Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Marta gefur ranga mynd af efni minnisblaðsins og Hildur telur sig óbundna af siðareglum

Hvergi í minn­is­blaði skrif­stofu­stjór­ans er Marta Guð­jóns­dótt­ir borg­ar­full­trúi sök­uð um brot á siða­regl­um eins og Marta full­yrð­ir í yf­ir­lýs­ingu sinni. Hild­ur Björns­dótt­ir taldi sig ekki bundna af siða­regl­um á borg­ar­stjórn­ar­fundi.

Marta gefur ranga mynd af efni minnisblaðsins og Hildur telur sig óbundna af siðareglum
Marta Guðjónsdóttir og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Fullyrðingar sem fram koma í yfirlýsingu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna minnisblaðs Helgu Bjarkar Laxdal skrifstofustjóra borgarstjórnar, eru ekki í samræmi við efnisinnihald minnisblaðsins. 

Marta heldur því fram að í minnisblaði skrifstofustjórans sé hún sökuð um að hafa, með ásökunum í garð starfsmanna borgarinnar um trúnaðarbrest og upplýsingaleka, brotið gegn siðareglum. Hið rétta er að Marta er hvergi sökuð um slíkt í minnisblaðinu. 

„Við umræðu um tillögu borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um stofnun umhverfis og heilbrigðisráðs í tengslum við fullyrðingar borgarfulltrúans Mörtu Guðjónsdóttir um trúnaðarbrest, tóku nokkrir borgarfulltrúar til máls og létu hafa eftir sér ásakanir í garð starfsmanna Reykjavíkurborgar, þ.m.t. undirritaðrar, starfsmanna skrifstofu borgarstjórnar og jafnvel allra ótilgreindra starfsmanna Ráðhúss Reykjavíkur. Í umræðunni komu upp ásakanir um að starfsmenn hafi brotið trúnað, lekið trúnaðargögnum og/eða brotið starfsskyldur sínar á alvarlegan hátt,“ segir í minnisblaði Helgu Bjarkar Laxdal.

Eins og lesa má úr þessu er Marta hvergi ásökuð um að hafa ásakað starfsmenn Reykjavíkurborgar um trúnaðarbrest eða upplýsingaleka. Þvert á móti kemur það skýrt fram í minnisblaðinu að í kjölfar fullyrðinga Mörtu Guðjónsdóttur um trúnaðarbrest hafi aðrir borgarfulltrúar tekið til máls og ásakað starfsmenn borgarinnar um trúnðarbrest og upplýsingaleka.

Miklar deilur komu upp á fyrsta borgarstjórnarfundi nýkjörinnar borgarstjórnar í kjölfar þess að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti um að Marta Guðjónsdóttir myndi sitja í nýju umhverfis- og skipulagsráði. Voru starfsmenn borgarinnar sakaðir um að hafa „lekið“ þeim upplýsingum til meirihlutans.

Í kjölfar umræðanna skrifaði Helga Björk Laxdal minnisblað til forsætisnefndar. Þar segir meðal annars að henni sé ekki unnt að gera sér grein fyrir því hvað olli því að sumir borgarfulltrúar virtust halda það á fundi borgarstjórnar að trúnaður gilti um margnefnda lista, án tillits til skýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga og samþykkta.

„Þar að auki er ekki að finna nein ummerki þess í erindi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að um framlagða lista skuli gilda einhver trúnaður enda er hvorki tölvupósturinn trúnaðarmerktur né excel-skjalið sem fylgdi,“ segir svo í minnisblaðinu. Í umræðunum var þó fulltrúum minnihlutans tíðrætt um að tilteknar upplýsingar hefðu verið trúnaðarmál. Telur Helga að með tilhæfulausum ásökunum gegn borgarstarfsmönnum um upplýsingaleka hafi borgarfulltrúar brotið gegn siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg.

Segir skrifstofustjóra ekki hafa
verið sakaðan um neitt á fundinum

Í umræðunum sem spunnust í kjölfar athugasemda Mörtu létu nokkrir borgarfulltrúar minnihlutans eftir sér hafa ásakanir í garð starfsmanna borgarinnar. Þannig sakar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Helgu Björk Laxdal berlega um lekann.

„Við köllum eftir upplýsingum um það með hvaða hætti þessar upplýsingar láku frá skrifstofustjóra yfir til borgarfulltrúa Líf Magneudóttur“

„Ég lýsi yfir miklum áhyggjum yfir þeim trúnaðarbresti sem hér hefur komið upp. Ég vil upplýsa um það að framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sendi fyrir hönd stjórnarandstöðunnar skipan okkar í nefndir á Helgu Björk Laxdal skrifstofustjóra borgarstjórnar og við köllum eftir upplýsingum um það með hvaða hætti þessar upplýsingar láku frá skrifstofustjóra yfir til borgarfulltrúa Líf [sic] Magneudóttur,“ sagði Hildur í ræðu við tilefnið.

Í Facebook-hópi Sjálfstæðismanna um borgarmálin heldur Hildur því hins vegar fram að Helga hafi aldrei verið ásökuð um neitt á fundinum:

Hildur Björnsdóttir
„Það er mjög undarlegt ef að við getum ekki treyst starfsmönnum sem að við eigum að
treysta eða öðrum fyrir upplýsingum“

Eyþór Laxdal Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins bar einnig upp sakir á starfsmenn borgarinnar. „En það er mjög merkilegt ef að sumir borgarfulltrúar fá upplýsingar sem að við teljum vera trúnaðarmál. Það er mjög undarlegt ef að við getum ekki treyst starfsmönnum sem að við eigum að treysta eða öðrum fyrir upplýsingum,“ sagði Eyþór á fundinum. Síðar við umræðuna vék hann að því að upplýsingunum hefði verið skilað til starfsmanns „sem þeir treystu“ en þar átti hann við Helgu Björk Laxdal.

Þá velti Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, því upp hvernig stæði gæti á því að upplýsingunum hefði verið lekið. „Það er ljóst að hér hefur orðið leki, það hafa ekki komin nein greinargóð svör við þessu. Þetta var trúnaður sem sendur var til starfsmanns. Einhverra hluta vegna hefur þetta lekið,“ sagði Björn á fundinum.

Taldi sig ekki bundna af siðareglum

Í fyrrnefndri Facebook-færslu Hildar Björnsdóttur heldur hún því fram að siðareglur hafi ekki gilt um borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundinum. „Í þriðja lagi ásakar skrifstofustjórinn minnihlutann um að hafa brotið siðareglur borgarstjórnar. Á fundi borgarstjórnar var ákveðið að fresta framlagningu og undirritun siðareglnanna til næsta fundar. Það er því sérkennilegt að ásaka okkur um brot á siðareglum sem við höfum hvorki undirritað né undirgengist - hvað þá heldur lesið!“

Ákveðið var á borgarstjórnarfundinum að fresta undirritun siðareglna vegna endurskoðunar á þeim í kjölfar Metoo-byltingarinnar. Undirritunin er hins vegar eingöngu táknræn og gilda siðareglur jafnt um borgarfulltrúa og aðra kjörna fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar þrátt fyrir að þeir hafi ekki kynnt sér þær né undirritað.

Þannig segir í 3. mgr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga að öllum kjörnum fulltrúum í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar beri að haga störfum sínum í samræmi við settar siðareglur. Núgildandi siðareglur voru settar á fundir borgarstjórnar 10. janúar 2017 og eru í fullu gildi.

Hér má sjá minnisblað skrifstofustjóra í heild.

Yfirlýsing Mörtu Guðjónsdóttur í heild

Í fréttum sem birtust í helstu fjölmiðlum hér á landi í gær er því haldið fram að ég hafi sem borgarfulltrúi, og samkvæmt minnisblaði skrifstofustjóra borgarstjórnar, brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Þetta á ég að hafa gert úr ræðustóli á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 19.6. sl., með ásökunum í þeirra garð um trúnaðarbrest og upplýsingaleka.

Þetta er alrangt. Með því að hlusta á upptökur af fundinum sem hægt er að nálgast á vef Reykjavíkurborgar, getur hver og einn fullvissað sig um þá staðreynd að ég hvorki ásakaði, né nafngreindi nokkurn starfsmann Reykjavíkurborgar í þessum efnum.

Af gefnu tilefni beindi ég hins vegar fyrirspurn til kjörins fulltrúa á fundinum, Lífar Magneudóttur, um það hvar hún hefði fengið upplýsingar um tilnefningar pólitískra mótherja í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að flíka slíkum upplýsingum á fundinum, áður en þær yrðu opinberar með kjöri. Fátt varð um svör en Líf nefndi vettvang á borð við kaffihús og ganga Ráðhússins. Af þessum tjáskiptum spunnust nokkrar umræður meðal borgarfulltrúa, en þær breyta í engu þeirri staðreynd að ég ásakaði aldrei starfsmenn Reykjavíkurborgar um eitt né neitt.

Svokallað „minnisblað“ skrifstofustjóra borgarstjórnar er að mínum dómi fáheyrt frumhlaup háttsetts embættismanns sem á um fram allt að gæta hlutleysis og vera ekki að skipta sér af pólitískum umræðum kjörinna fulltrúa. Borgarstjórnarfundir eru ekki mælskunámskeið þar sem skrifstofustjóri borgarstjórnar segir borgarfulltrúum fyrir verkum. Þó skrifstofustjórinn telji að starfsheiðri sínum vegið með einhverjum ummælum kjörinna fulltrúa, hefur hún ekkert umboð né aðrar lagaheimildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurðarvalds yfir kjörnum fulltrúum, með pólitisku „minnisblaði“ sem er ætlað að gera lítið úr tilteknum kjörnum fulltrúum og heldur í þokkabót fram alvarlegum rangfærslum. Þar er því t.d. ranglega haldið fram að upplýsingar um tilnefningar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borgarinnar í marga klukkutíma fyrir fundinn. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar fóru  upplýsingar um umhverfis- og heilbrigðisráð ekki á vef Reykjavíkurborgar fyrr en eftir að borgarstjórnarfundurinn hófst.

Það frumhlaup skrifstofustjórans að semja „minnisblað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, hefur nú haft þær afleiðingar í för með sér að málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar, mánudaginn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óafgreidda trúnaðarmál nefndarinnar orðið að ærumeiðandi „frétt“ um mig í fjölmiðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagnvart starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Og síðan gekk leppurinn í öðrum fjölmiðlum daginn eftir.

Þetta eru ólíðandi vinnubrögð og síst til þess fallinn að auka traust milli kjörinna fulltrúa og embættismanna.

 

Umræðan í borgarstjórn um meintan trúnaðarbrest hefst þegar um 53 mínútur eru liðnar af myndbandinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár