Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Marta gefur ranga mynd af efni minnisblaðsins og Hildur telur sig óbundna af siðareglum

Hvergi í minn­is­blaði skrif­stofu­stjór­ans er Marta Guð­jóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi sök­uð um brot á siða­regl­um eins og Marta full­yrð­ir í yf­ir­lýs­ingu sinni. Hild­ur Björns­dótt­ir taldi sig ekki bundna af siða­regl­um á borg­ar­stjórn­ar­fundi.

Marta gefur ranga mynd af efni minnisblaðsins og Hildur telur sig óbundna af siðareglum
Marta Guðjónsdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Fullyrðingar sem fram koma í yfirlýsingu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna minnisblaðs Helgu Bjarkar Laxdal skrifstofustjóra borgarstjórnar, eru ekki í samræmi við efnisinnihald minnisblaðsins. 

Marta heldur því fram að í minnisblaði skrifstofustjórans sé hún sökuð um að hafa, með ásökunum í garð starfsmanna borgarinnar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka, brotið gegn siðareglum. Hið rétta er að Marta er hvergi sökuð um slíkt í minnisblaðinu. 

„Við umræðu um tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um stofnun umhverfis og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar borgarfulltrúans Mörtu Guðjónsdóttir um trúnaðarbrest, tóku nokkrir borgarfulltrúar til máls og létu hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar, þ.m.t. undirritaðrar, starfsmanna skrifstofu borgarstjórnar og jafnvel allra ótilgreindra starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkur. Í umræðunni komu upp ásakanir um að starfsmenn hafi brotið trúnað, lekið trúnaðargögnum og/eða brotið starfsskyldur sínar á alvarlegan hátt,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar Laxdal.

Eins og lesa má úr þessu er Marta hvergi ásökuð um að hafa ásakað starfsmenn Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest eða upplýsingaleka. Þvert á móti kemur það skýrt fram í minnisblaðinu að í kjölfar fullyrðinga Mörtu Guðjónsdóttur um trúnaðarbrest hafi aðrir borgarfulltrúar tekið til máls og ásakað starfsmenn borgarinnar um trúnðarbrest og upplýsingaleka.

Miklar deilur komu upp á fyrsta borgarstjórnarfundi nýkjörinnar borgarstjórnar í kjölfar þess að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti um að Marta Guðjónsdóttir myndi sitja í nýju umhverfis- og skipulagsráði. Voru starfsmenn borgarinnar sakaðir um að hafa „lekið“ þeim upplýsingum til meirihlutans.

Í kjölfar umræðanna skrifaði Helga Björk Laxdal minnisblað til forsætisnefndar. Þar segir meðal annars að henni sé ekki unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margnefnda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta.

„Þar að auki er ekki að finna nein ummerki þess í erindi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að um framlagða lista skuli gilda einhver trúnaður enda er hvorki tölvupósturinn trúnaðarmerktur né excel-skjalið sem fylgdi,“ segir svo í minnisblaðinu. Í umræðunum var þó fulltrúum minnihlutans tíðrætt um að tilteknar upplýsingar hefðu verið trúnaðarmál. Telur Helga að með tilhæfulausum ásökunum gegn borgarstarfsmönnum um upplýsingaleka hafi borgarfulltrúar brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

Segir skrifstofustjóra ekki hafa
verið sakaðan um neitt á fundinum

Í umræðunum sem spunnust í kjölfar athugasemda Mörtu létu nokkrir borgarfulltrúar minnihlutans eftir sér hafa ásakanir í garð starfsmanna borgarinnar. Þannig sakar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Helgu Björk Laxdal berlega um lekann.

„Við köllum eftir upplýsingum um það með hvaða hætti þessar upplýsingar láku frá skrifstofustjóra yfir til borgarfulltrúa Líf Magneudóttur“

„Ég lýsi yfir miklum áhyggjum yfir þeim trúnaðarbresti sem hér hefur komið upp. Ég vil upplýsa um það að framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sendi fyrir hönd stjórnarandstöðunnar skipan okkar í nefndir á Helgu Björk Laxdal skrifstofustjóra borgarstjórnar og við köllum eftir upplýsingum um það með hvaða hætti þessar upplýsingar láku frá skrifstofustjóra yfir til borgarfulltrúa Líf [sic] Magneudóttur,“ sagði Hildur í ræðu við tilefnið.

Í Facebook-hópi Sjálfstæðismanna um borgarmálin heldur Hildur því hins vegar fram að Helga hafi aldrei verið ásökuð um neitt á fundinum:

Hildur Björnsdóttir
„Það er mjög undarlegt ef að við getum ekki treyst starfsmönnum sem að við eigum að
treysta eða öðrum fyrir upplýsingum“

Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins bar einnig upp sakir á starfsmenn borgarinnar. „En það er mjög merkilegt ef að sumir borgarfulltrúar fá upplýsingar sem að við teljum vera trúnaðarmál. Það er mjög undarlegt ef að við getum ekki treyst starfsmönnum sem að við eigum að treysta eða öðrum fyrir upplýsingum,“ sagði Eyþór á fundinum. Síðar við umræðuna vék hann að því að upplýsingunum hefði verið skilað til starfsmanns „sem þeir treystu“ en þar átti hann við Helgu Björk Laxdal.

Þá velti Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, því upp hvernig stæði gæti á því að upplýsingunum hefði verið lekið. „Það er ljóst að hér hefur orðið leki, það hafa ekki komin nein greinargóð svör við þessu. Þetta var trúnaður sem sendur var til starfsmanns. Einhverra hluta vegna hefur þetta lekið,“ sagði Björn á fundinum.

Taldi sig ekki bundna af siðareglum

Í fyrrnefndri Facebook-færslu Hildar Björnsdóttur heldur hún því fram að siðareglur hafi ekki gilt um borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundinum. „Í þriðja lagi ásakar skrifstofustjórinn minnihlutann um að hafa brotið siðareglur borgarstjórnar. Á fundi borgarstjórnar var ákveðið að fresta framlagningu og undirritun siðareglnanna til næsta fundar. Það er því sérkennilegt að ásaka okkur um brot á siðareglum sem við höfum hvorki undirritað né undirgengist - hvað þá heldur lesið!“

Ákveðið var á borgarstjórnarfundinum að fresta undirritun siðareglna vegna endurskoðunar á þeim í kjölfar Metoo-byltingarinnar. Undirritunin er hins vegar eingöngu táknræn og gilda siðareglur jafnt um borgarfulltrúa og aðra kjörna fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar þrátt fyrir að þeir hafi ekki kynnt sér þær né undirritað.

Þannig segir í 3. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga að öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar beri að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur. Núgildandi siðareglur voru settar á fundir borgarstjórnar 10. janúar 2017 og eru í fullu gildi.

Hér má sjá minnisblað skrifstofustjóra í heild.

Yfirlýsing Mörtu Guðjónsdóttur í heild

Í fréttum sem birtust í helstu fjölmiðlum hér á landi í gær er því haldið fram að ég hafi sem borgarfulltrúi, og samkvæmt minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar, brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Þetta á ég að hafa gert úr ræðustóli á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 19.6. sl., með ásökunum í þeirra garð um trúnaðarbrest og upplýsingaleka.

Þetta er alrangt. Með því að hlusta á upptökur af fundinum sem hægt er að nálgast á vef Reykjavíkurborgar, getur hver og einn fullvissað sig um þá staðreynd að ég hvorki ásakaði, né nafngreindi nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar í þessum efnum.

Af gefnu tilefni beindi ég hins vegar fyrirspurn til kjörins fulltrúa á fundinum, Lífar Magneudóttur, um það hvar hún hefði fengið upplýsingar um tilnefningar pólitískra mótherja í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að flíka slíkum upplýsingum á fundinum, áður en þær yrðu opinberar með kjöri. Fátt varð um svör en Líf nefndi vettvang á borð við kaffihús og ganga Ráðhússins. Af þessum tjáskiptum spunnust nokkrar umræður meðal borgarfulltrúa, en þær breyta í engu þeirri staðreynd að ég ásakaði aldrei starfsmenn Reykjavíkurborgar um eitt né neitt.

Svokallað „minnisblað“ skrifstofustjóra borgarstjórnar er að mínum dómi fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns sem á um fram allt að gæta hlutleysis og vera ekki að skipta sér af pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa. Borgarstjórnarfundir eru ekki mælskunámskeið þar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar segir borgarfulltrúum fyrir verkum. Þó skrifstofustjórinn telji að starfsheiðri sínum vegið með einhverjum ummælum kjörinna fulltrúa, hefur hún ekkert umboð né aðrar lagaheimildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurðarvalds yfir kjörnum fulltrúum, með pólitisku „minnisblaði“ sem er ætlað að gera lítið úr tilteknum kjörnum fulltrúum og heldur í þokkabót fram alvarlegum rangfærslum. Þar er því t.d. ranglega haldið fram að upplýsingar um tilnefningar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borgarinnar í marga klukkutíma fyrir fundinn. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar fóru  upplýsingar um umhverfis- og heilbrigðisráð ekki á vef Reykjavíkurborgar fyrr en eftir að borgarstjórnarfundurinn hófst.

Það frumhlaup skrifstofustjórans að semja „minnisblað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, hefur nú haft þær afleiðingar í för með sér að málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar, mánudaginn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óafgreidda trúnaðarmál nefndarinnar orðið að ærumeiðandi „frétt“ um mig í fjölmiðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagnvart starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Og síðan gekk leppurinn í öðrum fjölmiðlum daginn eftir.

Þetta eru ólíðandi vinnubrögð og síst til þess fallinn að auka traust milli kjörinna fulltrúa og embættismanna.

 

Umræðan í borgarstjórn um meintan trúnaðarbrest hefst þegar um 53 mínútur eru liðnar af myndbandinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár