kærunefndarinnar á orðum þingmanna í allsherjar- og menntamálanefnd hafi haft bein áhrif á afdrif manns á tvítugsaldri sem sótti um hæli á Íslandi en fékk umsókn sína ekki tekna til efnismeðferðar. 

Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og doktorsnemi við Strassborgarháskóla, fjallar um þessa breyttu lagatúlkun stjórnvalda í nýlegri grein sem birtist í Úlflljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata sem situr í allsherjar- og menntamálanefnd, segir túlkunina fráleita og úr takti við inntak nefndarálitsins sem hún og aðrir nefndarmenn skiluðu í fyrra.

Óvænt áhrif nefndarálits

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. útlendingalaga ber stjórnvöldum að taka umsókn til efnismeðferðar ef „sérstakar ástæður“ mæla með því. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til núgildandi útlendingalaga kemur fram að „með sérstökum ástæðum [sé] vísað til þess að einstaklingar geta verið í viðkvæmri stöðu, svo sem vegna heilsufars eða þungunar eða átt erfitt uppdráttar í viðtökulandi vegna mismununar sem viðkomandi einstaklingur verður fyrir sökum kynhneigðar, kynþáttar eða kyns“. 

Lengst af var lítið vísað til þess í úrskurðum stjórnvalda að einstaklingur gæti átt „erfitt uppdráttar í viðtökulandi“ og ekki litið svo á að slíkt væri forsenda þess að hælisleitandi gæti talist í viðkvæmri stöðu eða forsenda þess að um „sérstakar ástæður“ væri að ræða. 

Þegar frumvarp um réttarbætur fyrir barnafjölskyldur sem leita hælis á Íslandi var til meðferðar á Alþingi í aðdraganda þingkosninga 2017 skilaði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis áliti þar sem lagt var til að þingmálið yrði samþykkt óbreytt. Að nefndarálitinu stóðu Nichole Leigh Mosty, framsögumaður nefndarinnar í málinu, Andrés Ingi Jónsson úr VG, Eygló Harðardóttir úr Framsókn, Pawel Bartoszek úr Viðreisn og Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. 

Lagafrumvarpið fjallaði ekki um sérstakar ástæður

Þótt lagafrumvarpið hafi þjónað afmörkuðum tilgangi og ekki fjallað um „sérstakar ástæður“ vék nefndarmeirihlutinn að þýðingu sérstakra ástæðna í álitinu, eða því sem þau kölluðu „sérstakar aðstæður“. 

Í nefndarálitinu segir orðrétt: „Með sérstökum aðstæðum er vísað til þess að einstaklingar geta verið í viðkvæmri stöðu sem leiði til þess að þeir muni eiga erfitt uppdráttar í viðtökulandi svo sem vegna heilsufars, aldurs, þungunar eða mismununar sem viðkomandi einstaklingur verður fyrir sökum kynhneigðar, kynþáttar eða kyns, eða fyrri reynslu einstaklinga, t.d. fórnarlömb mansals, ofbeldis og pyndinga“.

Þetta áréttaði svo Nichole Leigh Mosty, þáverandi þingkona Bjartrar framtíðar, í framsöguræðu sinni um nefndarálitið og sagði að það ætti „ekki að vera neinn vafi á því hvað átt er við með sérstakri stöðu“.

Vísa einnig til þingræðu Nichole

Eftir að þingmennirnir létu þessi orð frá sér hefur kærunefnd útlendingamála tekið upp nýja og þrengri túlkun á ákvæðinu um sérstakar ástæður og vísað sérstaklega til nefndarálitsins og ræðu Nichole þessu til grundvallar.

Mælti fyrir nefndarálitinuNichole Leigh Mosty sat á þingi fyrir Bjarta framtíð í tæpt ár.

„Frá gildistöku laga nr. 81/2017 telur kærunefnd rétt að líta til þeirra gagna sem urðu til við meðferð laganna á Alþingi er varða túlkun á 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Hér er um að ræða athugasemdir við frumvarpið, sem samið var að frumkvæði þingmanna og lagt fram sem þáttur í samkomulagi um þinglok, álit meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar og framsöguræðu nefndarmanns sem kynnti álitið við 2. umræðu frumvarpsins,“ segir í úrskurði kærunefndar útlendingamála frá 7. nóvember 2017. „Þrátt fyrir að þau lögskýringargögn tengist ekki beint setningu laga um útlendinga nr. 80/2016 eru þau samt sem áður sett fram í tilefni breytinga á inntaki 2. mgr. 36. gr. laganna og því nægilega tengd efni málsgreinarinnar til að hafa áhrif á túlkun hennar.“

Fram kemur í úrskurðinum að kærunefndin telji ekki skýrt af lögskýringargögnum að ávallt beri að taka umsóknir hælisleitenda í sérstaklega viðkvæmri stöðu til efnismeðferðar. Þegar viðkvæm staða sé talin leiða til þess að hælisleitendur muni eiga erfitt uppdráttar í viðtökulandi beri þó að líta svo á að sérstakar ástæður séu fyrir

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár