Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sérfræðilæknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður

Sér­fræðilækn­ar við Kvenna­deild Land­spít­ala segj­ast ekki geta unn­ið vinnu sína án ljós­mæðra. Því verði að semja við þær og það verði að ger­ast strax.

Sérfræðilæknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður
Semja verður strax Sérfræðilæknar á Kvennadeild Landspítala segjast ekki sætta sig við annað en að haldið verði áfram á þeirri góðu braut sem fetuð hefur verið varðandi þjónustu við nýbura og mæður. Því verði að meta störf og sérþekkingu ljósmæðra að verðleikum og semja við þær strax. Mynd: Shutterstock

Kominn er tími til að meta störf ljósmæðra og sérþekkingu að verðleikum og ekki er nema sanngjarnt að menntun þeirra og ábyrgð endurspeglist í launum þeirra. Þetta segir í yfirlýsingu sérfræðilækna Kvennadeildar Landspítala Íslands þar sem stuðningi er lýst við ljósmæður.

Í yfirlýsingunni, sem fer hér að neðan, segir einnig að fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítala hafi af því miklar áhyggjur hvað nú taki við þegar verulega sé farið að kvarnast út hópi ljósmæðra, þeirra helstu samstarfsmanna. „ Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur.“

Með aukinni þekkingu á meðgöngu og fæðingu lifa nú miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra og ungbarnadauði hér á landi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. „Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. […] Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.“

 Yfirlýsing sérfræðilækna Kvennadeildar Landspítala Íslands.

Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar verulega er byrjað að kvarnast úr hópi þeirra helstu samstarfsmanna, ljósmæðra. Engin lausn virðist í sjónmáli í deilu þeirra við fjármálaráðuneytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erfiðar og fækkunin mun segja strax til sín í minni þjónustu við sængurkonur. Við læknarnir getum nefnilega ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra, svo einfalt er það. Samstarf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okkur.

Þó að við reynum að láta öryggi fæðandi kvenna ganga fyrir með þeim mannafla sem við höfum vitum við að störf ljósmæðra snúast um svo miklu meira en að taka á móti börnum. Umönnun þungaðra kvenna og sængurkvenna, að sinna brjóstagjöf og fylgjast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra höndum. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mikilvægu samstarfsmenn okkar séu til staðar. Annars mun starfsemin smám saman lamast.

Ljósmæður eru langelsta kvennastétt landsins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórnfýsi og hugsjón öldum saman. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á veraldlegan mælikvarða en þær eiga sérstakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakklæti maka þeirra og fjölskyldnanna allra.

Þekking á meðgöngu og fæðingu hefur aukist á undangenginni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljósmæður sinn hlut í því að mæðra- og ungbarnadauði er hér með því lægsta sem gerist í heiminum. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þessari góðu útkomu hafa menntunarkröfur ljósmæðra aukist og það er ekki nema sanngjarnt að menntunin og ábyrgðin sem þær bera endurspeglist í laununum. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karlar. Menntun þeirra var heilmikil á þeirra tíma mælikvarða og þær þurftu oft að yfirgefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgðarhlutverks sem þær gegndu. Nú er kominn tími til að meta störf þeirra og sérþekkingu að verðleikum. Við sem þekkjum til fæðinga og starfa ljósmæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefnilega ekki nóg að sýna mildi og kærleik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þrautseigju og ákveðni og uppgjöf er ekki til í þeirra orðabók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að gerast strax.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár