Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sérfræðilæknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður

Sér­fræðilækn­ar við Kvenna­deild Land­spít­ala segj­ast ekki geta unn­ið vinnu sína án ljós­mæðra. Því verði að semja við þær og það verði að ger­ast strax.

Sérfræðilæknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður
Semja verður strax Sérfræðilæknar á Kvennadeild Landspítala segjast ekki sætta sig við annað en að haldið verði áfram á þeirri góðu braut sem fetuð hefur verið varðandi þjónustu við nýbura og mæður. Því verði að meta störf og sérþekkingu ljósmæðra að verðleikum og semja við þær strax. Mynd: Shutterstock

Kominn er tími til að meta störf ljósmæðra og sérþekkingu að verðleikum og ekki er nema sanngjarnt að menntun þeirra og ábyrgð endurspeglist í launum þeirra. Þetta segir í yfirlýsingu sérfræðilækna Kvennadeildar Landspítala Íslands þar sem stuðningi er lýst við ljósmæður.

Í yfirlýsingunni, sem fer hér að neðan, segir einnig að fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítala hafi af því miklar áhyggjur hvað nú taki við þegar verulega sé farið að kvarnast út hópi ljósmæðra, þeirra helstu samstarfsmanna. „ Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur.“

Með aukinni þekkingu á meðgöngu og fæðingu lifa nú miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra og ungbarnadauði hér á landi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. „Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. […] Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.“

 Yfirlýsing sérfræðilækna Kvennadeildar Landspítala Íslands.

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar verulega er byrjað að kvarnast úr hópi þeirra helstu samstarfsmanna, ljósmæðra. Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu þeirra við fjármálaráðuneytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erfiðar og fækkunin mun segja strax til sín í minni þjónustu við sængurkonur. Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur.

Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum. Umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra höndum. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast.

Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra.

Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þessari góðu útkomu hafa menntunarkröfur ljósmæðra aukist og það er ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin sem þær bera endurspeglist í laununum. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu. Nú er kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu